Landsréttur taki til starfa sem fyrst Reimar Pétursson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Heildstæð lagafrumvörp um stofnun millidómstigs, svonefnds landsréttar, eru nú í lokavinnslu á vegum innanríkisráðherra í nánu samstarfi við fulltrúa helstu fagaðila. Fagna ber þessu og hvetja til að málinu verði siglt farsællega í höfn sem fyrst.Dómstigum fækkað í kjölfar fullveldis 1918 Íslenskt dómskerfi hefur starfað á tveimur dómstigum frá stofnun Hæstaréttar 1920. Þá var rofin áfrýjunarleið íslenskra mála til Hæstaréttar Danmerkur og landsyfirréttinum í Reykjavík var breytt í Hæstarétt Íslands. Þessi aðgerð innsiglaði fullveldi Íslands sem fékkst 1918 og var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Sjálfstæð en fátæk þjóðForfeðrum okkar var ljóst að með fækkun dómstiganna var réttaröryggi landsmanna skert með ákveðnum hætti. Þjóðin var hins vegar fátæk og takmörkuð fjárráðin leyfðu ekki réttarkerfi á þremur stigum. Forfeður okkar stóðu því frammi fyrir vali milli þess að vera þjónar erlends valds með tilheyrandi öryggi eða vera sjálfstæðir en um leið óstuddir í fátæktinni. Þeir völdu sjálfstæði en horfðu til þess að öryggið kæmi síðar þegar sjálfstæðið hefði fært þjóðinni velsæld. Þetta val reyndist farsælt því dómsýslan á Íslandi hefur í aðalatriðum gengið vel og sjálfstæðið hefur reynst lykill í sókn til betri lífskjaraVelsæld tekur við af fátæktÍsland ársins 1918 var land fátæktar; Ísland í dag er land velsældar. Kostnaður ríkisins af rekstri dómstóla, sem hlutfall af tekjum, er hverfandi í dag samanborið við 1918. Fátækt réttlætir því ekki lengur þá skerðingu réttaröryggis sem forfeður okkar völdu að axla í þágu sjálfstæðis.Afmarkaðar en alvarlegar brotalamirAðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu hefur á síðari árum afhjúpað afmarkaðar, en um leið alvarlegar, brotalamir tengdar tveggja stiga réttarkerfi. Þetta á einkum við þegar áfrýjað er málum þar sem fjallað er um sérfræðileg atriði eða þar sem endurmeta þarf gildi munnlegs framburðar. Þótt almennt hafi vel tekist til við slíkar áfrýjanir er þó undir áfrýjun slíkra mála – í óbreyttu réttarkerfi – til staðar raunveruleg, og þar með um leið óhæfileg, áhætta á að endurskoðun dóma standist ekki alþjóðlegar kröfur um mannréttindi.Stofnun landsréttar fái öruggt brautargengiReynt hefur verið að bæta úr þessum brotalömum með kostnaðarlítilli heimasmíði og bútasaum. Þetta hefur því miður reynst ófullnægjandi. Stofnun landsréttar og starfræksla þriggja stiga dómskerfis – eins og tíðkast almennt í vestrænum ríkjum – þolir því enga frekari bið. Innanríkisráðherra hefur sýnt þessu skilning og vonandi mun málið hljóta öruggt brautargengi þegar það ber fyrir löggjafann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Heildstæð lagafrumvörp um stofnun millidómstigs, svonefnds landsréttar, eru nú í lokavinnslu á vegum innanríkisráðherra í nánu samstarfi við fulltrúa helstu fagaðila. Fagna ber þessu og hvetja til að málinu verði siglt farsællega í höfn sem fyrst.Dómstigum fækkað í kjölfar fullveldis 1918 Íslenskt dómskerfi hefur starfað á tveimur dómstigum frá stofnun Hæstaréttar 1920. Þá var rofin áfrýjunarleið íslenskra mála til Hæstaréttar Danmerkur og landsyfirréttinum í Reykjavík var breytt í Hæstarétt Íslands. Þessi aðgerð innsiglaði fullveldi Íslands sem fékkst 1918 og var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Sjálfstæð en fátæk þjóðForfeðrum okkar var ljóst að með fækkun dómstiganna var réttaröryggi landsmanna skert með ákveðnum hætti. Þjóðin var hins vegar fátæk og takmörkuð fjárráðin leyfðu ekki réttarkerfi á þremur stigum. Forfeður okkar stóðu því frammi fyrir vali milli þess að vera þjónar erlends valds með tilheyrandi öryggi eða vera sjálfstæðir en um leið óstuddir í fátæktinni. Þeir völdu sjálfstæði en horfðu til þess að öryggið kæmi síðar þegar sjálfstæðið hefði fært þjóðinni velsæld. Þetta val reyndist farsælt því dómsýslan á Íslandi hefur í aðalatriðum gengið vel og sjálfstæðið hefur reynst lykill í sókn til betri lífskjaraVelsæld tekur við af fátæktÍsland ársins 1918 var land fátæktar; Ísland í dag er land velsældar. Kostnaður ríkisins af rekstri dómstóla, sem hlutfall af tekjum, er hverfandi í dag samanborið við 1918. Fátækt réttlætir því ekki lengur þá skerðingu réttaröryggis sem forfeður okkar völdu að axla í þágu sjálfstæðis.Afmarkaðar en alvarlegar brotalamirAðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu hefur á síðari árum afhjúpað afmarkaðar, en um leið alvarlegar, brotalamir tengdar tveggja stiga réttarkerfi. Þetta á einkum við þegar áfrýjað er málum þar sem fjallað er um sérfræðileg atriði eða þar sem endurmeta þarf gildi munnlegs framburðar. Þótt almennt hafi vel tekist til við slíkar áfrýjanir er þó undir áfrýjun slíkra mála – í óbreyttu réttarkerfi – til staðar raunveruleg, og þar með um leið óhæfileg, áhætta á að endurskoðun dóma standist ekki alþjóðlegar kröfur um mannréttindi.Stofnun landsréttar fái öruggt brautargengiReynt hefur verið að bæta úr þessum brotalömum með kostnaðarlítilli heimasmíði og bútasaum. Þetta hefur því miður reynst ófullnægjandi. Stofnun landsréttar og starfræksla þriggja stiga dómskerfis – eins og tíðkast almennt í vestrænum ríkjum – þolir því enga frekari bið. Innanríkisráðherra hefur sýnt þessu skilning og vonandi mun málið hljóta öruggt brautargengi þegar það ber fyrir löggjafann.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun