Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Loreen vann Eurovision árið 2012 og er atriðið mörgum í fersku minni en þau Greta Salome og Jónsi fóru út fyrir Íslands hönd árið 2013 og fluttu lagið Never Forget sem hafnaði í tuttugasta sæti. Vísir/Getty Sænska söngkonan og Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins 19. febrúar næstkomandi og stígur á svið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Loreen mun að sjálfsögðu flytja sigurlag sitt frá árinu 2012, Euphoria. Öllu verður tjaldað til í keppninni þar sem þrjátíu ár eru liðin frá því Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision með laginu Gleðibankinn í flutningi Icy tríósins, sem var skipað þeim Eiríki Haukssyni, Helgu Möller og Pálma Gunnarssyni. Lagið hlaut 19 stig og endaði í sextánda sæti í keppninni sem fram fór í Bergen í Noregi. Líkt og áður sagði vann Loreen Eurovision árið 2012 með afgerandi hætti en lagið fékk 372 stig og var gefið fullt hús stiga frá 18 löndum af 41 sem gaf stig. Lagið náði miklum vinsældum hér á landi. „Það er eitthvað sérstakt sem þetta lag gerir. Það er líka svolítið skemmtileg að þetta náði út fyrir hópinn sem hefur verið talinn svona til Eurovision-áhugamanna. Þetta varð miklu, miklu stærra,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar í ár. Flutningurinn á sviðinu vakti ekki síður athygli en þar steig Loreen berfætt tilfinningaþrunginn dans. Þegar síga tók á seinni hluta atriðisins gekk karldansari til liðs við Loreen á sviðinu og stigu þau trylltan dans saman. Því liggur beint við að spyrja Heru hvort dansarinn komi til með að fylgja Loreen til landsins. „Hún verður nú reyndar ein á sviðinu,“ segir Hera hlæjandi og bætir við að þó eigi enn eftir að fara í endanlega útfærslu á atriðinu. Það verður nóg um góða gesti á úrslitakvöldinu því söngkonan Sandra Kim kemur einnig fram en hún vann keppnina fyrir hönd Belgíu árið 1986 með laginu J’aime la vie. Athygli vakti að Sandra Kim var einungis þrettán ára gömul þegar hún sigraði en hún er enn þann dag í dag yngsti sigurvegari keppninnar og mun hún flytja sigurlag sitt á úrslitakvöldinu. Auk þess munu þeir Sturla Atlas, Logi Pedro og Unnsteinn Manuel, eða 101 Boys, flytja sína eigin útgáfu af Gleðibankanum og Högni Egilsson kemur einnig fram en mikil leynd hvílir yfir því hvaða lag hann mun flytja – þó er ljóst að það sver sig að einhverju leyti í Eurovision-ættina. „Við ætlum að halda upp á þetta stórafmæli þannig að við tökum þetta skrefinu lengra í ár,“ segir Hera en úrslitakeppninni verður streymt beint á aðal Eurovision-vefsíðunni og segir Hera aðstandendur keppninnar strax farna að finna fyrir áhuga erlendra gesta sem vilja vera viðstaddir. Eurovision-áhugi Íslendinga er óumdeilanlegur og skapast jafnan mikil umræða um keppnina. „Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir áhugann, þó svo að keppnin sé alltaf umdeild á margan hátt. Fólk elskar að hata og hatar að elska þessa keppni,“ segir Hera glöð í bragði. „Það er það sem gerir þetta skemmtilegt.“ Úrslitakeppnin fer fram 20. febrúar í Laugardalshöll og eru tólf lög í forkeppninni. Miða á keppnina, sem og undankeppnirnar tvær, sem fram fara 6. og 13. febrúar í Háskólabíói, má nálgast á Tix.is og hefst miðasalan á morgun. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Vísir frumsýnir myndband við Eurovision-lagið Ég sé þig Í dag opinberaði RÚV þau tólf lög sem munu keppa um að verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í vor. 15. janúar 2016 15:45 Nánast nóg að komast inn í forkeppnina Júlí Heiðar Halldórsson er einn af þátttakendum í íslensku forkeppni Eurovision í ár með lagið Spring yfir heiminn. Glenn Schick masterar lagið en hann hefur unnið með Justin Bieber og Elton John. 11. janúar 2016 09:00 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Sænska söngkonan og Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins 19. febrúar næstkomandi og stígur á svið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Loreen mun að sjálfsögðu flytja sigurlag sitt frá árinu 2012, Euphoria. Öllu verður tjaldað til í keppninni þar sem þrjátíu ár eru liðin frá því Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision með laginu Gleðibankinn í flutningi Icy tríósins, sem var skipað þeim Eiríki Haukssyni, Helgu Möller og Pálma Gunnarssyni. Lagið hlaut 19 stig og endaði í sextánda sæti í keppninni sem fram fór í Bergen í Noregi. Líkt og áður sagði vann Loreen Eurovision árið 2012 með afgerandi hætti en lagið fékk 372 stig og var gefið fullt hús stiga frá 18 löndum af 41 sem gaf stig. Lagið náði miklum vinsældum hér á landi. „Það er eitthvað sérstakt sem þetta lag gerir. Það er líka svolítið skemmtileg að þetta náði út fyrir hópinn sem hefur verið talinn svona til Eurovision-áhugamanna. Þetta varð miklu, miklu stærra,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar í ár. Flutningurinn á sviðinu vakti ekki síður athygli en þar steig Loreen berfætt tilfinningaþrunginn dans. Þegar síga tók á seinni hluta atriðisins gekk karldansari til liðs við Loreen á sviðinu og stigu þau trylltan dans saman. Því liggur beint við að spyrja Heru hvort dansarinn komi til með að fylgja Loreen til landsins. „Hún verður nú reyndar ein á sviðinu,“ segir Hera hlæjandi og bætir við að þó eigi enn eftir að fara í endanlega útfærslu á atriðinu. Það verður nóg um góða gesti á úrslitakvöldinu því söngkonan Sandra Kim kemur einnig fram en hún vann keppnina fyrir hönd Belgíu árið 1986 með laginu J’aime la vie. Athygli vakti að Sandra Kim var einungis þrettán ára gömul þegar hún sigraði en hún er enn þann dag í dag yngsti sigurvegari keppninnar og mun hún flytja sigurlag sitt á úrslitakvöldinu. Auk þess munu þeir Sturla Atlas, Logi Pedro og Unnsteinn Manuel, eða 101 Boys, flytja sína eigin útgáfu af Gleðibankanum og Högni Egilsson kemur einnig fram en mikil leynd hvílir yfir því hvaða lag hann mun flytja – þó er ljóst að það sver sig að einhverju leyti í Eurovision-ættina. „Við ætlum að halda upp á þetta stórafmæli þannig að við tökum þetta skrefinu lengra í ár,“ segir Hera en úrslitakeppninni verður streymt beint á aðal Eurovision-vefsíðunni og segir Hera aðstandendur keppninnar strax farna að finna fyrir áhuga erlendra gesta sem vilja vera viðstaddir. Eurovision-áhugi Íslendinga er óumdeilanlegur og skapast jafnan mikil umræða um keppnina. „Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir áhugann, þó svo að keppnin sé alltaf umdeild á margan hátt. Fólk elskar að hata og hatar að elska þessa keppni,“ segir Hera glöð í bragði. „Það er það sem gerir þetta skemmtilegt.“ Úrslitakeppnin fer fram 20. febrúar í Laugardalshöll og eru tólf lög í forkeppninni. Miða á keppnina, sem og undankeppnirnar tvær, sem fram fara 6. og 13. febrúar í Háskólabíói, má nálgast á Tix.is og hefst miðasalan á morgun.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Vísir frumsýnir myndband við Eurovision-lagið Ég sé þig Í dag opinberaði RÚV þau tólf lög sem munu keppa um að verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í vor. 15. janúar 2016 15:45 Nánast nóg að komast inn í forkeppnina Júlí Heiðar Halldórsson er einn af þátttakendum í íslensku forkeppni Eurovision í ár með lagið Spring yfir heiminn. Glenn Schick masterar lagið en hann hefur unnið með Justin Bieber og Elton John. 11. janúar 2016 09:00 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33
Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19
Vísir frumsýnir myndband við Eurovision-lagið Ég sé þig Í dag opinberaði RÚV þau tólf lög sem munu keppa um að verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í vor. 15. janúar 2016 15:45
Nánast nóg að komast inn í forkeppnina Júlí Heiðar Halldórsson er einn af þátttakendum í íslensku forkeppni Eurovision í ár með lagið Spring yfir heiminn. Glenn Schick masterar lagið en hann hefur unnið með Justin Bieber og Elton John. 11. janúar 2016 09:00