Tónlistarkonan Karó sendir frá sér nýtt lag Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. febrúar 2016 09:00 Karó sigraði meðal annars Söngvakeppni framhaldsskólanna í fyrra. mynd/hlynur snær andrason Tónlistarkonan Karó sendir í dag frá sér nýtt lag sem ber titilinn Wolfbaby en það er samið af henni og Loga Pedro, sem pródúserar lagið einnig. „Þetta er annað lagið sem ég sendi frá mér eftir Silhouette sem kom út í lok ágúst 2015. Þetta lag fjallar í rauninni um að hætta að leyfa einhverjum sem skiptir mann engu máli að hafa áhrif á sig og það dregur nafn sitt af því. Wolfbaby er orð sem ég var kölluð í niðrandi tilgangi en ég ákvað að leyfa því ekki að hafa neikvæð áhrif á mig og mér fannst skemmtilega írónískt að nefna lagið það,“ segir Karó. Lagið Silhouette hefur vakið mikla athygli og er komið með yfir sjötíu þúsund spilanir á Spotify. Karó, sem heitir fullu nafni Karólína Jóhannsdóttir, kom fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar hún sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Hún kemur fram á Sónar annað kvöld. „Sónar leggst ótrúlega vel í mig. Ég hef hvorki spilað né farið á hátíðina áður þannig að þetta verður mögnuð reynsla. Ég er að spila í Norðurljósum klukkan 20.00 annað kvöld sem er frábær staður og stund og Logi, Arnar Ingi og Þorbjörg Roach spila með mér og verða mér til halds og trausts. Síðan verður líka svona „visual“ sýning sem Hlynur Snær skapaði. Ég held að þetta verði frekar brjálað, þó ég segi sjálf frá,“ útskýrir Karó. Hún ætlar jafnframt að frumflytja fjögur ný lög á Sónar. Sónar Tónlist Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarkonan Karó sendir í dag frá sér nýtt lag sem ber titilinn Wolfbaby en það er samið af henni og Loga Pedro, sem pródúserar lagið einnig. „Þetta er annað lagið sem ég sendi frá mér eftir Silhouette sem kom út í lok ágúst 2015. Þetta lag fjallar í rauninni um að hætta að leyfa einhverjum sem skiptir mann engu máli að hafa áhrif á sig og það dregur nafn sitt af því. Wolfbaby er orð sem ég var kölluð í niðrandi tilgangi en ég ákvað að leyfa því ekki að hafa neikvæð áhrif á mig og mér fannst skemmtilega írónískt að nefna lagið það,“ segir Karó. Lagið Silhouette hefur vakið mikla athygli og er komið með yfir sjötíu þúsund spilanir á Spotify. Karó, sem heitir fullu nafni Karólína Jóhannsdóttir, kom fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar hún sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Hún kemur fram á Sónar annað kvöld. „Sónar leggst ótrúlega vel í mig. Ég hef hvorki spilað né farið á hátíðina áður þannig að þetta verður mögnuð reynsla. Ég er að spila í Norðurljósum klukkan 20.00 annað kvöld sem er frábær staður og stund og Logi, Arnar Ingi og Þorbjörg Roach spila með mér og verða mér til halds og trausts. Síðan verður líka svona „visual“ sýning sem Hlynur Snær skapaði. Ég held að þetta verði frekar brjálað, þó ég segi sjálf frá,“ útskýrir Karó. Hún ætlar jafnframt að frumflytja fjögur ný lög á Sónar.
Sónar Tónlist Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“