Ísland verður að fá stig gegn Króatíu eftir sigur Noregs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2016 19:15 Sander Sagosen og félagar í norska liðinu geta stillt Íslandi upp við vegg. vísir/epa Norðmenn eru komnir áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi eftir tveggja marka sigur, 27-29, á Hvíta-Rússlandi í dag. Þessi úrslit þýða að Ísland þarf að ná í stig gegn Króatíu á eftir til að komast áfram í milliriðla. Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 en hann er í beinni textalýsingu á Vísi. Nái íslensku strákarnir í stig gegn Króötum sitja Hvít-Rússar eftir með sárt ennið en Ísland, Króatía og Noregur fara áfram. Íslenska liðið gæti farið með fjögur stig inn í milliriðla en til þess þarf liðið að vinna Króatíu sem því hefur ekki tekist síðan 2004. Hvít-Rússar spiluðu mjög framliggjandi vörn sem Norðmenn áttu í miklum vandræðum með að leysa í fyrri hálfleik. Fyrir aftan hana var Viachaslau Saldatsenka svo í miklu stuði en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ole Erevik byrjaði í marki Noregs en hann fann sig ekki. En eftir tæplega 10 mínútna leik kom Espen Christensen í markið og hann varði eins og berserkur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, alls 11 skot (58%). Hvít-Rússar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu, 6-2. Norðmenn náðu tvívegis að jafna í fyrri hálfleik en komust aldrei yfir. Líkt og gegn Íslandi voru þeir Barys Pukhouski og Siarhei Rutenka í aðalhlutverki í sóknarleik Hvít-Rússa en þeir skoruðu alls átta af 13 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Þeir fengu einnig góða hjálp frá örvhentu skyttunni Siarhei Shylovich sem skoraði þrjú mörk og var ógnandi. Það var fátt um fína drætti í sóknarleik Norðmanna sem þurftu að hafa mikið fyrir sínum mörkum. Saldatsenka reyndist norska liðinu erfiður ljár í þúfu en það var helst Kent Robin Tönnesen sem fann leiðina framhjá honum en hann skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 13-12 en í seinni hálfleik snerist dæmið algjörlega við. Norðmenn lokuðu vörninni og sóknin gekk miklu betur undir styrkri stjórn Christians O'Sullivan sem átti frábæran seinni hálfleik. O'Sullivan kom Norðmönnum fjórum mörkum yfir, 17-21, þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Norska liðið var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum þar sem það náði mest sex marka forystu. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum kom O'Sullivan Noregi í 23-29 og úrslitin í raun ráðin. Hvít-Rússarnir reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Það dugði þó ekki til að Norðmenn fögnuðu tveggja marka sigri, 27-29, og sæti í milliriðli. O'Sullivan og Kristian Björnsen voru markahæstir í norska liðinu með fimm mörk hvor en alls komust 10 leikmenn liðsins á blað í leiknum. Christensen var frábær í markinu og varði 19 skot (46%). Rutenka var markahæstur hjá Hvít-Rússum með níu mörk en hann var orðinn hálf bensínlaus í seinni hálfleik. Shylovich og Pukhouski komu næstir með sex mörk hvor. Besti maður liðsins var hins vegar Saldatsenka í markinu en hann varði 21 skot (46%). EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Norðmenn eru komnir áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi eftir tveggja marka sigur, 27-29, á Hvíta-Rússlandi í dag. Þessi úrslit þýða að Ísland þarf að ná í stig gegn Króatíu á eftir til að komast áfram í milliriðla. Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 en hann er í beinni textalýsingu á Vísi. Nái íslensku strákarnir í stig gegn Króötum sitja Hvít-Rússar eftir með sárt ennið en Ísland, Króatía og Noregur fara áfram. Íslenska liðið gæti farið með fjögur stig inn í milliriðla en til þess þarf liðið að vinna Króatíu sem því hefur ekki tekist síðan 2004. Hvít-Rússar spiluðu mjög framliggjandi vörn sem Norðmenn áttu í miklum vandræðum með að leysa í fyrri hálfleik. Fyrir aftan hana var Viachaslau Saldatsenka svo í miklu stuði en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ole Erevik byrjaði í marki Noregs en hann fann sig ekki. En eftir tæplega 10 mínútna leik kom Espen Christensen í markið og hann varði eins og berserkur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, alls 11 skot (58%). Hvít-Rússar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu, 6-2. Norðmenn náðu tvívegis að jafna í fyrri hálfleik en komust aldrei yfir. Líkt og gegn Íslandi voru þeir Barys Pukhouski og Siarhei Rutenka í aðalhlutverki í sóknarleik Hvít-Rússa en þeir skoruðu alls átta af 13 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Þeir fengu einnig góða hjálp frá örvhentu skyttunni Siarhei Shylovich sem skoraði þrjú mörk og var ógnandi. Það var fátt um fína drætti í sóknarleik Norðmanna sem þurftu að hafa mikið fyrir sínum mörkum. Saldatsenka reyndist norska liðinu erfiður ljár í þúfu en það var helst Kent Robin Tönnesen sem fann leiðina framhjá honum en hann skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 13-12 en í seinni hálfleik snerist dæmið algjörlega við. Norðmenn lokuðu vörninni og sóknin gekk miklu betur undir styrkri stjórn Christians O'Sullivan sem átti frábæran seinni hálfleik. O'Sullivan kom Norðmönnum fjórum mörkum yfir, 17-21, þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Norska liðið var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum þar sem það náði mest sex marka forystu. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum kom O'Sullivan Noregi í 23-29 og úrslitin í raun ráðin. Hvít-Rússarnir reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Það dugði þó ekki til að Norðmenn fögnuðu tveggja marka sigri, 27-29, og sæti í milliriðli. O'Sullivan og Kristian Björnsen voru markahæstir í norska liðinu með fimm mörk hvor en alls komust 10 leikmenn liðsins á blað í leiknum. Christensen var frábær í markinu og varði 19 skot (46%). Rutenka var markahæstur hjá Hvít-Rússum með níu mörk en hann var orðinn hálf bensínlaus í seinni hálfleik. Shylovich og Pukhouski komu næstir með sex mörk hvor. Besti maður liðsins var hins vegar Saldatsenka í markinu en hann varði 21 skot (46%).
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita