Búið að ræða við kröfuhafa Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. júní 2015 05:00 Fjöldi fólks lagði leið sína í Hörpu til að hlusta á oddvita ríkisstjórnarinnar, seðlabankastjóra og sérfræðinga kynna áætlun um afnám hafta. Þar á meðal voru aðrir ráðherrar og að sjálfsögðu margir fréttamenn. VÍSIR/GVA Fulltrúar stærstu kröfuhafanna í slitabú gömlu bankanna hafa sent fjármála- og efnahagsmálaráðherra viljayfirlýsingu um að þeir undirgangist 900 milljarða stöðugleikaskilyrði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki rétt að einblína á hvor leiðin verði fyrir valinu, skilyrðin eða skatturinn, fyrst og fremst sé verið að fást við greiðslujafnaðarvanda. „Það væri að vissu leyti mjög ákjósanlegt ef slitabúin myndu ljúka sínum málum með gerð nauðasamninga, en þá verða þau líka að uppfylla stöðugleikaskilyrðin,“ segir Bjarni.Bjarni BenediktssonFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að samningar séu komnir mjög langt og kröfuhafar muni velja leið stöðugleikaskilyrðanna. Þeir þurfa þó að leita samþykkis kröfuhafafundar, en ólíklegt er að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. „Þetta er ekki spurning um að nauðasamningar séu komnir langt, það er náttúrulega svolítið síðan það gerðist,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Þetta er spurning um það hversu langt menn séu komnir í það að sníða sína lausn að þessum stöðugleikaskilyrðum. Það verður upplýst um það þegar það verður upplýst um það. En það er þróun þar í gangi sem gæti verið jákvæð.“ Fjármálaráðherra segir að rætt hafi verið við hóp lykilkröfuhafa. „Okkar ráðgjafar hafa fyrir nokkru síðan kynnt fyrir þröngum hópi lykilkröfuhafa þau áform okkar að leggja á skatt og hafa kynnt fyrir þeim á hvaða rökum þau áform eru reist. Um leið var því lýst yfir að við værum reiðubúin til að greiða fyrir gerð nauðasamninga ef það væri eitthvað í lagalega umhverfinu sem gæti hjálpað til í því efni. Það má segja að það birtist núna í þessu lagafrumvarpi, hvað við erum tilbúin til að gera í því efni, en við höfum þá líka sagt að ef nauðasamningsleiðin er farin, þá þurfum við að ná sömu markmiðum.“ Bjarni segir stjórnvöld aldrei hafa verið tilbúin til þess að semja um þau markmið, en verið reiðubúin til að útskýra í hverju þau séu fólgin. „Samtalið hefur að einhverju leyti hjálpað til við að fínpússa, eða þróa, stöðugleikaskilyrðin. Þar er að einhverju leyti tekið tillit til þess hvað er líklegt og æskilegt fyrir slitabúin að gera, hvað varðar bindingu fjármuna inni í landinu, lengingu lána og svo framvegis.“ Gjaldeyrishöft Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fulltrúar stærstu kröfuhafanna í slitabú gömlu bankanna hafa sent fjármála- og efnahagsmálaráðherra viljayfirlýsingu um að þeir undirgangist 900 milljarða stöðugleikaskilyrði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki rétt að einblína á hvor leiðin verði fyrir valinu, skilyrðin eða skatturinn, fyrst og fremst sé verið að fást við greiðslujafnaðarvanda. „Það væri að vissu leyti mjög ákjósanlegt ef slitabúin myndu ljúka sínum málum með gerð nauðasamninga, en þá verða þau líka að uppfylla stöðugleikaskilyrðin,“ segir Bjarni.Bjarni BenediktssonFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að samningar séu komnir mjög langt og kröfuhafar muni velja leið stöðugleikaskilyrðanna. Þeir þurfa þó að leita samþykkis kröfuhafafundar, en ólíklegt er að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. „Þetta er ekki spurning um að nauðasamningar séu komnir langt, það er náttúrulega svolítið síðan það gerðist,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Þetta er spurning um það hversu langt menn séu komnir í það að sníða sína lausn að þessum stöðugleikaskilyrðum. Það verður upplýst um það þegar það verður upplýst um það. En það er þróun þar í gangi sem gæti verið jákvæð.“ Fjármálaráðherra segir að rætt hafi verið við hóp lykilkröfuhafa. „Okkar ráðgjafar hafa fyrir nokkru síðan kynnt fyrir þröngum hópi lykilkröfuhafa þau áform okkar að leggja á skatt og hafa kynnt fyrir þeim á hvaða rökum þau áform eru reist. Um leið var því lýst yfir að við værum reiðubúin til að greiða fyrir gerð nauðasamninga ef það væri eitthvað í lagalega umhverfinu sem gæti hjálpað til í því efni. Það má segja að það birtist núna í þessu lagafrumvarpi, hvað við erum tilbúin til að gera í því efni, en við höfum þá líka sagt að ef nauðasamningsleiðin er farin, þá þurfum við að ná sömu markmiðum.“ Bjarni segir stjórnvöld aldrei hafa verið tilbúin til þess að semja um þau markmið, en verið reiðubúin til að útskýra í hverju þau séu fólgin. „Samtalið hefur að einhverju leyti hjálpað til við að fínpússa, eða þróa, stöðugleikaskilyrðin. Þar er að einhverju leyti tekið tillit til þess hvað er líklegt og æskilegt fyrir slitabúin að gera, hvað varðar bindingu fjármuna inni í landinu, lengingu lána og svo framvegis.“
Gjaldeyrishöft Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira