Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2016 06:00 Heimir Hallgrímsson. Vísir Ísland og Danmörk leiða saman hesta sína í vináttulandsleik í Herning í kvöld. Þetta er fjórði síðasti leikur íslenska landsliðsins fyrir stóru stundina, EM í Frakklandi sem hefst 10. júní næstkomandi. Eftir leikinn við Dani færir íslenska liðið sig um set til Grikklands þar sem það mætir heimamönnum á þriðjudaginn. „Mér finnst andinn í hópnum góður og menn eru ferskir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið í gær. Að hans sögn eru allir leikmenn íslenska liðsins klárir í bátana að undanskildum Ólafi Inga Skúlasyni sem glímir við meiðsli aftan í læri. Heimir kveðst nokkuð ánægður með stöðuna á íslenska hópnum, sé litið til leikforms og spilamennsku landsliðsmannanna. „Já, já, við erum það. Við höfum sagt í aðdraganda leiksins að það séu margir leikmenn sem eru að minna á sig þessa stundina og standa sig vel með sínum félagsliðum. Bæði leikmenn sem eru með okkur hér og svo aðrir sem voru ekki valdir í þennan hóp. Það segir mér að við séum að gera eitthvað rétt í íslenskum fótbolta,“ sagði Heimir.Nýi þjálfarinn stemningsþjálfari Leikurinn í kvöld verður sá fyrsti hjá Dönum undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide sem tók við landsliðinu af Morten Olsen sem stýrði því í 15 ár. Hareide er reyndur kappi en áður en hann tók við danska landsliðinu var hann við stjórnvölinn hjá Malmö. Heimir býst því við breyttum leikstíl hjá danska liðinu frá því sem var undir stjórn Olsens. Hann segir þó að íslenska liðið einbeiti sér takmarkað að andstæðingnum í þessum leikjum en Grikkir eru, líkt og Danir, með nýjan þjálfara. „Við leggjum ekki of mikla áherslu á andstæðinginn. Við vitum svo sem hvernig týpa Hareide er. Danirnir verða örugglega mun aggressívari og beinskeyttari en þeir voru hjá Olsen. Hareide er svona stemningsþjálfari og fær menn til að berjast og hlaupa,“ sagði Heimir.Spila gegn þremur miðvörðum Talsverðar líkur eru á því að Danir spili með þrjá miðverði í kvöld og sú gæti einnig orðið raunin gegn Grikkjum á þriðjudaginn. Heimir segir að þessir tveir leikir gætu því verið góð æfing fyrir íslenska liðið að spila gegn þriggja miðvarða leikkerfi, en ekki er ólíklegt að lið á EM muni grípa í það gegn Íslandi sem spilar alla jafna með tvo framherja. „Við höfum ekki spilað við margar þjóðir sem hafa notað þrjá miðverði. Það verður spennandi að sjá hvort það breyti einhverju fyrir okkur og það verður fínt að fá æfingu í því núna,“ sagði Heimir. Ísland hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Dani í gegnum árin og raunar bíða Íslendingar enn eftir fyrsta sigrinum gegn gömlu herraþjóðinni.Sagt í hvert skipti „Ætli þetta sé ekki sagt í hvert skipti sem við spilum við þá,“ sagði Heimir og hló, aðspurður hvort það væri ekki kominn tími til að vinna Dani. „Við viljum vinna þennan leik. Við höfum ekki unnið marga sigra í vináttulandsleikjunum eftir að undankeppni EM lauk. Það er kominn tími á það að við vinnum leik.“ Leikurinn í kvöld er líka merkilegur fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Danmörku og er ofar á styrkleikalista FIFA. „Ég held að það sé enginn að springa úr ofmati þótt við séum fyrir ofan þá í augnablikinu. Ég hugsa nú að Danir telji sig vera betri knattspyrnuþjóð en Íslendinga og vonandi verður það þannig í huganum á þeim þegar þeir fara út á völlinn,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, að endingu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Ísland og Danmörk leiða saman hesta sína í vináttulandsleik í Herning í kvöld. Þetta er fjórði síðasti leikur íslenska landsliðsins fyrir stóru stundina, EM í Frakklandi sem hefst 10. júní næstkomandi. Eftir leikinn við Dani færir íslenska liðið sig um set til Grikklands þar sem það mætir heimamönnum á þriðjudaginn. „Mér finnst andinn í hópnum góður og menn eru ferskir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið í gær. Að hans sögn eru allir leikmenn íslenska liðsins klárir í bátana að undanskildum Ólafi Inga Skúlasyni sem glímir við meiðsli aftan í læri. Heimir kveðst nokkuð ánægður með stöðuna á íslenska hópnum, sé litið til leikforms og spilamennsku landsliðsmannanna. „Já, já, við erum það. Við höfum sagt í aðdraganda leiksins að það séu margir leikmenn sem eru að minna á sig þessa stundina og standa sig vel með sínum félagsliðum. Bæði leikmenn sem eru með okkur hér og svo aðrir sem voru ekki valdir í þennan hóp. Það segir mér að við séum að gera eitthvað rétt í íslenskum fótbolta,“ sagði Heimir.Nýi þjálfarinn stemningsþjálfari Leikurinn í kvöld verður sá fyrsti hjá Dönum undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide sem tók við landsliðinu af Morten Olsen sem stýrði því í 15 ár. Hareide er reyndur kappi en áður en hann tók við danska landsliðinu var hann við stjórnvölinn hjá Malmö. Heimir býst því við breyttum leikstíl hjá danska liðinu frá því sem var undir stjórn Olsens. Hann segir þó að íslenska liðið einbeiti sér takmarkað að andstæðingnum í þessum leikjum en Grikkir eru, líkt og Danir, með nýjan þjálfara. „Við leggjum ekki of mikla áherslu á andstæðinginn. Við vitum svo sem hvernig týpa Hareide er. Danirnir verða örugglega mun aggressívari og beinskeyttari en þeir voru hjá Olsen. Hareide er svona stemningsþjálfari og fær menn til að berjast og hlaupa,“ sagði Heimir.Spila gegn þremur miðvörðum Talsverðar líkur eru á því að Danir spili með þrjá miðverði í kvöld og sú gæti einnig orðið raunin gegn Grikkjum á þriðjudaginn. Heimir segir að þessir tveir leikir gætu því verið góð æfing fyrir íslenska liðið að spila gegn þriggja miðvarða leikkerfi, en ekki er ólíklegt að lið á EM muni grípa í það gegn Íslandi sem spilar alla jafna með tvo framherja. „Við höfum ekki spilað við margar þjóðir sem hafa notað þrjá miðverði. Það verður spennandi að sjá hvort það breyti einhverju fyrir okkur og það verður fínt að fá æfingu í því núna,“ sagði Heimir. Ísland hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Dani í gegnum árin og raunar bíða Íslendingar enn eftir fyrsta sigrinum gegn gömlu herraþjóðinni.Sagt í hvert skipti „Ætli þetta sé ekki sagt í hvert skipti sem við spilum við þá,“ sagði Heimir og hló, aðspurður hvort það væri ekki kominn tími til að vinna Dani. „Við viljum vinna þennan leik. Við höfum ekki unnið marga sigra í vináttulandsleikjunum eftir að undankeppni EM lauk. Það er kominn tími á það að við vinnum leik.“ Leikurinn í kvöld er líka merkilegur fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Danmörku og er ofar á styrkleikalista FIFA. „Ég held að það sé enginn að springa úr ofmati þótt við séum fyrir ofan þá í augnablikinu. Ég hugsa nú að Danir telji sig vera betri knattspyrnuþjóð en Íslendinga og vonandi verður það þannig í huganum á þeim þegar þeir fara út á völlinn,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, að endingu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira