ISAL kannar lögmæti aðgerða Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Boðaðar verkfallsaðgerðir Hlífar um miðja næstu viku ná til ellefu starfsmanna sem starfa við uppskipun í álverinu í Straumsvík. vísir/gva Boðað útflutningsbann á áli frá Straumsvík er grafalvarlegt nái það fram að ganga, segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Aðgerðir sem þessar séu aldrei gott innlegg í viðræður. „Það kemur okkur á óvart með hvaða hætti þetta er boðað, að menn ætli sér að velja einhver tiltekin verk sem þeir ætli ekki að sinna,“ segir Ólafur Teitur. Hann segist ekki viss um að hér hafi verið hliðstæðar aðgerðir áður og að yfir standi af hálfu álversins athugun á því hvort aðgerðirnar standist.Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi ÍSAL, álvers Rio Tinto Alcan í StraumsvíkDeilan er í miklum hnút og Ólafur Teitur segir álitamál hvort boða hefði átt fund áður en kæmi að boðuðum aðgerðum. „Þetta er líka spurning um hvort menn hafi um eitthvað að tala. Ég hef ekki heyrt að viðsemjendur okkar telji koma til álita að fallast á eðlilegar kröfur ISAL um að njóta sama umhverfis og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Varðandi yfirlýsingu forstjóra Rio Tinto á heimsvísu um launahækkanafrystingu í ár segir Ólafur Teitur ISAL enn vinna að því með Rio Tinto hvað sé hægt að bjóða. „En það er ljóst að verkalýðsfélögin misstu af mjög góðu tækifæri á þrettándanum þegar þau höfnuðu mjög miklum launahækkunum.“ Þá hafi enginn ágreiningur verið um launaliðinn, en félögin staðið föst á móti kröfu ISALs um heimildir til verktöku, sem önnur fyrirtæki njóti. „En við gerðum þeim ljóst þá að þetta væri okkar ýtrasta boð og yrði ekki jafnað. Og það stendur.“ Allir verði með„Verkfallið hefur kannski ekki mikil áhrif strax til að byrja með, því það er bara útflutningurinn sem stoppar,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, sem sæti á í samninganefnd starfsmanna í viðræðunum við ISAL og Samtök atvinnulífsins (SA). Um leið segir hann ljóst að stéttarfélög starfsmanna, iðnaðarsamfélagið, og stéttarfélög innan Alþýðusambandsins muni ekki líða að stök fyrirtæki geti sagt sig frá öguðu vinnumarkaðsmódeli sem hér sé verið að koma á. „Annaðhvort eru allir inni í þessu eða ekki.“ SA þurfi að gera Rio Tinto Alcan grein fyrir þeirri stöðu sem hér sé uppi. „Ef SA fer ekki að fá umboð frá Rio Tinto þá þurfa þeir bara að henda ISAL út úr samtökunum.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Pína á álverið að samningaborðinu Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Boðað útflutningsbann á áli frá Straumsvík er grafalvarlegt nái það fram að ganga, segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Aðgerðir sem þessar séu aldrei gott innlegg í viðræður. „Það kemur okkur á óvart með hvaða hætti þetta er boðað, að menn ætli sér að velja einhver tiltekin verk sem þeir ætli ekki að sinna,“ segir Ólafur Teitur. Hann segist ekki viss um að hér hafi verið hliðstæðar aðgerðir áður og að yfir standi af hálfu álversins athugun á því hvort aðgerðirnar standist.Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi ÍSAL, álvers Rio Tinto Alcan í StraumsvíkDeilan er í miklum hnút og Ólafur Teitur segir álitamál hvort boða hefði átt fund áður en kæmi að boðuðum aðgerðum. „Þetta er líka spurning um hvort menn hafi um eitthvað að tala. Ég hef ekki heyrt að viðsemjendur okkar telji koma til álita að fallast á eðlilegar kröfur ISAL um að njóta sama umhverfis og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Varðandi yfirlýsingu forstjóra Rio Tinto á heimsvísu um launahækkanafrystingu í ár segir Ólafur Teitur ISAL enn vinna að því með Rio Tinto hvað sé hægt að bjóða. „En það er ljóst að verkalýðsfélögin misstu af mjög góðu tækifæri á þrettándanum þegar þau höfnuðu mjög miklum launahækkunum.“ Þá hafi enginn ágreiningur verið um launaliðinn, en félögin staðið föst á móti kröfu ISALs um heimildir til verktöku, sem önnur fyrirtæki njóti. „En við gerðum þeim ljóst þá að þetta væri okkar ýtrasta boð og yrði ekki jafnað. Og það stendur.“ Allir verði með„Verkfallið hefur kannski ekki mikil áhrif strax til að byrja með, því það er bara útflutningurinn sem stoppar,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, sem sæti á í samninganefnd starfsmanna í viðræðunum við ISAL og Samtök atvinnulífsins (SA). Um leið segir hann ljóst að stéttarfélög starfsmanna, iðnaðarsamfélagið, og stéttarfélög innan Alþýðusambandsins muni ekki líða að stök fyrirtæki geti sagt sig frá öguðu vinnumarkaðsmódeli sem hér sé verið að koma á. „Annaðhvort eru allir inni í þessu eða ekki.“ SA þurfi að gera Rio Tinto Alcan grein fyrir þeirri stöðu sem hér sé uppi. „Ef SA fer ekki að fá umboð frá Rio Tinto þá þurfa þeir bara að henda ISAL út úr samtökunum.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Pína á álverið að samningaborðinu Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Pína á álverið að samningaborðinu Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA. 18. febrúar 2016 07:00