Fimmtungur starfsmanna án samnings Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. janúar 2016 06:00 Rúmt ár er síðan að tónlistarkennarar stóðu í verkfallsaðgerðum, en haustið 2014 varði verkfall þeirra í fimm vikur. Vísir/Valli Samband íslenskra sveitarfélaga á eftir að ná kjarasamningum við tvo fimmtu þeirra verkalýðsfélaga sem samið er við, eða 27 af 67 félögum. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu ná þeir kjarasamningar sem búið er að gera þó til um 82 prósenta starfsmanna sveitarfélaganna. Sveitarfélögin áttu alla sína samninga eftir þegar niðurstaða náðist í viðræðum SALEK-hópsins í lok október. Í desemberbyrjun var samningum lokið við rúman helming. Meðal þeirra sem út af standa eru félag tónlistarskólakennara, þrjú félög iðnaðarmanna og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA). Sveitarfélögin hafa samið við 19 af 24 félögum ASÍ, en tónlistarkennarar eru eina félag Kennarasambandsins (KÍ) sem ekki hefur verið samið við.Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennaraSigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, segist vongóð um að samningar náist og bjóst við að fundað yrði í deilunni í vikunni. „Okkar vonir standa til að við fáum sams konar meðferð og kollegar okkar við samningaborðið og það komi núna sem eftir á að leiðrétta í okkar kjarasamningi,“ segir hún. „Við erum bjartsýn á að þetta verði bæði málefnalegt og sanngjarnt núna.“ Félagið var í fimm vikur í verkfalli síðla hausts 2014. Í dag hefur verið boðað til fundar samninganefndar sveitarfélaga við sameiginlega samninganefnd VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvíss og Samiðnar. Þar er nokkuð í land enn þá og ýmis atriði undir hjá hverju félagi, svo sem óánægja með ákvæði um starfsmat hjá matreiðslufólki.Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags AkranessVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir hins vegar ekki stranda á öðru en ákvæði um SALEK-samkomulagið sem sveitarfélögin geri kröfu um að verði hluti af nýjum kjarasamningi. Aðalmeðferð í máli sem verkalýðsfélagið hafi höfðað fyrir Félagsdómi vegna þessa fari fram 27. janúar og viðræður tilgangslausar þar til dómur hafi fallið. „Við teljum SALEK-samkomulagið brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og á stjórnarskrá og erum að láta á það reyna. Um launabreytingarnar sem slíkar er enginn ágreiningur,“ segir hann.Samið við 40 félög af 67Sveitarfélögin eiga eftir sjúkraliða og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Þá eru eftir öll félög Bandalags háskólamanna (BHM). Eins er ólokið samningum við hjúkrunarfræðinga, Félag skipstjórnarmanna, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga og Verkstjórasamband Íslands. Samið hefur verið við félög Kennarasambands Íslands, nema Félag tónlistarkennara, og samningum lokið við 19 af 23 félögum ASÍ. Þar standa út af VM, Matvís, Samiðn og VLFA. Verkfall 2016 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga á eftir að ná kjarasamningum við tvo fimmtu þeirra verkalýðsfélaga sem samið er við, eða 27 af 67 félögum. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu ná þeir kjarasamningar sem búið er að gera þó til um 82 prósenta starfsmanna sveitarfélaganna. Sveitarfélögin áttu alla sína samninga eftir þegar niðurstaða náðist í viðræðum SALEK-hópsins í lok október. Í desemberbyrjun var samningum lokið við rúman helming. Meðal þeirra sem út af standa eru félag tónlistarskólakennara, þrjú félög iðnaðarmanna og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA). Sveitarfélögin hafa samið við 19 af 24 félögum ASÍ, en tónlistarkennarar eru eina félag Kennarasambandsins (KÍ) sem ekki hefur verið samið við.Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennaraSigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, segist vongóð um að samningar náist og bjóst við að fundað yrði í deilunni í vikunni. „Okkar vonir standa til að við fáum sams konar meðferð og kollegar okkar við samningaborðið og það komi núna sem eftir á að leiðrétta í okkar kjarasamningi,“ segir hún. „Við erum bjartsýn á að þetta verði bæði málefnalegt og sanngjarnt núna.“ Félagið var í fimm vikur í verkfalli síðla hausts 2014. Í dag hefur verið boðað til fundar samninganefndar sveitarfélaga við sameiginlega samninganefnd VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvíss og Samiðnar. Þar er nokkuð í land enn þá og ýmis atriði undir hjá hverju félagi, svo sem óánægja með ákvæði um starfsmat hjá matreiðslufólki.Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags AkranessVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir hins vegar ekki stranda á öðru en ákvæði um SALEK-samkomulagið sem sveitarfélögin geri kröfu um að verði hluti af nýjum kjarasamningi. Aðalmeðferð í máli sem verkalýðsfélagið hafi höfðað fyrir Félagsdómi vegna þessa fari fram 27. janúar og viðræður tilgangslausar þar til dómur hafi fallið. „Við teljum SALEK-samkomulagið brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og á stjórnarskrá og erum að láta á það reyna. Um launabreytingarnar sem slíkar er enginn ágreiningur,“ segir hann.Samið við 40 félög af 67Sveitarfélögin eiga eftir sjúkraliða og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Þá eru eftir öll félög Bandalags háskólamanna (BHM). Eins er ólokið samningum við hjúkrunarfræðinga, Félag skipstjórnarmanna, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga og Verkstjórasamband Íslands. Samið hefur verið við félög Kennarasambands Íslands, nema Félag tónlistarkennara, og samningum lokið við 19 af 23 félögum ASÍ. Þar standa út af VM, Matvís, Samiðn og VLFA.
Verkfall 2016 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira