Þriðja plata Stone Roses væntanleg Birgir Örn Steinarsson skrifar 14. mars 2016 13:33 Visir/EMI Breska sveitin The Stone Roses hefur tilkynnt um útgáfu þriðju breiðskífu sinnar. Þetta eru merkilegar fréttir í ljósi þess að rúmlega 21 ár eru liðin frá því að sveitin gaf út síðustu plötu sína. Platan kemur út í sumar og á henni verður einungis ný tónlist. Í kjölfar útgáfunnar ætlar sveitin í tónleikaferð um heiminn sem byrjar með þrennum tónleikum í Etihad leikvanginum í heimaborg þeirra Manchester. Endurvakning The Stone Roses árið 2011 vakti töluverða athygli en þá kom sveitin saman og fór í stutta tónleikaferð sem endaði með stærðarinnar tónleikum í Heaton Park í Manchester fyrir um 150 þúsund manns. Í heimildarmynd um þá endurkomu, Stone Roses: Made of Stone, mátti sjá hversu brothætt samstarfs liðsmanna fjögurra í raun er en sú tónleikahryna endaði með ósköpunum. Það að sveitin sé því að koma aftur núna með nýja plötu hljómar eins og kraftaverk í eyrum aðdáenda. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Breska sveitin The Stone Roses hefur tilkynnt um útgáfu þriðju breiðskífu sinnar. Þetta eru merkilegar fréttir í ljósi þess að rúmlega 21 ár eru liðin frá því að sveitin gaf út síðustu plötu sína. Platan kemur út í sumar og á henni verður einungis ný tónlist. Í kjölfar útgáfunnar ætlar sveitin í tónleikaferð um heiminn sem byrjar með þrennum tónleikum í Etihad leikvanginum í heimaborg þeirra Manchester. Endurvakning The Stone Roses árið 2011 vakti töluverða athygli en þá kom sveitin saman og fór í stutta tónleikaferð sem endaði með stærðarinnar tónleikum í Heaton Park í Manchester fyrir um 150 þúsund manns. Í heimildarmynd um þá endurkomu, Stone Roses: Made of Stone, mátti sjá hversu brothætt samstarfs liðsmanna fjögurra í raun er en sú tónleikahryna endaði með ósköpunum. Það að sveitin sé því að koma aftur núna með nýja plötu hljómar eins og kraftaverk í eyrum aðdáenda.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“