Á yfir 50.000 vínylplötur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 10:00 Mynd/RyanHursh Þýski raftónlistarmaðurinn, plötusnúðurinn og pródúserinn Alex Ridha, betur þekktur sem Boys Noize, er einn þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld. Boys Noize hefur átt góðu gengi að fagna og hefur meðal annars verið í samstarfi við nöfn á borð við Feist, Depeche Mode, Bloc Party, Justice, Daft Punk, David Lynch, Jarvis Cocker, Santigold, Scissor Sisters, Snoop Dogg, Erol Alkan, Skrillex, NERD and Pet Shop Boys auk fjölda annarra. Áhugi hans á tónlist kviknaði snemma og á hann stæðilegt vínylplötusafn. „Eiginlega bara síðan alltaf,“ segir hann þegar hann er spurður að því hversu lengi hann hafi verið viðloðandi tónlist og hvenær það hafi runnið upp fyrir honum að hann vildi starfa á því sviði. „Það byrjaði þegar ég var mjög ungur. Ég spilaði á píanó og trommur í nokkur ár þegar ég var í skóla. Ég byrjaði að kaupa vínylplötur snemma. Bróðir minn er átta árum eldri en ég og hann var að hlusta á house-plötur. Þegar ég var tólf, þrettán ára byrjaði ég að kaupa þessar gömlu house-plötur sem ég mundi eftir frá barnæsku minni.“ Hann segir að á þeim tíma hafi hann verið nokkurs konar útlagi, ekki voru margir í kringum hann sem hlustuðu á house, raftónlist eða teknó og var hann eini plötusnúðurinn í skólanum. En í dag hafa tímarnir breyst. „Það er allt annað núna. Það vilja allir vera plötusnúðar eða eru það nú þegar,“ segir hann og er sjálfur alsæll að hafa getað gert ástríðu sína að atvinnu. „Það hljómar kannski klisjulega en það er virkilega draumur sem rættist. Að gera og spila tónlist byrjaði sem hobbí og núna lifi ég á því. Það er ótrúlegt.“ „Ég er búinn að vinna mikið í stúdíóinu undanfarið og það kemur út nýtt efni mjög bráðlega, fullt af nýju efni,“ segir hann glaður í bragði en talsverð leynd hvílir yfir því og vill hann ekki gefa neitt meira upp um áætlaðan útgáfudag. Áhuginn á vínilplötum hefur heldur ekki yfirgefið tónlistarmanninn en plöturnar sem hann byrjaði að kaupa á barnsaldri nema nú tugum þúsunda. „Það er frekar fyrirferðamikið. Ég held að síðast þegar ég taldi gróflega hafi þetta verið í kringum 50.000 plötur. Jafnvel meira. Það er nánast lífstíðaráskorun að halda þessu skipulögðu. Ég hef verið að skipuleggja safnið í mörg ár en er ennþá að fínstilla það, það klárast líklega aldrei.“ Það er því hægara sagt en gert að flytjast búferlum á milli staða. „Ég flutti síðast fyrir sex árum og það tók mig langan tíma að koma einhvers konar skipulagi á safnið aftur.“ Boys Noize kemur fram klukkan 00.30 í SonarClub í kvöld. Sónar Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Þýski raftónlistarmaðurinn, plötusnúðurinn og pródúserinn Alex Ridha, betur þekktur sem Boys Noize, er einn þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld. Boys Noize hefur átt góðu gengi að fagna og hefur meðal annars verið í samstarfi við nöfn á borð við Feist, Depeche Mode, Bloc Party, Justice, Daft Punk, David Lynch, Jarvis Cocker, Santigold, Scissor Sisters, Snoop Dogg, Erol Alkan, Skrillex, NERD and Pet Shop Boys auk fjölda annarra. Áhugi hans á tónlist kviknaði snemma og á hann stæðilegt vínylplötusafn. „Eiginlega bara síðan alltaf,“ segir hann þegar hann er spurður að því hversu lengi hann hafi verið viðloðandi tónlist og hvenær það hafi runnið upp fyrir honum að hann vildi starfa á því sviði. „Það byrjaði þegar ég var mjög ungur. Ég spilaði á píanó og trommur í nokkur ár þegar ég var í skóla. Ég byrjaði að kaupa vínylplötur snemma. Bróðir minn er átta árum eldri en ég og hann var að hlusta á house-plötur. Þegar ég var tólf, þrettán ára byrjaði ég að kaupa þessar gömlu house-plötur sem ég mundi eftir frá barnæsku minni.“ Hann segir að á þeim tíma hafi hann verið nokkurs konar útlagi, ekki voru margir í kringum hann sem hlustuðu á house, raftónlist eða teknó og var hann eini plötusnúðurinn í skólanum. En í dag hafa tímarnir breyst. „Það er allt annað núna. Það vilja allir vera plötusnúðar eða eru það nú þegar,“ segir hann og er sjálfur alsæll að hafa getað gert ástríðu sína að atvinnu. „Það hljómar kannski klisjulega en það er virkilega draumur sem rættist. Að gera og spila tónlist byrjaði sem hobbí og núna lifi ég á því. Það er ótrúlegt.“ „Ég er búinn að vinna mikið í stúdíóinu undanfarið og það kemur út nýtt efni mjög bráðlega, fullt af nýju efni,“ segir hann glaður í bragði en talsverð leynd hvílir yfir því og vill hann ekki gefa neitt meira upp um áætlaðan útgáfudag. Áhuginn á vínilplötum hefur heldur ekki yfirgefið tónlistarmanninn en plöturnar sem hann byrjaði að kaupa á barnsaldri nema nú tugum þúsunda. „Það er frekar fyrirferðamikið. Ég held að síðast þegar ég taldi gróflega hafi þetta verið í kringum 50.000 plötur. Jafnvel meira. Það er nánast lífstíðaráskorun að halda þessu skipulögðu. Ég hef verið að skipuleggja safnið í mörg ár en er ennþá að fínstilla það, það klárast líklega aldrei.“ Það er því hægara sagt en gert að flytjast búferlum á milli staða. „Ég flutti síðast fyrir sex árum og það tók mig langan tíma að koma einhvers konar skipulagi á safnið aftur.“ Boys Noize kemur fram klukkan 00.30 í SonarClub í kvöld.
Sónar Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning