Snarky Puppy heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. febrúar 2016 08:00 Hljómsveitin Snarky Puppy er skipuð miklum þungavigtarmönnum og vann Grammy-verðlaun á dögunum. mynd/getty Ein virtasta og þekktasta djass-fusion-hljómsveit heims, Grammy-verðlaunasveitin Snarky Puppy, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 10. ágúst næstkomandi. „Ég hef sjaldan séð jafn flotta spilamennsku og tónlistarflutning og hljóðfæraleikarar Snarky Puppy bjóða upp á. Þetta eru menn sem hafa spilað allt, kunna og geta allt og eru líklega með betri hljóðfæraleikurum heims,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. Grammy-verðlaunahafinn, bassaleikarinn og hljómsveitarstjórinn Michael League stofnaði Snarky Puppy árið 2004. Hann hefur á síðustu árum safnað að sér myndarlegum hópi af ótrúlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum á sviði djass- og fusion-tónlistar. Meðlimir Snarky Puppy eru eins og fyrr segir miklir reynsluboltar í bransanum og hafa meðal annars spilað með tónlistarfólki eins og Justin Timberlake, Kirk Franklin, Marcus Miller og Snoop Dogg.Snarky Puppy vann á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar).mynd/getty„Mér finnst þetta alveg meiriháttar, það er alveg frábært að ná þessari tegund tónlistarmanna til landsins. Ég er alltaf vakandi fyrir alls kyns tónlistarfólki og hljómsveitum en aðalástæðan fyrir því að ég fór að skoða þetta af alvöru var sú að ég fór í Facebook-hópinn „Get Snarky Puppy to Iceland! – Fáum skapstyggu hvolpana til landsins!“ og fór að fylgjast með þeim þar og fannst tilvalið að fá sveitina til landsins,“ útskýrir Guðbjartur. Yfir 200 manns eru í umræddum Facebook-hópi sem stofnaður var árið 2014 en þar deila aðdáendur Snarky Puppy ýmsum myndböndum og öðru efni tengdu sveitinni. Hljómsveitin er margverðlaunuð og vann til að mynda á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar). Hún vann einnig Grammy-verðlaun árið 2014 og hefur gefið út tíu breiðskífur en sú ellefta væntanleg í sumar. Inn á plöturnar leika um 40 hljóðfæraleikarar og eru þær að jafnaði teknar upp „live“ með áhorfendur í hljóðverinu. Á tónleikum leika að jafnaði um tíu til fimmtán manns með sveitinni. Hún hefur leikið á yfir 1.200 tónleikum frá því hún var stofnuð. „Ég held að þessir tónleikar séu ekkert sérstaklega fyrir djass- og fusion-unnendur, heldur bara fyrir tónlistarunnendur almennt, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þetta eru tónleikar fyrir fólk sem hefur gaman af að sjá frábæra hljóðfæraleikara spila saman.“ Miðasala hefst næstkomandi miðvikudag á harpa.is og tix.is. Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Ein virtasta og þekktasta djass-fusion-hljómsveit heims, Grammy-verðlaunasveitin Snarky Puppy, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 10. ágúst næstkomandi. „Ég hef sjaldan séð jafn flotta spilamennsku og tónlistarflutning og hljóðfæraleikarar Snarky Puppy bjóða upp á. Þetta eru menn sem hafa spilað allt, kunna og geta allt og eru líklega með betri hljóðfæraleikurum heims,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. Grammy-verðlaunahafinn, bassaleikarinn og hljómsveitarstjórinn Michael League stofnaði Snarky Puppy árið 2004. Hann hefur á síðustu árum safnað að sér myndarlegum hópi af ótrúlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum á sviði djass- og fusion-tónlistar. Meðlimir Snarky Puppy eru eins og fyrr segir miklir reynsluboltar í bransanum og hafa meðal annars spilað með tónlistarfólki eins og Justin Timberlake, Kirk Franklin, Marcus Miller og Snoop Dogg.Snarky Puppy vann á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar).mynd/getty„Mér finnst þetta alveg meiriháttar, það er alveg frábært að ná þessari tegund tónlistarmanna til landsins. Ég er alltaf vakandi fyrir alls kyns tónlistarfólki og hljómsveitum en aðalástæðan fyrir því að ég fór að skoða þetta af alvöru var sú að ég fór í Facebook-hópinn „Get Snarky Puppy to Iceland! – Fáum skapstyggu hvolpana til landsins!“ og fór að fylgjast með þeim þar og fannst tilvalið að fá sveitina til landsins,“ útskýrir Guðbjartur. Yfir 200 manns eru í umræddum Facebook-hópi sem stofnaður var árið 2014 en þar deila aðdáendur Snarky Puppy ýmsum myndböndum og öðru efni tengdu sveitinni. Hljómsveitin er margverðlaunuð og vann til að mynda á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar). Hún vann einnig Grammy-verðlaun árið 2014 og hefur gefið út tíu breiðskífur en sú ellefta væntanleg í sumar. Inn á plöturnar leika um 40 hljóðfæraleikarar og eru þær að jafnaði teknar upp „live“ með áhorfendur í hljóðverinu. Á tónleikum leika að jafnaði um tíu til fimmtán manns með sveitinni. Hún hefur leikið á yfir 1.200 tónleikum frá því hún var stofnuð. „Ég held að þessir tónleikar séu ekkert sérstaklega fyrir djass- og fusion-unnendur, heldur bara fyrir tónlistarunnendur almennt, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þetta eru tónleikar fyrir fólk sem hefur gaman af að sjá frábæra hljóðfæraleikara spila saman.“ Miðasala hefst næstkomandi miðvikudag á harpa.is og tix.is.
Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira