Látum teikningarnar skríða upp á vegginn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2016 10:45 Þær Marta María og Hulda hafa lengi alið með sér draum um að sýna saman. Nú er hann að verða að veruleika í Listasafni ASÍ og hér standa þær við verk eftir Mörtu Maríu. Vísir/Stefán Á efstu hæð Listasafns Íslands við Freyjugötu 41, þar sem nakin ösp strýkur bogagluggann og sólböðuð Hallgrímskirkja blasir við fjær, eru myndlistarkonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Marta María Jónsdóttir að stilla upp málverkum sínum. Eiga samt eftir að finna þeim endanlegan sess á sýningunni sem þær ætla að opna á morgun klukkan þrjú undir yfirskriftinni Roði, strokur, andrá. Af hverju skyldu þær sýna saman? „Við höfum alið þá hugmynd með okkur í mörg ár,“ segir Marta María og Hulda kinkar kolli til samþykkis.Marta María vinnur með akrýlliti. Hér eru tvö verka hennar á sýningunni.Þær segjast hafa byrjað á sama tíma í Myndlista- og handíðaskólanum og fylgst að í náminu. „Síðan deildum við vinnustofu á tímabili í verbúðunum vestur á Granda. Þar héldum við sýningar, meðal annars á Hátíð hafsins, Menningarnótt og við fleiri slík tilefni,“ lýsir Marta María.Hulda vinnur með olíu á striga og fær sumar hugmyndir sínar gegnum ljóð.„Svo erum við báðar kvenkyns málarar og höfum markvisst unnið í myndlist frá því við útskrifuðumst úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 2000,“ segir Hulda og bendir á að þó verkin þeirra séu gerólík þá rími þau vel saman, enda noti báðar pensilinn sem verkfæri og myndi með honum línur. Verk Mörtu Maríu séu þó mínímalískari en hennar sem sum hver séu máluð út frá ljóðum. „Mér finnst málverk og ljóð tengjast því ljóð eru oft svo myndræn.“ „Við ætlum líka að velja nokkrar teikningar og láta þær skríða upp á vegginn,“ upplýsir Marta María og bendir á bunka með teikningum sem eftir er að raða. Menning Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Á efstu hæð Listasafns Íslands við Freyjugötu 41, þar sem nakin ösp strýkur bogagluggann og sólböðuð Hallgrímskirkja blasir við fjær, eru myndlistarkonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Marta María Jónsdóttir að stilla upp málverkum sínum. Eiga samt eftir að finna þeim endanlegan sess á sýningunni sem þær ætla að opna á morgun klukkan þrjú undir yfirskriftinni Roði, strokur, andrá. Af hverju skyldu þær sýna saman? „Við höfum alið þá hugmynd með okkur í mörg ár,“ segir Marta María og Hulda kinkar kolli til samþykkis.Marta María vinnur með akrýlliti. Hér eru tvö verka hennar á sýningunni.Þær segjast hafa byrjað á sama tíma í Myndlista- og handíðaskólanum og fylgst að í náminu. „Síðan deildum við vinnustofu á tímabili í verbúðunum vestur á Granda. Þar héldum við sýningar, meðal annars á Hátíð hafsins, Menningarnótt og við fleiri slík tilefni,“ lýsir Marta María.Hulda vinnur með olíu á striga og fær sumar hugmyndir sínar gegnum ljóð.„Svo erum við báðar kvenkyns málarar og höfum markvisst unnið í myndlist frá því við útskrifuðumst úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 2000,“ segir Hulda og bendir á að þó verkin þeirra séu gerólík þá rími þau vel saman, enda noti báðar pensilinn sem verkfæri og myndi með honum línur. Verk Mörtu Maríu séu þó mínímalískari en hennar sem sum hver séu máluð út frá ljóðum. „Mér finnst málverk og ljóð tengjast því ljóð eru oft svo myndræn.“ „Við ætlum líka að velja nokkrar teikningar og láta þær skríða upp á vegginn,“ upplýsir Marta María og bendir á bunka með teikningum sem eftir er að raða.
Menning Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“