Repúblikanir gagnrýna fangaskipti Bandaríkjanna og Íran Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2016 10:44 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Nokkrir af þeim frambjóðendum sem vonast eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fangaskipti við yfirvöld í Íran. Fregnir bárust frá Bandaríkjunum í gær að yfirvöld þar í landi hefðu sleppt sjö Írönum úr haldi og í staðinn fengu fjórir bandarískir fangar í Íran frelsi. Á meðal þessara frambjóðenda Repúblikanaflokksins er Marco Rubio sem sakar Obama-stjórnina um að hafa ekki gengið nógu hart á eftir skilyrðislausri lausn bandarísku fanganna. Rubio var á meðal tuttugu þingmanna sem skrifuðu John Kerry utanríkisráðherra bréf í fyrra þar sem þeir kröfðust þess að þessum föngum yrði sleppt. Er það mat Repúblikana að Obama-stjórnin hefði aldrei átt að eiga þessi fangaskipti við Íran því það veikti stöðu Bandaríkjanna út á við. Telja þeir óvinaþjóðir eiga eftir að keppast við að ná Bandaríkjamönnum sem föngum svo þær geti samið um frelsi félaga sinna. Á meðal þeirra sem gagnrýna þetta samkomulag eru Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, þingmaðurinn Ted Cruz og Donald Trump.Trump setur til að mynda spurningarmerki við þessi fangaskipti í ljósi þess að þau áttu sér stað sama dag og Bandaríkjastjórn aflétti viðskiptaþvingunum á Íran ásamt Evrópusambandinu í gær. Var það gert vegna þess að yfirvöld í Íran höfðu staðið við samkomulag sem á að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna þar í landi. Með þessu samkomulagi losnuðu eignir upp á milljarði dala í Íran og verður hægt að selja olíu sem unnin er í landinu um allan heim. John Kerry fagnaði þessi samkomulagi í gær ásamt utanríkismálastjóra Evrópusambandsins. Báðir voru þeir þeirrar skoðunar að heimurinn væri öruggari fyrir vikið. „Þeir fá sjö manneskjur og eru því að fá 150 milljarði dala plús sjö, og við fáum fjóra,“ var haft eftir Trump. Allir fögnuðu þeir þó frelsi Bandaríkjamannanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01 Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira
Nokkrir af þeim frambjóðendum sem vonast eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fangaskipti við yfirvöld í Íran. Fregnir bárust frá Bandaríkjunum í gær að yfirvöld þar í landi hefðu sleppt sjö Írönum úr haldi og í staðinn fengu fjórir bandarískir fangar í Íran frelsi. Á meðal þessara frambjóðenda Repúblikanaflokksins er Marco Rubio sem sakar Obama-stjórnina um að hafa ekki gengið nógu hart á eftir skilyrðislausri lausn bandarísku fanganna. Rubio var á meðal tuttugu þingmanna sem skrifuðu John Kerry utanríkisráðherra bréf í fyrra þar sem þeir kröfðust þess að þessum föngum yrði sleppt. Er það mat Repúblikana að Obama-stjórnin hefði aldrei átt að eiga þessi fangaskipti við Íran því það veikti stöðu Bandaríkjanna út á við. Telja þeir óvinaþjóðir eiga eftir að keppast við að ná Bandaríkjamönnum sem föngum svo þær geti samið um frelsi félaga sinna. Á meðal þeirra sem gagnrýna þetta samkomulag eru Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, þingmaðurinn Ted Cruz og Donald Trump.Trump setur til að mynda spurningarmerki við þessi fangaskipti í ljósi þess að þau áttu sér stað sama dag og Bandaríkjastjórn aflétti viðskiptaþvingunum á Íran ásamt Evrópusambandinu í gær. Var það gert vegna þess að yfirvöld í Íran höfðu staðið við samkomulag sem á að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna þar í landi. Með þessu samkomulagi losnuðu eignir upp á milljarði dala í Íran og verður hægt að selja olíu sem unnin er í landinu um allan heim. John Kerry fagnaði þessi samkomulagi í gær ásamt utanríkismálastjóra Evrópusambandsins. Báðir voru þeir þeirrar skoðunar að heimurinn væri öruggari fyrir vikið. „Þeir fá sjö manneskjur og eru því að fá 150 milljarði dala plús sjö, og við fáum fjóra,“ var haft eftir Trump. Allir fögnuðu þeir þó frelsi Bandaríkjamannanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01 Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira
Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01
Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36