Trúðar og samskipti Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2016 11:30 Kátir trúðar á námskeiði. Næstkomandi laugardag verður sérstaklega skemmtilegt námskeið í Borgabókasafninu, menningarhúsi í Grófinni. Kennari á námskeiðinu er Virginia Gillard, kennari og framkvæmdastjóri, en hún treður gjarnan upp í hlutverki trúðsins. Virginia heldur námskeið fyrir Söguhring kvenna til að kynna trúðatækni fyrir byrjendum sem langar að spreyta sig á ögrandi og skemmtilegan hátt. Virginia notar leiki og æfingar til að kanna nýjar leiðir í jákvæðum samskiptum. Eitt helsta einkenni listar Virginiu er að hún nýtir eingöngu rauða nefið, minnstu grímu í heimi, sem er grunnurinn í evrópskri trúðahefð. Og koma þá Charlie Chaplin og Lucille Ball gjarnan upp í hugann. Um er að ræða opið námskeið fyrir alla áhugasama um sviðslistir og þá sem þora að prófa eitthvað öðruvísi og spennandi. Markmiðið er að finna leiðir til að leysa ímyndunarafl okkar úr læðingi með notkun trúðatækninnar. Þannig má styrkja sjálfstraust hvers og eins og efla andann í hópnum. Hugmyndin er að á námskeiðinu myndist notalegt og öruggt umhverfi þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til þess að spinna sína sögu áfram með öllum þeim mistökum sem við gerum. Virginia Gillard starfaði í upphafi ferils síns sem sviðsleikkona í Ástralíu og flutti síðan til Evrópu þar sem hún lærði trúðatækni í París 1991 hjá Philippe Gaulier og í Sviss 2001 hjá Pierre Byland. Hún stofnaði fyrstu trúðalæknaþjónustuna í Bretlandi, með aðsetur í Skotlandi, fyrir langveik börn á sjúkrahúsum og einnig fyrstu trúðaþjónustuna fyrir eldri sjúklinga með andlega hrörnun. Virginia hefur 20 ára reynslu af því að leiða trúðatækninámskeið með þátttakendum á öllum stigum. Virginia flutti til Íslands 2010 með íslenskum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún hefur margoft kennt fullorðnum trúðatækni og rekur barnaleikhúsið Leikhús barnanna í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur komið fram í ótal uppfærslum hjá Gaflaraleikhúsinu og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þ.?á?m. Ófærð sem er sýnt á RÚV. Hún vinnur jafnframt að því að að leika og framleiða íslenska útgáfu af WHITE (HVÍTT) sem er leikhús fyrir yngstu áhorfendurna, 2-5 ára sem er góður aldur til að upplifa fyrstu leiksýninguna. Kristín R. Vilhjálmsdóttir tekur á móti skráningum á námskeiðið á netfangið kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is. Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Næstkomandi laugardag verður sérstaklega skemmtilegt námskeið í Borgabókasafninu, menningarhúsi í Grófinni. Kennari á námskeiðinu er Virginia Gillard, kennari og framkvæmdastjóri, en hún treður gjarnan upp í hlutverki trúðsins. Virginia heldur námskeið fyrir Söguhring kvenna til að kynna trúðatækni fyrir byrjendum sem langar að spreyta sig á ögrandi og skemmtilegan hátt. Virginia notar leiki og æfingar til að kanna nýjar leiðir í jákvæðum samskiptum. Eitt helsta einkenni listar Virginiu er að hún nýtir eingöngu rauða nefið, minnstu grímu í heimi, sem er grunnurinn í evrópskri trúðahefð. Og koma þá Charlie Chaplin og Lucille Ball gjarnan upp í hugann. Um er að ræða opið námskeið fyrir alla áhugasama um sviðslistir og þá sem þora að prófa eitthvað öðruvísi og spennandi. Markmiðið er að finna leiðir til að leysa ímyndunarafl okkar úr læðingi með notkun trúðatækninnar. Þannig má styrkja sjálfstraust hvers og eins og efla andann í hópnum. Hugmyndin er að á námskeiðinu myndist notalegt og öruggt umhverfi þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til þess að spinna sína sögu áfram með öllum þeim mistökum sem við gerum. Virginia Gillard starfaði í upphafi ferils síns sem sviðsleikkona í Ástralíu og flutti síðan til Evrópu þar sem hún lærði trúðatækni í París 1991 hjá Philippe Gaulier og í Sviss 2001 hjá Pierre Byland. Hún stofnaði fyrstu trúðalæknaþjónustuna í Bretlandi, með aðsetur í Skotlandi, fyrir langveik börn á sjúkrahúsum og einnig fyrstu trúðaþjónustuna fyrir eldri sjúklinga með andlega hrörnun. Virginia hefur 20 ára reynslu af því að leiða trúðatækninámskeið með þátttakendum á öllum stigum. Virginia flutti til Íslands 2010 með íslenskum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún hefur margoft kennt fullorðnum trúðatækni og rekur barnaleikhúsið Leikhús barnanna í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur komið fram í ótal uppfærslum hjá Gaflaraleikhúsinu og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þ.?á?m. Ófærð sem er sýnt á RÚV. Hún vinnur jafnframt að því að að leika og framleiða íslenska útgáfu af WHITE (HVÍTT) sem er leikhús fyrir yngstu áhorfendurna, 2-5 ára sem er góður aldur til að upplifa fyrstu leiksýninguna. Kristín R. Vilhjálmsdóttir tekur á móti skráningum á námskeiðið á netfangið kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is.
Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“