Samningi landað við ríkið eftir 27 ára bið Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Verkfall vélstjóra og skipstjórnarmanna hefði haft áhrif á hluta skipaflota bæði Eimskips og Samskipa. vísir/gva Samningar náðust í þremur kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara aðfaranótt þriðjudags. Verkfalli vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum sem boðað var til frá miðnætti var frestað og verkfalli flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, sem staðið hefur frá 11. janúar, hefur verið aflýst. Flugvirkjafélag Íslands fagnar því að samningur sé í höfn, en sóst hafi verið eftir samningi við ríkið vegna flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu (áður Flugmálastjórn) allt frá árinu 1989. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélagsins, segir ráð fyrir því gert að niðurstaða kosningar um nýjan samning liggi fyrir eftir hálfan mánuð, en hjá Samgöngustofu starfa sex flugvirkjar. Hann segir að nýi samningurinn nái vel utan um það sem farið hafi verið fram á, en kjör flugvirkjanna taki eftir sem áður mið af starfskjörum annarra flugvirkja sem hjá ríkinu starfi. Helsta baráttumálið hafi verið að ná fram samningi til handa þessum starfsmönnum. Hann sé því bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Ég veit eiginlega ekki á hverju hefur strandað, kannski viljaleysi af hálfu ríkisins að semja,“ segir hann um af hverju þessi hópur hafi verið án samnings í 27 ár. „Því miður þurfti verkfall til að fá þetta fram, en nú er það komið.“ Þá greinir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, frá því á vef félagsins að unnið sé að því að ganga frá nýjum kjarasamningi eftir að samningar náðust á fjórða tímanum aðfaranótt þriðjudagsins í kjaradeildu vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum. Verkfalli sem hófst þá á miðnætti var frestað til fimmtánda þessa mánaðar, en stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning verði lokið fyrir föstudaginn tólfta. Samningurinn var unninn á grunni SALEK-samkomulagsins. Þriðji samningurinn, sem undirritaður var í Karphúsinu á mánudag, var á milli SFR og SÁÁ og nær til áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórnar. Á vef SFR er samningurinn sagður á „svipuðum nótum“ og samningar sem þegar hafi verið gerðir. Hann verður borinn undir félagsmenn og niðurstaða á að liggja fyrir tólfta þessa mánaðar. Verkfall 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Samningar náðust í þremur kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara aðfaranótt þriðjudags. Verkfalli vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum sem boðað var til frá miðnætti var frestað og verkfalli flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, sem staðið hefur frá 11. janúar, hefur verið aflýst. Flugvirkjafélag Íslands fagnar því að samningur sé í höfn, en sóst hafi verið eftir samningi við ríkið vegna flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu (áður Flugmálastjórn) allt frá árinu 1989. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélagsins, segir ráð fyrir því gert að niðurstaða kosningar um nýjan samning liggi fyrir eftir hálfan mánuð, en hjá Samgöngustofu starfa sex flugvirkjar. Hann segir að nýi samningurinn nái vel utan um það sem farið hafi verið fram á, en kjör flugvirkjanna taki eftir sem áður mið af starfskjörum annarra flugvirkja sem hjá ríkinu starfi. Helsta baráttumálið hafi verið að ná fram samningi til handa þessum starfsmönnum. Hann sé því bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Ég veit eiginlega ekki á hverju hefur strandað, kannski viljaleysi af hálfu ríkisins að semja,“ segir hann um af hverju þessi hópur hafi verið án samnings í 27 ár. „Því miður þurfti verkfall til að fá þetta fram, en nú er það komið.“ Þá greinir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, frá því á vef félagsins að unnið sé að því að ganga frá nýjum kjarasamningi eftir að samningar náðust á fjórða tímanum aðfaranótt þriðjudagsins í kjaradeildu vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum. Verkfalli sem hófst þá á miðnætti var frestað til fimmtánda þessa mánaðar, en stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning verði lokið fyrir föstudaginn tólfta. Samningurinn var unninn á grunni SALEK-samkomulagsins. Þriðji samningurinn, sem undirritaður var í Karphúsinu á mánudag, var á milli SFR og SÁÁ og nær til áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórnar. Á vef SFR er samningurinn sagður á „svipuðum nótum“ og samningar sem þegar hafi verið gerðir. Hann verður borinn undir félagsmenn og niðurstaða á að liggja fyrir tólfta þessa mánaðar.
Verkfall 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira