Heimir: Einhverntímann í ferlinu munum við misstíga okkur Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2016 19:00 Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands. vísir/skjáskot úr viðtalinu Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að íslenska landsliðið muni misstíga sig einhverntímann í undirbúningnum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. Hann segir að það eðlilegt í ljósi þess að þetta sé í fyrsta skipti sem liðið fari á stórmót og að liðið læri af því. „Þetta er ansi stórt verkefni fyrir lítið knattspyrnusmband. Það eru mörg verkefni á herðum þess fólks sem vinnur hérna og á heiður skilið hversu mikið það leggur á sig fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Heimir í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Einhverntíman í ferlinu munum við misstíga okkur, en þetta er lærdómsferli sem við erum í og það þarf að taka til það greina líka. Við munum reyna gera okkar besta og undirbúa okkur eins vel og hægt er. Þar kemur reynsla Lars að góðum notum." Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer á stórmót og Heimir segir að menn mega ekki vera of yfirspenntir. „Það var einhver góður maður sem sagði mér það fyrir skömmu að í fyrsta skipti sem Íslendingar voru að fara í mót þá hafa þeir dálítið að klikka á fyrstu hindru. Líklega þá vegna yfirspennu og því þurfum við að haga okkar undirbúningi eins vel og hægt er." „Núna erum við að fara í marga vináttuleiki fram að lokakeppni og reynum að fá leiki gegn sterkum andstæðingum. Það er einn af liðunum í undirbúningnum að hugsa og einbeita okkur að þessari lokakeppni í staðinn fyrir að vera að hugsa um FIFA-listann eða vinna leikina. Við erum að reyna fá eins góða vináttuleiki og hægt er." Það verða líklega fá landslið með færra starfólk en það íslenska. Það er með ráðum gert. „Það er einn af þessum þáttum að vera ekki að yfirspennast og vera að fá fullt af nýju fólki sem við erum ekki vanir að vera með í kringum okkur. Leikmennirnir þekkja allt þetta starfsfólk og það hefur virkað vel fyrir okkur," sagði Heimir og bætti við að lokum: „Auðvitað vitum við það að það verður miklu meira umstang í kringum þetta mót, en ég hef oft sagt það að það eru álög á þessu karlalandsliði. Það er bara gott fólk í kringum þetta landslið og magnað hversu vinnusamt þetta fólk er." „Það vinnur langt umfram það sem það fær bætur fyrir og við teljum okkur geta þetta, en auðvitað vitum við það að þetta verður erfitt," sagði tannlæknirinn úr Vestmannaeyjum að lokum. Allt innslag Guðjóns má sjá hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að íslenska landsliðið muni misstíga sig einhverntímann í undirbúningnum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. Hann segir að það eðlilegt í ljósi þess að þetta sé í fyrsta skipti sem liðið fari á stórmót og að liðið læri af því. „Þetta er ansi stórt verkefni fyrir lítið knattspyrnusmband. Það eru mörg verkefni á herðum þess fólks sem vinnur hérna og á heiður skilið hversu mikið það leggur á sig fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Heimir í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Einhverntíman í ferlinu munum við misstíga okkur, en þetta er lærdómsferli sem við erum í og það þarf að taka til það greina líka. Við munum reyna gera okkar besta og undirbúa okkur eins vel og hægt er. Þar kemur reynsla Lars að góðum notum." Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer á stórmót og Heimir segir að menn mega ekki vera of yfirspenntir. „Það var einhver góður maður sem sagði mér það fyrir skömmu að í fyrsta skipti sem Íslendingar voru að fara í mót þá hafa þeir dálítið að klikka á fyrstu hindru. Líklega þá vegna yfirspennu og því þurfum við að haga okkar undirbúningi eins vel og hægt er." „Núna erum við að fara í marga vináttuleiki fram að lokakeppni og reynum að fá leiki gegn sterkum andstæðingum. Það er einn af liðunum í undirbúningnum að hugsa og einbeita okkur að þessari lokakeppni í staðinn fyrir að vera að hugsa um FIFA-listann eða vinna leikina. Við erum að reyna fá eins góða vináttuleiki og hægt er." Það verða líklega fá landslið með færra starfólk en það íslenska. Það er með ráðum gert. „Það er einn af þessum þáttum að vera ekki að yfirspennast og vera að fá fullt af nýju fólki sem við erum ekki vanir að vera með í kringum okkur. Leikmennirnir þekkja allt þetta starfsfólk og það hefur virkað vel fyrir okkur," sagði Heimir og bætti við að lokum: „Auðvitað vitum við það að það verður miklu meira umstang í kringum þetta mót, en ég hef oft sagt það að það eru álög á þessu karlalandsliði. Það er bara gott fólk í kringum þetta landslið og magnað hversu vinnusamt þetta fólk er." „Það vinnur langt umfram það sem það fær bætur fyrir og við teljum okkur geta þetta, en auðvitað vitum við það að þetta verður erfitt," sagði tannlæknirinn úr Vestmannaeyjum að lokum. Allt innslag Guðjóns má sjá hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira