Sjóðheitt myndband frá Bergljótu Arnalds: Allt tekið upp ofan í vatni Stefán Árni Pálsson skrifar 10. febrúar 2016 12:30 Virkilega skemmtilegt myndband og lag. vísir Visir frumsýnir í dag nýtt myndband frá Bergljótu Arnalds en það er all sérstakt fyrir þær sakir að það er allt tekið ofan í vatni. Lagið heitir Rain og hefur hún nú þegar hlaðið því inn á YouTube. Upptökur hafa staðið yfir öðru hverju í yfir um átta mánaða skeið og var aðeins stuðst við náttúrulýsingar, utan eina töku sem tekin er að kvöldlagi þegar himinninn er svartur. „Það er erfitt að vera við tökur ofan í vatni, þurfa að vera með opin augu, halda niðrí sér andanum og vera samt alveg afslappaður eins og vatnið umleiki mann án þess að valda þrýstingi,“ segir Bergljót. „Það hefði aldrei verið hægt að gera þetta á einum tökudegi, það reynir alltof mikið á augun, auk þess sem þessi ótrúlega fjölbreytni í lýsingu hefði aldrei náðst. Það dásamlega við vatnið er að þar gilda allt önnur þyngdarlögmál, líkt og maður sé svífandi um ævintýrageim.“ Bergljót Arnalds segir að lagið sé dreymandi og líði áfram eins og vatn. „Það skiptir frá 4/4 yfir í 3/4 og ýmist valhoppar eins og lækjartaumur yfir litla grjóthnullunga eða líður mjúklega áfram.“ Hér að neðan má sjá myndbandið. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Visir frumsýnir í dag nýtt myndband frá Bergljótu Arnalds en það er all sérstakt fyrir þær sakir að það er allt tekið ofan í vatni. Lagið heitir Rain og hefur hún nú þegar hlaðið því inn á YouTube. Upptökur hafa staðið yfir öðru hverju í yfir um átta mánaða skeið og var aðeins stuðst við náttúrulýsingar, utan eina töku sem tekin er að kvöldlagi þegar himinninn er svartur. „Það er erfitt að vera við tökur ofan í vatni, þurfa að vera með opin augu, halda niðrí sér andanum og vera samt alveg afslappaður eins og vatnið umleiki mann án þess að valda þrýstingi,“ segir Bergljót. „Það hefði aldrei verið hægt að gera þetta á einum tökudegi, það reynir alltof mikið á augun, auk þess sem þessi ótrúlega fjölbreytni í lýsingu hefði aldrei náðst. Það dásamlega við vatnið er að þar gilda allt önnur þyngdarlögmál, líkt og maður sé svífandi um ævintýrageim.“ Bergljót Arnalds segir að lagið sé dreymandi og líði áfram eins og vatn. „Það skiptir frá 4/4 yfir í 3/4 og ýmist valhoppar eins og lækjartaumur yfir litla grjóthnullunga eða líður mjúklega áfram.“ Hér að neðan má sjá myndbandið.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“