Alfreð: Mótlætið hefur styrkt mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2016 06:00 Alfreð hefur setið mikið á bekknum síðustu mánuði en sér fram á bjartari tíma í Þýskalandi. vísir/epa Atvinnumannsferill landsliðsframherjans Alfreðs Finnbogasonar hefur verið nokkuð skrautlegur. Hann fór í atvinnumennsku fyrir fimm árum og er nú hjá sínu sjötta erlenda félagi. Hann hóf atvinnumannsferilinn hjá Lokeren í Belgíu. Þar gekk ekki nógu vel og var hann því lánaður til Helsingborg í Svíþjóð þar sem hann sló í gegn. Fór hann í kjölfarið til Heerenveen þar sem hann hélt áfram að slá í gegn. Alfreð varð markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar og spænska félagið Real Sociedad keypti hann á milljarð. Alfreð náði ekki að slá í gegn á Spáni og var lánaður til gríska félagsins Olympiacos fyrir tímabilið. Þar voru tækifærin aftur af skornum skammti. Hápunktur hans hjá liðinu var samt glæsilegur er hann tryggði sínum mönnum sigur gegn Arsenal á útivelli í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir það fékk hann lítið að spila með liðinu og úr varð að hann samdi við þýska félagið FC Augsburg á afmælisdegi sínum, 1. febrúar.Alfreð á sinni fyrstu æfingu með Augsburg.mynd/augsburgBúinn að prófa allt „Ég á enn eftir að koma mér fyrir hérna. Ég er enn á hóteli en fæ húsnæði um helgina. Þá verður þetta allt þægilegra,“ segir Alfreð en hann var þá á leiðinni á æfingu með sínu nýja félagi. „Það er allt svipað hérna og ég bjóst við. Gott og vinalegt fólk að vinna hjá félaginu og leikmennirnir flottir. Bærinn er í þægilegri stærð. Ég tel mig vera búinn að prófa allt núna eftir að hafa búið allt frá Heerenveen til Aþenu. Æfingaaðstaðan er flott og völlurinn góður. 30 þúsund manna völlur og alltaf fullt á honum. Það er ekki út á neitt að setja.“ Augsburg er búið að spila tvo leiki síðan Alfreð kom til félagsins. Hann spilaði síðustu 20 mínúturnar í 2-1 tapi gegn Ingolstadt en sat svo á bekknum allan tímann er liðið tapaði fyrir Bayern, 3-1. „Það er aldrei það besta að koma inn í lið á miðju tímabili en það var eitthvað sem ég þurfti að gera. Ég veit vel að ég mun fá tækifæri hérna og er alveg rólegur þrátt fyrir bekkjarsetu í upphafi. Við erum að fara að spila sjö leiki á næstu þrem vikum og tveir af þeim eru Evrópuleikir sem ég get ekki spilað. Ég nýtist því vonandi í leikjunum í deildinni þess á milli. Auðvitað vil ég spila strax og ég stefni á að vera í liðinu um næstu helgi,“ segir Alfreð en það hefur reynt nokkuð á þolinmæðina hjá honum síðustu misseri. „Þolinmæði er eitthvað sem er rosalega auðvelt að segja en mjög erfitt að framkvæma. Sérstaklega fyrir fótboltamann því maður vill alltaf spila. Ég var bara að koma hingað og liðið var á ágætis siglingu er ég kom. Ég er bjartsýnn á að spila stóra rullu hérna fljótlega. Ég er vissulega búinn að upplifa mikið síðustu 2-3 ár en ég hef borið mig vel. Ég hef alltaf mikið álit á mér sem fótboltamanni og sjálfstraust mitt byggist á mínu áliti en ekki annarra. Það er ákveðinn styrkleiki hjá mér. Ég viðurkenni alveg að það koma stundum lægðir þar sem maður er langt niðri en ég verð að vera fljótur að rífa mig upp. Tíminn hjá Olympiacos var mjög erfiður. Það skipti engu máli hvað ég gerði. Það breyttist ekki neitt. Það fór bara í bankann hjá mér. Mótlætið styrkir mig og þroskar.“Alfreð Finnbogason verður með strákunum okkar í Frakklandi.Vísir/GettyVantar stöðugleika Þó svo Alfreð hafi ekki spilað mikið í upphafi þá er hann silkislakur og sér fram á bjarta tíma hjá nýju félagi. „Ég veit að þetta er ekki félag sem safnar leikmönnum án þess að nota þá. Þeir hafa haft áhuga á mér í tvö og hálft ár og vita allt um mig. Ég er bara að koma mér fyrir enn þá. Mér líður svipað núna og þegar ég kom til Heerenveen. Ég væri til í að setjast hérna að í að minnsta kosti tvö ár. Mig vantar smá stöðugleika í ferilinn núna en maður veit samt aldrei í fótboltanum,“ segir Alfreð en hann hafði alltaf mikinn áhuga á að spila í Þýskalandi. „Ég horfði mikið hingað er ég var í Hollandi. Það gekk ekki upp þá. Ég er mjög hrifinn af þessari deild og boltanum sem er spilaður hérna. Ég tel að hann geti hentað mér mjög vel. Nú verður bara að koma í ljós hvort það sé ekki rétt.“ Alfreð þarf á því að halda að spila eins og allir knattspyrnumenn. Svo er auðvitað EM næsta sumar og landsliðsmennirnir okkar vilja mæta þangað í toppstandi með sjálfstraustið í botni. „Það er alltaf pressa í fótbolta, sama fyrir hvaða lið maður spilar. Auðvitað horfa menn mikið á EM enda einstakur atburður. Er menn munu horfa til baka á þann viðburð þá verður það klárlega einn af hápunktunum á ferli þeirra sem fara þangað.“ Í kvöld á liðið hans Alfreðs stórleik. Liverpool kemur í heimsókn í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Alfreð má ekki spila þar sem hann lék með Olympiacos í Meistaradeildinni. „Það er ekki hægt að neita því að það er mjög fúlt að missa af þessum leik. Þetta er einn stærsti leikur í sögu félagsins enda er það í fyrsta skipti í Evrópudeildinni. Þetta er stór viðburður hérna. Líka af því að Jürgen Klopp er að koma í fyrsta skipti til Þýskalands.“Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Atvinnumannsferill landsliðsframherjans Alfreðs Finnbogasonar hefur verið nokkuð skrautlegur. Hann fór í atvinnumennsku fyrir fimm árum og er nú hjá sínu sjötta erlenda félagi. Hann hóf atvinnumannsferilinn hjá Lokeren í Belgíu. Þar gekk ekki nógu vel og var hann því lánaður til Helsingborg í Svíþjóð þar sem hann sló í gegn. Fór hann í kjölfarið til Heerenveen þar sem hann hélt áfram að slá í gegn. Alfreð varð markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar og spænska félagið Real Sociedad keypti hann á milljarð. Alfreð náði ekki að slá í gegn á Spáni og var lánaður til gríska félagsins Olympiacos fyrir tímabilið. Þar voru tækifærin aftur af skornum skammti. Hápunktur hans hjá liðinu var samt glæsilegur er hann tryggði sínum mönnum sigur gegn Arsenal á útivelli í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir það fékk hann lítið að spila með liðinu og úr varð að hann samdi við þýska félagið FC Augsburg á afmælisdegi sínum, 1. febrúar.Alfreð á sinni fyrstu æfingu með Augsburg.mynd/augsburgBúinn að prófa allt „Ég á enn eftir að koma mér fyrir hérna. Ég er enn á hóteli en fæ húsnæði um helgina. Þá verður þetta allt þægilegra,“ segir Alfreð en hann var þá á leiðinni á æfingu með sínu nýja félagi. „Það er allt svipað hérna og ég bjóst við. Gott og vinalegt fólk að vinna hjá félaginu og leikmennirnir flottir. Bærinn er í þægilegri stærð. Ég tel mig vera búinn að prófa allt núna eftir að hafa búið allt frá Heerenveen til Aþenu. Æfingaaðstaðan er flott og völlurinn góður. 30 þúsund manna völlur og alltaf fullt á honum. Það er ekki út á neitt að setja.“ Augsburg er búið að spila tvo leiki síðan Alfreð kom til félagsins. Hann spilaði síðustu 20 mínúturnar í 2-1 tapi gegn Ingolstadt en sat svo á bekknum allan tímann er liðið tapaði fyrir Bayern, 3-1. „Það er aldrei það besta að koma inn í lið á miðju tímabili en það var eitthvað sem ég þurfti að gera. Ég veit vel að ég mun fá tækifæri hérna og er alveg rólegur þrátt fyrir bekkjarsetu í upphafi. Við erum að fara að spila sjö leiki á næstu þrem vikum og tveir af þeim eru Evrópuleikir sem ég get ekki spilað. Ég nýtist því vonandi í leikjunum í deildinni þess á milli. Auðvitað vil ég spila strax og ég stefni á að vera í liðinu um næstu helgi,“ segir Alfreð en það hefur reynt nokkuð á þolinmæðina hjá honum síðustu misseri. „Þolinmæði er eitthvað sem er rosalega auðvelt að segja en mjög erfitt að framkvæma. Sérstaklega fyrir fótboltamann því maður vill alltaf spila. Ég var bara að koma hingað og liðið var á ágætis siglingu er ég kom. Ég er bjartsýnn á að spila stóra rullu hérna fljótlega. Ég er vissulega búinn að upplifa mikið síðustu 2-3 ár en ég hef borið mig vel. Ég hef alltaf mikið álit á mér sem fótboltamanni og sjálfstraust mitt byggist á mínu áliti en ekki annarra. Það er ákveðinn styrkleiki hjá mér. Ég viðurkenni alveg að það koma stundum lægðir þar sem maður er langt niðri en ég verð að vera fljótur að rífa mig upp. Tíminn hjá Olympiacos var mjög erfiður. Það skipti engu máli hvað ég gerði. Það breyttist ekki neitt. Það fór bara í bankann hjá mér. Mótlætið styrkir mig og þroskar.“Alfreð Finnbogason verður með strákunum okkar í Frakklandi.Vísir/GettyVantar stöðugleika Þó svo Alfreð hafi ekki spilað mikið í upphafi þá er hann silkislakur og sér fram á bjarta tíma hjá nýju félagi. „Ég veit að þetta er ekki félag sem safnar leikmönnum án þess að nota þá. Þeir hafa haft áhuga á mér í tvö og hálft ár og vita allt um mig. Ég er bara að koma mér fyrir enn þá. Mér líður svipað núna og þegar ég kom til Heerenveen. Ég væri til í að setjast hérna að í að minnsta kosti tvö ár. Mig vantar smá stöðugleika í ferilinn núna en maður veit samt aldrei í fótboltanum,“ segir Alfreð en hann hafði alltaf mikinn áhuga á að spila í Þýskalandi. „Ég horfði mikið hingað er ég var í Hollandi. Það gekk ekki upp þá. Ég er mjög hrifinn af þessari deild og boltanum sem er spilaður hérna. Ég tel að hann geti hentað mér mjög vel. Nú verður bara að koma í ljós hvort það sé ekki rétt.“ Alfreð þarf á því að halda að spila eins og allir knattspyrnumenn. Svo er auðvitað EM næsta sumar og landsliðsmennirnir okkar vilja mæta þangað í toppstandi með sjálfstraustið í botni. „Það er alltaf pressa í fótbolta, sama fyrir hvaða lið maður spilar. Auðvitað horfa menn mikið á EM enda einstakur atburður. Er menn munu horfa til baka á þann viðburð þá verður það klárlega einn af hápunktunum á ferli þeirra sem fara þangað.“ Í kvöld á liðið hans Alfreðs stórleik. Liverpool kemur í heimsókn í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Alfreð má ekki spila þar sem hann lék með Olympiacos í Meistaradeildinni. „Það er ekki hægt að neita því að það er mjög fúlt að missa af þessum leik. Þetta er einn stærsti leikur í sögu félagsins enda er það í fyrsta skipti í Evrópudeildinni. Þetta er stór viðburður hérna. Líka af því að Jürgen Klopp er að koma í fyrsta skipti til Þýskalands.“Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira