Skapandi greinar verði hreyfiafl í borginni Birta Björnsdóttir skrifar 12. febrúar 2016 21:48 Hin gamla síldarverksmiðja gengur á næstunni í endurnýjun lífdaga og kemur til með að hýsa Nýlistasafnið, Gallerí Kling og Bang, i-8 og vinnustofu og sýningarrými Ólafs Elíassonar. Það er Reykjavíkurborg sem leigir húsið af HB Granda til 15 ára en borgun framleigir svo rýmið til áðurnefndra aðila. Auk þess stendur til að opna veitingahús á jarðhæðinni. „HB Grandi hefur staðir fyrir talsverðum breytingum á svæðinu undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum síðan voru svo fjarlægd síló hér fyrir framan húsið og það fór að birtast hér í borgarmyndinni. Við urðum fljótt mjög áhugasamir um húsið. Að þetta væri hús sem ætti að fá gott hlutverk í borginni. Við nálguðumst svo HB Granda um að við værum með hugmynd að nýtingu á húsinu eftir að hugmyndirnar höfðu gerjast í hausnum á okkur í nokkurn tíma," segir Steinþór Kári Kárason, arkitekt og annar hugmyndasmiða verkefnisins. „Við vorum búin að velta því fyrir okkur hvernig við gætum nýtt þetta fallega hús. Það hentar ekki mjög vel til nútíma fiskvinnslu. Þetta varð niðurstaðan og við erum mjög sátt með hana," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, aðspurður um tildrög leigusamningsins sem undirritaður var í dag. „Borgin kemur inn í þetta til þess að þetta verði að veruleika, leigir húsið af HB Granda og framleigir það. Við erum nokkurs konar ljósmóðir í þessu en treystum að öllu leyti þessum aðilum mjög vel til að láta húsið vaxa og dafna,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Það er dálítið gaman að því hvernig þetta varð til. Þegar við uppgötvuðum þetta hús þá fréttum við af því að bæði Nýlistasafnið og Kling og Bang væru að missa sín húsnæði. Á sama tíma fréttum við af því að Ólafur Elíasson hefði áhuga á því að koma meira hingað til lands og vera hér með aðstöðu. Þetta gerist eiginlega allt á sama tíma," segir Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt og hinn hugmyndasmiður verkefnisins. Bygging síldarverksmiðjunnar hófst árið 1948 og var framkvæmdin að hluta til fjármögnuð með Marshall - aðstoð Bandaríkjamanna eftir stríð. Húsið hefur verið kallað Marshall-húsið allar götur síðan. „Það er svolítið táknrænt að það séu skapandi greinar sem komi hingað inn vegna þess að ég held að við eigum mikið undir því að skapandi greinar verði hreyfiafl hér í borginni," segir Dagur. Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hin gamla síldarverksmiðja gengur á næstunni í endurnýjun lífdaga og kemur til með að hýsa Nýlistasafnið, Gallerí Kling og Bang, i-8 og vinnustofu og sýningarrými Ólafs Elíassonar. Það er Reykjavíkurborg sem leigir húsið af HB Granda til 15 ára en borgun framleigir svo rýmið til áðurnefndra aðila. Auk þess stendur til að opna veitingahús á jarðhæðinni. „HB Grandi hefur staðir fyrir talsverðum breytingum á svæðinu undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum síðan voru svo fjarlægd síló hér fyrir framan húsið og það fór að birtast hér í borgarmyndinni. Við urðum fljótt mjög áhugasamir um húsið. Að þetta væri hús sem ætti að fá gott hlutverk í borginni. Við nálguðumst svo HB Granda um að við værum með hugmynd að nýtingu á húsinu eftir að hugmyndirnar höfðu gerjast í hausnum á okkur í nokkurn tíma," segir Steinþór Kári Kárason, arkitekt og annar hugmyndasmiða verkefnisins. „Við vorum búin að velta því fyrir okkur hvernig við gætum nýtt þetta fallega hús. Það hentar ekki mjög vel til nútíma fiskvinnslu. Þetta varð niðurstaðan og við erum mjög sátt með hana," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, aðspurður um tildrög leigusamningsins sem undirritaður var í dag. „Borgin kemur inn í þetta til þess að þetta verði að veruleika, leigir húsið af HB Granda og framleigir það. Við erum nokkurs konar ljósmóðir í þessu en treystum að öllu leyti þessum aðilum mjög vel til að láta húsið vaxa og dafna,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Það er dálítið gaman að því hvernig þetta varð til. Þegar við uppgötvuðum þetta hús þá fréttum við af því að bæði Nýlistasafnið og Kling og Bang væru að missa sín húsnæði. Á sama tíma fréttum við af því að Ólafur Elíasson hefði áhuga á því að koma meira hingað til lands og vera hér með aðstöðu. Þetta gerist eiginlega allt á sama tíma," segir Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt og hinn hugmyndasmiður verkefnisins. Bygging síldarverksmiðjunnar hófst árið 1948 og var framkvæmdin að hluta til fjármögnuð með Marshall - aðstoð Bandaríkjamanna eftir stríð. Húsið hefur verið kallað Marshall-húsið allar götur síðan. „Það er svolítið táknrænt að það séu skapandi greinar sem komi hingað inn vegna þess að ég held að við eigum mikið undir því að skapandi greinar verði hreyfiafl hér í borginni," segir Dagur.
Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög