Góða helgi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. júlí 2015 07:00 Kæri ofbeldismaður. Verslunarmannahelgin er um næstu helgi. Þúsundir manna og kvenna á öllum aldri ætla að safnast saman á nokkrum stöðum á landinu og gera sér glaðan dag. Fá sér í glas, syngja, dansa og hafa gaman. Hljómsveitir munu spila, brennur munu loga og ótrúlega margir eiga eftir að fara í sleik. En ekki þú. Þú ætlar nefnilega að gera mér og öllum öðrum þann greiða að halda þig heima. Allavega ef þú treystir þér ekki til að vera innan um fólk án þess að nauðga því eða beita það öðru ofbeldi. Ekki fara til Vestmannaeyja, ekki fara til Akureyrar og ekki í miðbæ Reykjavíkur. Reyndar væri líklega best að þú létir hreinlega öll hátíðarhöld eiga sig, hvar sem er á landinu, þangað til þú hættir að haga þér eins og skepna. Það er ágætis sjónvarpsdagskrá þessa helgi. RÚV ætlar að sýna Titanic á laugardagskvöldið. Hefurðu séð hana? Hún er alveg prýðileg. Eða að þú getur haft það kósý yfir Road to Perdition og Batman Begins á Stöð 2. Alveg fínar myndir, báðar tvær. Þú kaupir uppáhaldssnakkið þitt, Vogaídýfu og hjúfrar þig undir teppi í stofunni. Ég vil nefnilega að þér líði vel og það fari vel um þig ef það verður til þess að þú haldir þig fjarri öðru fólki. Eftir helgi verðum við svo öll í betra skapi. Þeir sem hefðu annars orðið þolendur þínir munu mæta til vinnu á þriðjudag, svolítið ryðgaðir en sáttir. Hugsa jafnvel til helgarinnar með bros á vör. Og það er líka gróði í þessu fyrir þig. Þú losnar við mögulega kæru, handtöku, fangelsisvist og allt það. Og sefur sennilega betur á nóttunni. Hver veit, kannski munt þú finna þig í þessu nýja helgarmynstri. Hætta þessu rugli fyrir fullt og allt og fara að njóta lífsins eins og við hin — en án þess að skemma fyrir öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun
Kæri ofbeldismaður. Verslunarmannahelgin er um næstu helgi. Þúsundir manna og kvenna á öllum aldri ætla að safnast saman á nokkrum stöðum á landinu og gera sér glaðan dag. Fá sér í glas, syngja, dansa og hafa gaman. Hljómsveitir munu spila, brennur munu loga og ótrúlega margir eiga eftir að fara í sleik. En ekki þú. Þú ætlar nefnilega að gera mér og öllum öðrum þann greiða að halda þig heima. Allavega ef þú treystir þér ekki til að vera innan um fólk án þess að nauðga því eða beita það öðru ofbeldi. Ekki fara til Vestmannaeyja, ekki fara til Akureyrar og ekki í miðbæ Reykjavíkur. Reyndar væri líklega best að þú létir hreinlega öll hátíðarhöld eiga sig, hvar sem er á landinu, þangað til þú hættir að haga þér eins og skepna. Það er ágætis sjónvarpsdagskrá þessa helgi. RÚV ætlar að sýna Titanic á laugardagskvöldið. Hefurðu séð hana? Hún er alveg prýðileg. Eða að þú getur haft það kósý yfir Road to Perdition og Batman Begins á Stöð 2. Alveg fínar myndir, báðar tvær. Þú kaupir uppáhaldssnakkið þitt, Vogaídýfu og hjúfrar þig undir teppi í stofunni. Ég vil nefnilega að þér líði vel og það fari vel um þig ef það verður til þess að þú haldir þig fjarri öðru fólki. Eftir helgi verðum við svo öll í betra skapi. Þeir sem hefðu annars orðið þolendur þínir munu mæta til vinnu á þriðjudag, svolítið ryðgaðir en sáttir. Hugsa jafnvel til helgarinnar með bros á vör. Og það er líka gróði í þessu fyrir þig. Þú losnar við mögulega kæru, handtöku, fangelsisvist og allt það. Og sefur sennilega betur á nóttunni. Hver veit, kannski munt þú finna þig í þessu nýja helgarmynstri. Hætta þessu rugli fyrir fullt og allt og fara að njóta lífsins eins og við hin — en án þess að skemma fyrir öðrum.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun