NFL: Cam Newton og Peyton Manning mætast í Súper Bowl 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 08:45 Það var gaman hjá Cam Newton og félögum í Carolina Panthers eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Það verður einvígi milli gömlu og nýju útgáfunnar af leikstjórnendum ameríska fótboltans í Súper Bowl í ár en Denver Broncos og Carolina Panthers tryggðu sér sigur í sínum deildum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Carolina Panthers liðið verður ógnvænlegt í úrslitaleiknum en Cam Newton og félagar fóru illa með Arizona Cardinals og unnu þá 49-15 í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Það var mun meiri spenna í einvígi goðsagnanna Peyton Manning og Tom Brady þar sem Denver Broncos vann 20-18 á ríkjandi NFL-meisturum í New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Varnirnar voru í aðalhlutverki í leik Denver Broncos og New England Patriots en tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning og Tom Brady, komust oft lítið áleiðis. Á endanum var það þó Peyton Manning og félagar hans Denver Broncos sem tryggðu sér sæti í fimmtugasta Súper Bowl. Patriots-liðið gafst ekki upp og átti möguleika á því að jafna metin og tryggja sér framlengingu en misheppnað aukastig í fyrri hálfleiknum reyndist á endanum skilja á milli liðanna. Patriots þurfti að reyna við tvö stig eftir síðasta snertimark sitt og Broncos-vörnina var vel á verði eins og oft áður í leiknum. Peyton Manning bætir þar með við meti í risastórt metasafn sitt því enginn annar hefur náð að fara tvisvar með tvö lið í Súper Bowl. Peyton Manning var líka í Súper Bowl fyrir tveimur árum en Denver Broncos tapaði þá illa fyrir Seattle Seahawks. Manning fór á sínum tvisvar með Indianapolis Colts í Súper Bowl og vann þá sinn eina titil.Carson Palmer, leikstjórnandi Arizona Cardinals, átti litla sem enga möguleika á móti Carolina Panthers vörninni en hann kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og tapaði alls sex boltum. Allt aðra sögu var að segja af Herra Súperman, Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers en hann skoraði bæði tvö snertimörk sjálfur auk þess að gefa tvær sendingar sem gáfu snertimörk. Cam Newton, sem verður örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins, er orðinn stærsta NFL-stjarnan í dag og nú aðeins einum sigri frá sínum fyrsta titli. Hann hefur þroskast sem leikmaður í ár en enginn vaf í vafa um alla hæfileikana sem hann býr yfir. Nú fær hann tækifæri til að mæta sannri goðsögn, einn af þeim bestu í Peyton Manning, leikstjórnanda af gömlu gerðinni. Miðað við hvernig Carolina Panthers er að spila þessa dagana þá gæti þetta endað illa fyrir Peyton Manning í mögulega hans síðasta leik en öll bandaríska fótboltaþjóðin hefur nú tvær vikur til að velta sér upp úr því. Eitt er öruggt að þarna eru að bætast gamla og nýja útgáfan af leikstjórnendum. Súper Bowl leikur Denver Broncos og Carolina Panthers fer fram á Levi's leikvanginum í Santa Clara, útborg San Francisco 7. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Það verður einvígi milli gömlu og nýju útgáfunnar af leikstjórnendum ameríska fótboltans í Súper Bowl í ár en Denver Broncos og Carolina Panthers tryggðu sér sigur í sínum deildum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Carolina Panthers liðið verður ógnvænlegt í úrslitaleiknum en Cam Newton og félagar fóru illa með Arizona Cardinals og unnu þá 49-15 í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Það var mun meiri spenna í einvígi goðsagnanna Peyton Manning og Tom Brady þar sem Denver Broncos vann 20-18 á ríkjandi NFL-meisturum í New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Varnirnar voru í aðalhlutverki í leik Denver Broncos og New England Patriots en tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning og Tom Brady, komust oft lítið áleiðis. Á endanum var það þó Peyton Manning og félagar hans Denver Broncos sem tryggðu sér sæti í fimmtugasta Súper Bowl. Patriots-liðið gafst ekki upp og átti möguleika á því að jafna metin og tryggja sér framlengingu en misheppnað aukastig í fyrri hálfleiknum reyndist á endanum skilja á milli liðanna. Patriots þurfti að reyna við tvö stig eftir síðasta snertimark sitt og Broncos-vörnina var vel á verði eins og oft áður í leiknum. Peyton Manning bætir þar með við meti í risastórt metasafn sitt því enginn annar hefur náð að fara tvisvar með tvö lið í Súper Bowl. Peyton Manning var líka í Súper Bowl fyrir tveimur árum en Denver Broncos tapaði þá illa fyrir Seattle Seahawks. Manning fór á sínum tvisvar með Indianapolis Colts í Súper Bowl og vann þá sinn eina titil.Carson Palmer, leikstjórnandi Arizona Cardinals, átti litla sem enga möguleika á móti Carolina Panthers vörninni en hann kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og tapaði alls sex boltum. Allt aðra sögu var að segja af Herra Súperman, Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers en hann skoraði bæði tvö snertimörk sjálfur auk þess að gefa tvær sendingar sem gáfu snertimörk. Cam Newton, sem verður örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins, er orðinn stærsta NFL-stjarnan í dag og nú aðeins einum sigri frá sínum fyrsta titli. Hann hefur þroskast sem leikmaður í ár en enginn vaf í vafa um alla hæfileikana sem hann býr yfir. Nú fær hann tækifæri til að mæta sannri goðsögn, einn af þeim bestu í Peyton Manning, leikstjórnanda af gömlu gerðinni. Miðað við hvernig Carolina Panthers er að spila þessa dagana þá gæti þetta endað illa fyrir Peyton Manning í mögulega hans síðasta leik en öll bandaríska fótboltaþjóðin hefur nú tvær vikur til að velta sér upp úr því. Eitt er öruggt að þarna eru að bætast gamla og nýja útgáfan af leikstjórnendum. Súper Bowl leikur Denver Broncos og Carolina Panthers fer fram á Levi's leikvanginum í Santa Clara, útborg San Francisco 7. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira