Ungar konur styðja Sanders Snærós Sindradóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Bernie Sanders er gríðarlega vinsæll á meðal ungs fólks en síður meðal svartra. Kosningaherferð hans miðar að því að ná til svartra kjósenda. Vísir/EPA Bernie Sanders, 74 ára gamall maður með áratugi að baki í stjórnmálum, er óvænt að næla í atkvæði ungra kvenna í Bandaríkjunum í stórum stíl. Nýjar kannanir sýna að stuðningur kvenna undir 35 ára við Sanders er nærri tuttugu prósentum meiri en við mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton, í slagnum um útnefningu Demókrataflokksins í forsetaembættið. Samkvæmt fréttastofu NBC studdu 55 prósent kvenna Bernie Sanders í kosningunum í New Hampshire en aðeins 44 prósent studdu Hillary. Fjölmiðlar ytra reyna eftir fremsta mætti að leita svara við því hvers vegna Sanders er svona vinsæll á meðal ungra kvenna. Ekkert einfalt svar virðist til. Mest lesna kvennatímarit í heimi, Cosmopolitan, birti á fimmtudag viðtal við ungar konur um stuðning þeirra við Sanders. „Hann er óhræddur við að segja það sem hann hugsar, hvað honum finnst skynsamlegt og er mjög mannúðlegur. Hann hefur enga tengingu við Wall Street og aðra hagsmunahópa,“ segir Elizabeth Lee, 21 árs gamall háskólanemi. Hún kveður Sanders höfða til þess sem meirihluti þjóðarinnar þarf og vill. „Ég er mikið spurð að því hvers vegna ég styð ekki Hillary en ég held að þetta snúist ekki um að ég styðji hana ekki. Ég samsama mig Bernie bara innilega og ég held að hann sé meira alvöru. Hann er virkilega að berjast fyrir alla en ekki nokkra útvalda,“ segir Emmy Ham, 22 ára. Fjölmiðlar telja ungar konur fráhverfar þeirri hugmynd að þær séu skyldugar til að kjósa Clinton einungis vegna þess að hún sé kona. Tvær þekktar baráttukonur, Gloria Steinem og Madeleine Albright, gengu nærri frá Clinton á meðal þessa hóps þegar þær gáfu í skyn að ungu konurnar hefðu ekki hugsun á að kjósa annan en þann sem strákarnir ætluðu að kjósa. Albright gekk svo langt að segja að það væri staður í helvíti fyrir konur sem „hjálpa ekki hver annarri“. „Það að kjósa konu af því hún er kona er merki um kynjamisrétti?…Ungar konur eins og ég vita að kyn fólks er ekki það sem gerir það að femínistum,“ sagði Ariana Javidi við CNN. Bernie hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé femínisti og getur sýnt fram á það með áralangri baráttu. Í dag er kosið í Nevada. Sanders og Clinton eru nærri hnífjöfn í skoðanakönnunum. Könnun CNN sýnir að stuðningur við Clinton er 48 prósent en við Sanders 47 prósent. Í næstu viku er síðan kosið í Suður-Karólínu. Þar er Hillary nær örugg um sigur með mikið fylgi svartra kjósenda, ungra sem aldinna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Bernie Sanders, 74 ára gamall maður með áratugi að baki í stjórnmálum, er óvænt að næla í atkvæði ungra kvenna í Bandaríkjunum í stórum stíl. Nýjar kannanir sýna að stuðningur kvenna undir 35 ára við Sanders er nærri tuttugu prósentum meiri en við mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton, í slagnum um útnefningu Demókrataflokksins í forsetaembættið. Samkvæmt fréttastofu NBC studdu 55 prósent kvenna Bernie Sanders í kosningunum í New Hampshire en aðeins 44 prósent studdu Hillary. Fjölmiðlar ytra reyna eftir fremsta mætti að leita svara við því hvers vegna Sanders er svona vinsæll á meðal ungra kvenna. Ekkert einfalt svar virðist til. Mest lesna kvennatímarit í heimi, Cosmopolitan, birti á fimmtudag viðtal við ungar konur um stuðning þeirra við Sanders. „Hann er óhræddur við að segja það sem hann hugsar, hvað honum finnst skynsamlegt og er mjög mannúðlegur. Hann hefur enga tengingu við Wall Street og aðra hagsmunahópa,“ segir Elizabeth Lee, 21 árs gamall háskólanemi. Hún kveður Sanders höfða til þess sem meirihluti þjóðarinnar þarf og vill. „Ég er mikið spurð að því hvers vegna ég styð ekki Hillary en ég held að þetta snúist ekki um að ég styðji hana ekki. Ég samsama mig Bernie bara innilega og ég held að hann sé meira alvöru. Hann er virkilega að berjast fyrir alla en ekki nokkra útvalda,“ segir Emmy Ham, 22 ára. Fjölmiðlar telja ungar konur fráhverfar þeirri hugmynd að þær séu skyldugar til að kjósa Clinton einungis vegna þess að hún sé kona. Tvær þekktar baráttukonur, Gloria Steinem og Madeleine Albright, gengu nærri frá Clinton á meðal þessa hóps þegar þær gáfu í skyn að ungu konurnar hefðu ekki hugsun á að kjósa annan en þann sem strákarnir ætluðu að kjósa. Albright gekk svo langt að segja að það væri staður í helvíti fyrir konur sem „hjálpa ekki hver annarri“. „Það að kjósa konu af því hún er kona er merki um kynjamisrétti?…Ungar konur eins og ég vita að kyn fólks er ekki það sem gerir það að femínistum,“ sagði Ariana Javidi við CNN. Bernie hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé femínisti og getur sýnt fram á það með áralangri baráttu. Í dag er kosið í Nevada. Sanders og Clinton eru nærri hnífjöfn í skoðanakönnunum. Könnun CNN sýnir að stuðningur við Clinton er 48 prósent en við Sanders 47 prósent. Í næstu viku er síðan kosið í Suður-Karólínu. Þar er Hillary nær örugg um sigur með mikið fylgi svartra kjósenda, ungra sem aldinna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira