Um utanríkismál Elín Hirst skrifar 26. janúar 2016 07:00 Sú ákvörðun að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi er afar þýðingarmikil. Ísland grípur til aðgerða, eins og viðskiptaþvingana, með öðrum ríkjum þegar framin eru svo alvarleg brot á alþjóðalögum og sáttmálum, sem innlimun Krímskaga og hernaðurinn í Úkraínu eru. Ríki hafa yfir fáum öðrum úrræðum að ráða gagnvart hinum brotlega en viðskiptaþvingunum ef ekki á að beita vopnavaldi. Við getum að sjálfsögðu ekki talað tveimur tungum hvað varðar virðingu okkar fyrir alþjóðalögum. Sem smáríki byggjum við afkomu okkar að miklum hluta á fiskveiðum og eigum því allt undir því að alþjóðalög og sáttmálar séu virtir. Það er alveg ljóst að Rússar fylgjast vel með framgangi þessara mála og umræðunni hér á landi um þessi mál. Þeir vilja að sjálfsögðu mikið til vinna svo reka megi fleyg í samstöðu vesturveldanna í þessu máli og það má ekki með nokkru móti gerast. Það hefur verið kjarni utanríkisstefnu Íslands í áratugi að eiga samvinnu og samleið með vestrænum lýðræðisríkjum, enda hefur það margoft sýnt sig að þar er hagsmunum okkar best borgið og þar erum við í hópi þjóða sem við getum borið okkur saman við þegar kemur að mikilvægum lýðræðislegum gildum. Hvernig getum við ætlast til þess, ef við segðum nú skilið við bandamenn okkar í aðgerðum þeirra gegn einhverjum alvarlegustu atburðum í utanríkismálum Evrópu um áraraðir, að þeir komi okkur til aðstoðar ef á okkur er ráðist? Hvað er rétt að gera og hvar liggja mikilvægustu hagsmunir okkar? Svarið er augljóst í mínum huga. Við verðum að sjálfsögðu að taka hagsmuni, svo sem öryggi lands og þjóðar, fram yfir viðskiptahagsmuni, þrátt fyrir að það sé auðvitað bölvað að missa tekjur á Rússlandsmarkaði. En það ber að hrósa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir dugnað við að finna nýja markaði fyrir þær vörur sem sem áður voru seldar til Rússlands, og laga sig þannig að breyttum aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi er afar þýðingarmikil. Ísland grípur til aðgerða, eins og viðskiptaþvingana, með öðrum ríkjum þegar framin eru svo alvarleg brot á alþjóðalögum og sáttmálum, sem innlimun Krímskaga og hernaðurinn í Úkraínu eru. Ríki hafa yfir fáum öðrum úrræðum að ráða gagnvart hinum brotlega en viðskiptaþvingunum ef ekki á að beita vopnavaldi. Við getum að sjálfsögðu ekki talað tveimur tungum hvað varðar virðingu okkar fyrir alþjóðalögum. Sem smáríki byggjum við afkomu okkar að miklum hluta á fiskveiðum og eigum því allt undir því að alþjóðalög og sáttmálar séu virtir. Það er alveg ljóst að Rússar fylgjast vel með framgangi þessara mála og umræðunni hér á landi um þessi mál. Þeir vilja að sjálfsögðu mikið til vinna svo reka megi fleyg í samstöðu vesturveldanna í þessu máli og það má ekki með nokkru móti gerast. Það hefur verið kjarni utanríkisstefnu Íslands í áratugi að eiga samvinnu og samleið með vestrænum lýðræðisríkjum, enda hefur það margoft sýnt sig að þar er hagsmunum okkar best borgið og þar erum við í hópi þjóða sem við getum borið okkur saman við þegar kemur að mikilvægum lýðræðislegum gildum. Hvernig getum við ætlast til þess, ef við segðum nú skilið við bandamenn okkar í aðgerðum þeirra gegn einhverjum alvarlegustu atburðum í utanríkismálum Evrópu um áraraðir, að þeir komi okkur til aðstoðar ef á okkur er ráðist? Hvað er rétt að gera og hvar liggja mikilvægustu hagsmunir okkar? Svarið er augljóst í mínum huga. Við verðum að sjálfsögðu að taka hagsmuni, svo sem öryggi lands og þjóðar, fram yfir viðskiptahagsmuni, þrátt fyrir að það sé auðvitað bölvað að missa tekjur á Rússlandsmarkaði. En það ber að hrósa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir dugnað við að finna nýja markaði fyrir þær vörur sem sem áður voru seldar til Rússlands, og laga sig þannig að breyttum aðstæðum.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar