Hollenska stúlkan farin heim til föður síns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2015 07:00 Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamálið hér á landi í lengri tíma. Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. „Faðir hennar kom að sækja hana til Íslands,“ segir Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri Sandgerðisbæjar, sem fylgdi stúlkunni eftir í gæsluvarðhald eftir að lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna í byrjun apríl. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Stelpan sat í gæsluvarðhaldi frá 3. til 20. apríl en þá var hún sett í farbann. „Ég fylgdi henni eftir í gæsluvarðhald sem fulltrúi barnaverndarnefndar Sandgerðis og var með henni til þess að gæta réttinda hennar því lögreglan gætir hagsmuna ríkisins,“ segir Kristín.Skýr vilji til að fylgja móður Hún bætir við að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. „Stelpan sýndi skýran vilja til að fylgja móður sinni og vistast í fangelsi. Við þurftum að skera úr um það hvort hún ætti að fylgja móður sinni eða vistast á Stuðlum sem hefði verið hitt úrræðið. Við færðum rök fyrir því að hún færi með móður sinni.“ Tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra mæðgna sem leiddi til þess að íslenskur maður var handtekinn á herbergi á Hóteli í Reykjavík. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus tveimur vikum síðar. Móðir stúlkunnar er enn í gæsluvarðhaldi. „Það er vegna rannsóknarhagsmuna og öryggisins vegna. Þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og öruggara fyrir hana að vera í fangelsi,“ segir Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, og bætir við að stúlkan hafi ekki verið ákærð því það þótti ekki líklegt til sakfellis.Dvaldi hjá fjölskyldu á Suðurnesjum „Það var svo margt sem benti til þess að hún hefði ekki vitað af efnunum,“ segir Guðmundur. „Eftir að stúlkan var sett í farbann fór hún í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda. Við fundum fyrir hana fjölskyldu og fylgdum henni eftir með sálfélagslegum stuðningi og umgengni við móður sína,“ segir Kristín og bætir að stúlkan hafi verið í áfalli og þurft faglega aðstoð. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru í góðu sambandi við föður stúlkunnar og barnaverndaryfirvöld í Hollandi á meðan stúlkan var á Íslandi. „Barnavernd í Hollandi kannaði aðstæður hjá föður hennar og sendi okkur staðfestingu á því að það væri ekkert því til fyrirstöðu að barnið færi til hans.“ Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. „Faðir hennar kom að sækja hana til Íslands,“ segir Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri Sandgerðisbæjar, sem fylgdi stúlkunni eftir í gæsluvarðhald eftir að lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna í byrjun apríl. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Stelpan sat í gæsluvarðhaldi frá 3. til 20. apríl en þá var hún sett í farbann. „Ég fylgdi henni eftir í gæsluvarðhald sem fulltrúi barnaverndarnefndar Sandgerðis og var með henni til þess að gæta réttinda hennar því lögreglan gætir hagsmuna ríkisins,“ segir Kristín.Skýr vilji til að fylgja móður Hún bætir við að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. „Stelpan sýndi skýran vilja til að fylgja móður sinni og vistast í fangelsi. Við þurftum að skera úr um það hvort hún ætti að fylgja móður sinni eða vistast á Stuðlum sem hefði verið hitt úrræðið. Við færðum rök fyrir því að hún færi með móður sinni.“ Tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra mæðgna sem leiddi til þess að íslenskur maður var handtekinn á herbergi á Hóteli í Reykjavík. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus tveimur vikum síðar. Móðir stúlkunnar er enn í gæsluvarðhaldi. „Það er vegna rannsóknarhagsmuna og öryggisins vegna. Þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og öruggara fyrir hana að vera í fangelsi,“ segir Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, og bætir við að stúlkan hafi ekki verið ákærð því það þótti ekki líklegt til sakfellis.Dvaldi hjá fjölskyldu á Suðurnesjum „Það var svo margt sem benti til þess að hún hefði ekki vitað af efnunum,“ segir Guðmundur. „Eftir að stúlkan var sett í farbann fór hún í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda. Við fundum fyrir hana fjölskyldu og fylgdum henni eftir með sálfélagslegum stuðningi og umgengni við móður sína,“ segir Kristín og bætir að stúlkan hafi verið í áfalli og þurft faglega aðstoð. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru í góðu sambandi við föður stúlkunnar og barnaverndaryfirvöld í Hollandi á meðan stúlkan var á Íslandi. „Barnavernd í Hollandi kannaði aðstæður hjá föður hennar og sendi okkur staðfestingu á því að það væri ekkert því til fyrirstöðu að barnið færi til hans.“
Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45
Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21
Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36