Skortur á samtali skýrir viðræðuhnút Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Þorsteinn Pálsson, Ari Skúlason og Katrín Ólafsdóttir fjölluðu um hnút þann sem kjaraviðræður eru í og leiðir til úrbóta á opnum fundi í Iðnó í Reykjavík í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Öngstræti það sem kjaraviðræður eru lentar í skýrast af skorti á samtali milli atvinnurekenda, stéttarfélaga og stjórnvalda, að því er fram kom í máli Katrínar Ólafsdóttur, lektors í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, á opnum borgarafundi í Iðnó í Reykjavík í hádeginu í gær. Að fundinum stóð hópur sem tekið hefur sig saman undir kjörorðinu Aukum kaupmáttinn og snerist fundarefnið um hvort deiluaðilar á vinnumarkaði gætu lært af sögunni. „Það sem myndi gerast ef launahækkanir yrðu eins og nú lítur út fyrir þá yrði jú eitthvað meiri kaupmáttur, en það yrði líka hærri verðbólga, hærri vextir og hækkun á skuldum heimilanna.“ Staðan myndi svo skila sér í minni fjárfestingu og hagvexti, samkvæmt þeim dæmum sem Seðlabankinn hafi teiknað upp. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri, sagði mikilvægt að endurtaka ekki mistök sem gerð hafi verið á vinnumarkaði hér á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Í kjaradeilum nú sem fyrr takist á rökhyggja og tilfinningar um það sem mönnum finnist réttlátt.Í þeirri stöðu sem uppi sé kunni að vera skynsamlegra að finna niðurstöðu sem gildir í skamman tíma, fremur en að ákveða efnahagslega óskynsamlega niðurstöðu til lengri tíma. Þorsteinn segir að sýna megi skilning bæði kröfunni um hækkun lægstu launa og kröfu BHM um mat á menntun til launa. Vafamál sé hins vegar hvort hagurinn vænkist við að ganga að kröfum allra. „Það skilur alla eftir í verri stöðu.“ Furðulegast sagði Þorsteinn vera að hér virtust stjórnmálaflokkar sammála um að stinga niður í skúffu niðurstöðum McKinsey-skýrslunnar um samkeppnishæfni landsins, sem hafi verið á pari við Grikkland en ekki Norðurlönd. Skilningur hafi verið á því að laun lækna yrðu að vera samkeppnishæf við nágrannaþjóðirnar. „Hinn kaldi veruleiki efnahagslífsins er sá að við munum aldrei ná því marki að þeirra laun og annarra verði samkeppnishæf, ef þjóðarbúskapurinn er ekki samkeppnishæfur. Þá þurfum við alltaf að brúa bilið með verðbólgu.“ Aukin framleiðni sé lykillinn að bættum kjörum. Þá sé augljóst að peningastefna sem tryggi stöðugan gjaldmiðil sem ekki þurfi hærri vexti en í samkeppnislöndunum, sé efnahagsleg forsenda fyrir því að hér megi gera efnahagslega skynsamlega kjarasamninga. „Og komast nær því að brúa bilið milli hins kalda veruleika efnahagslífsins og þess sem tilfinningarnar segja okkur að sé réttlátt.“Engin sátt er um skiptingu teknanna Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum og fyrrverandi hagfræðingur og framkvæmdastjóri ASÍ, sagði á borgarafundinum í Iðnó í gær blasa við að þrátt fyrir að talað væri fjálglega um að rétta hlut tekjulægstu hópa væri engin sátt um tekjuskiptinguna eins og hún er nú eða þá sem orðið hafi til eftir hrun. „Eftir hrun hafa lægri laun unnið hlutfallslega á miðað við þau hærri og augljóst að þeir hærra launuðu vilja nú ná að minnsta kosti sömu stöðu og áður.“ Þá hafi róttækum hugmyndum um vinnutímabreytingar sem oft hafi komið upp áður alltaf verið illa tekið af hálfu verkalýðsfélaga, sem taki hagsmuni þeirra sem mikið vinna fram yfir þeirra sem minna vinni. Framleiðniaukningu megi hins vegar augljóslega ná með aukinni áherslu á dagvinnu. Tillögur atvinnurekenda um minna vægi yfirvinnu geti því skilað miklu en þurfi miklu meiri tíma í vinnslu. Verkfall 2016 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Öngstræti það sem kjaraviðræður eru lentar í skýrast af skorti á samtali milli atvinnurekenda, stéttarfélaga og stjórnvalda, að því er fram kom í máli Katrínar Ólafsdóttur, lektors í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, á opnum borgarafundi í Iðnó í Reykjavík í hádeginu í gær. Að fundinum stóð hópur sem tekið hefur sig saman undir kjörorðinu Aukum kaupmáttinn og snerist fundarefnið um hvort deiluaðilar á vinnumarkaði gætu lært af sögunni. „Það sem myndi gerast ef launahækkanir yrðu eins og nú lítur út fyrir þá yrði jú eitthvað meiri kaupmáttur, en það yrði líka hærri verðbólga, hærri vextir og hækkun á skuldum heimilanna.“ Staðan myndi svo skila sér í minni fjárfestingu og hagvexti, samkvæmt þeim dæmum sem Seðlabankinn hafi teiknað upp. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri, sagði mikilvægt að endurtaka ekki mistök sem gerð hafi verið á vinnumarkaði hér á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Í kjaradeilum nú sem fyrr takist á rökhyggja og tilfinningar um það sem mönnum finnist réttlátt.Í þeirri stöðu sem uppi sé kunni að vera skynsamlegra að finna niðurstöðu sem gildir í skamman tíma, fremur en að ákveða efnahagslega óskynsamlega niðurstöðu til lengri tíma. Þorsteinn segir að sýna megi skilning bæði kröfunni um hækkun lægstu launa og kröfu BHM um mat á menntun til launa. Vafamál sé hins vegar hvort hagurinn vænkist við að ganga að kröfum allra. „Það skilur alla eftir í verri stöðu.“ Furðulegast sagði Þorsteinn vera að hér virtust stjórnmálaflokkar sammála um að stinga niður í skúffu niðurstöðum McKinsey-skýrslunnar um samkeppnishæfni landsins, sem hafi verið á pari við Grikkland en ekki Norðurlönd. Skilningur hafi verið á því að laun lækna yrðu að vera samkeppnishæf við nágrannaþjóðirnar. „Hinn kaldi veruleiki efnahagslífsins er sá að við munum aldrei ná því marki að þeirra laun og annarra verði samkeppnishæf, ef þjóðarbúskapurinn er ekki samkeppnishæfur. Þá þurfum við alltaf að brúa bilið með verðbólgu.“ Aukin framleiðni sé lykillinn að bættum kjörum. Þá sé augljóst að peningastefna sem tryggi stöðugan gjaldmiðil sem ekki þurfi hærri vexti en í samkeppnislöndunum, sé efnahagsleg forsenda fyrir því að hér megi gera efnahagslega skynsamlega kjarasamninga. „Og komast nær því að brúa bilið milli hins kalda veruleika efnahagslífsins og þess sem tilfinningarnar segja okkur að sé réttlátt.“Engin sátt er um skiptingu teknanna Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum og fyrrverandi hagfræðingur og framkvæmdastjóri ASÍ, sagði á borgarafundinum í Iðnó í gær blasa við að þrátt fyrir að talað væri fjálglega um að rétta hlut tekjulægstu hópa væri engin sátt um tekjuskiptinguna eins og hún er nú eða þá sem orðið hafi til eftir hrun. „Eftir hrun hafa lægri laun unnið hlutfallslega á miðað við þau hærri og augljóst að þeir hærra launuðu vilja nú ná að minnsta kosti sömu stöðu og áður.“ Þá hafi róttækum hugmyndum um vinnutímabreytingar sem oft hafi komið upp áður alltaf verið illa tekið af hálfu verkalýðsfélaga, sem taki hagsmuni þeirra sem mikið vinna fram yfir þeirra sem minna vinni. Framleiðniaukningu megi hins vegar augljóslega ná með aukinni áherslu á dagvinnu. Tillögur atvinnurekenda um minna vægi yfirvinnu geti því skilað miklu en þurfi miklu meiri tíma í vinnslu.
Verkfall 2016 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira