Vildi gjarnan halda áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2016 09:00 Lars liggur undir feldi og íhugar framtíð sína. vísir/ernir Það er enn óvíst hvort Lars Lagerbäck muni þekkjast boð Knattspyrnusambands Íslands um að halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari karlaliðsins næstu tvö árin. Núverandi samningur Lagerbäcks rennur út í sumar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur rætt við Lagerbäck um framhaldið og vilji hans er skýr. Geir vill halda Lagerbäck í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þar sem hann hefur deilt aðalþjálfarastöðunni með Heimi Hallgrímssyni. „Það er ekkert ákveðið,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég vil aðeins bíða og sjá til hvernig mér líður. Ég vona að það verði ekki löng bið því KSÍ hefur sýnt mér mikla þolinmæði. En ég þarf tíma til að átta mig á minni stöðu. Þessu starfi fylgja mikil ferðalög og ég er ekki að yngjast.“Minni óvissa vegna Heimis Hann segir mikilvægt að framtíð landsliðsins skýrist sem fyrst en að það hjálpi til að vitað sé að Heimir Hallgrímsson verði áfram landsliðsþjálfari, hvort sem Lars fylgi honum inn í næstu undankeppni eða ekki. „Ég vildi gjarnan halda áfram því ég hef notið þessara fjögurra ára. Þetta hefur verið frábær tími. En ég þarf að skoða mína stöðu og íhuga hvaða niðurstaða er best fyrir mig, landsliðið og íslenskan fótbolta.“ Geir sagðist sáttur við þau svör sem hann hafði fengið frá Lagerbäck og að KSÍ sé reiðubúið að bíða. „Ég hef rætt við alla þjálfarana. Draumateymi KSÍ til að leiða Ísland áfram inn í næstu undankeppni situr hér við þetta borð,“ sagði Geir og benti á þá Lagerbäck, Heimi og Guðmund Hreiðarsson markvarðaþjálfara. „Við munum sjá hvað gerist en allar dyr eru opnar eins og er. Ef við náum að halda okkar draumateymi þá væri það mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir KSÍ.“ Lagerbäck kom Íslandi í umspilið fyrir HM í Brasilíu þar sem strákarnir okkar töpuðu fyrir Króatíu en undir stjórn hans og Heimis komst Ísland beint inn á EM í Frakklandi þar sem liðið lagði meðal annars Holland tvívegis að velli.Útilokar ekki annað starf Lagerbäck verður 68 ára skömmu eftir að EM lýkur í sumar. En hann útilokar ekki að taka að sér annað starf, þó svo að hann myndi hætta með Ísland í sumar. „Ég vona að mér beri gæfu til að setjast í helgan stein en samt sem áður vil ég ekki útiloka neina möguleika, ef eitthvað spennandi kæmi upp. Það gæti vel verið eitthvað hlutastarf tengt knattspyrnu og væri heimskulegt af mér að loka á alla aðra möguleika strax.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Það er enn óvíst hvort Lars Lagerbäck muni þekkjast boð Knattspyrnusambands Íslands um að halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari karlaliðsins næstu tvö árin. Núverandi samningur Lagerbäcks rennur út í sumar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur rætt við Lagerbäck um framhaldið og vilji hans er skýr. Geir vill halda Lagerbäck í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þar sem hann hefur deilt aðalþjálfarastöðunni með Heimi Hallgrímssyni. „Það er ekkert ákveðið,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég vil aðeins bíða og sjá til hvernig mér líður. Ég vona að það verði ekki löng bið því KSÍ hefur sýnt mér mikla þolinmæði. En ég þarf tíma til að átta mig á minni stöðu. Þessu starfi fylgja mikil ferðalög og ég er ekki að yngjast.“Minni óvissa vegna Heimis Hann segir mikilvægt að framtíð landsliðsins skýrist sem fyrst en að það hjálpi til að vitað sé að Heimir Hallgrímsson verði áfram landsliðsþjálfari, hvort sem Lars fylgi honum inn í næstu undankeppni eða ekki. „Ég vildi gjarnan halda áfram því ég hef notið þessara fjögurra ára. Þetta hefur verið frábær tími. En ég þarf að skoða mína stöðu og íhuga hvaða niðurstaða er best fyrir mig, landsliðið og íslenskan fótbolta.“ Geir sagðist sáttur við þau svör sem hann hafði fengið frá Lagerbäck og að KSÍ sé reiðubúið að bíða. „Ég hef rætt við alla þjálfarana. Draumateymi KSÍ til að leiða Ísland áfram inn í næstu undankeppni situr hér við þetta borð,“ sagði Geir og benti á þá Lagerbäck, Heimi og Guðmund Hreiðarsson markvarðaþjálfara. „Við munum sjá hvað gerist en allar dyr eru opnar eins og er. Ef við náum að halda okkar draumateymi þá væri það mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir KSÍ.“ Lagerbäck kom Íslandi í umspilið fyrir HM í Brasilíu þar sem strákarnir okkar töpuðu fyrir Króatíu en undir stjórn hans og Heimis komst Ísland beint inn á EM í Frakklandi þar sem liðið lagði meðal annars Holland tvívegis að velli.Útilokar ekki annað starf Lagerbäck verður 68 ára skömmu eftir að EM lýkur í sumar. En hann útilokar ekki að taka að sér annað starf, þó svo að hann myndi hætta með Ísland í sumar. „Ég vona að mér beri gæfu til að setjast í helgan stein en samt sem áður vil ég ekki útiloka neina möguleika, ef eitthvað spennandi kæmi upp. Það gæti vel verið eitthvað hlutastarf tengt knattspyrnu og væri heimskulegt af mér að loka á alla aðra möguleika strax.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36
Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00
Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57