Alltaf skemmtilegt að skapa Magnús Guðmundsson skrifar 22. maí 2015 13:00 Styrkþegar voru glaðir og ánægðir með viðurkenninguna. Visir/Ernir Í gær var úthlutað nýræktarstyrkjum Miðstöðvar íslenskra bókmennta við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynnti hverjir hlutu styrkina í ár sem er úthlutað til útgáfu á nýjum verkum ungra höfunda en þetta er í áttunda skipti sem nýræktarstyrkjum er úthlutað. Höfundarnir skila inn handriti til umsóknar og í ár eru það fimm verk sem hljóta styrk úr sjóðnum.Að heiman, höfundur Arngunnur Árnadóttir.Glópagull og galdraskruddur, barnabók, höfundur Kristín Ragna Gunnarsdóttir.Himnaljós, smásögur, höfundur Áslaug Björt Guðmundardóttir.Sirkus, skáldverk, höfundur Júlía Margrét Einarsdóttir.Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Höfundar Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson og ritstjóri Bryndís Björgvinsdóttir. Yngstu styrkþegarnir að þessu sinni eru þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson með Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Þeir gerðu garðinn frægan með leiksýningunni Unglingurinn á vegum Gaflaraleikhússins en þeir bæðu skrifuðu verkið og léku í því. Arnór og Óli Gunnar eru frændur og er aðeins ár á milli þeirra félaga en Óli Gunnar er árinu yngri. „Arnór er á fyrsta ári í Versló en ég er að klára tíunda bekkinn,“ segir Óli Gunnar. „En ég stefni líka í Versló á næsta ári og vona að það gangi eftir. Um styrkveitinguna segir Óli Gunnar að þetta sé óneitanlega smá pressa en þó fyrst og fremst innblástur og hvatning. „Þetta tiltekna verkefni kom eiginlega þannig til að Bryndís Björgvinsdóttir hafði samband við okkur og kom með þessa hugmynd út frá leikritinu okkar. Þetta verður kannski dálítið sérstök bók sem kemur til með að vera í senn skáldsaga og sagan um okkur að rífast um hvernig bókin eigi að vera. Við erum þó ekki komnir langt með verkefnið þar sem við erum báðir í prófum en förum svo á fullt í sumar. Það hjálpar okkur líka hvað Unglingurinn gekk vel því það hefur gefið okkur sjálfstraust. Óli Gunnar ætlar sér að verða leikari í framtíðinni og telur að það sé nú ekki ólíklegt að Arnór ætli sér það líka þó að hann verði auðvitað að svara fyrir sig. Hann bendir líka á að það fari í raun mjög vel saman við ritstörfin. „Málið er að það er bara svo skemmtilegt að skapa og ef maður lendir kannski í þeirri stöðu að vera atvinnulaus leikari þá getur maður skapað sér vinnu með skrifunum. Í sumar erum við t.d. að fara að leika Unglinginn bæði í Póllandi og Kína og það er alveg rosalega spennandi og skemmtilegt dæmi sem við hlökkum mikið til.“ Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Í gær var úthlutað nýræktarstyrkjum Miðstöðvar íslenskra bókmennta við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynnti hverjir hlutu styrkina í ár sem er úthlutað til útgáfu á nýjum verkum ungra höfunda en þetta er í áttunda skipti sem nýræktarstyrkjum er úthlutað. Höfundarnir skila inn handriti til umsóknar og í ár eru það fimm verk sem hljóta styrk úr sjóðnum.Að heiman, höfundur Arngunnur Árnadóttir.Glópagull og galdraskruddur, barnabók, höfundur Kristín Ragna Gunnarsdóttir.Himnaljós, smásögur, höfundur Áslaug Björt Guðmundardóttir.Sirkus, skáldverk, höfundur Júlía Margrét Einarsdóttir.Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Höfundar Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson og ritstjóri Bryndís Björgvinsdóttir. Yngstu styrkþegarnir að þessu sinni eru þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson með Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Þeir gerðu garðinn frægan með leiksýningunni Unglingurinn á vegum Gaflaraleikhússins en þeir bæðu skrifuðu verkið og léku í því. Arnór og Óli Gunnar eru frændur og er aðeins ár á milli þeirra félaga en Óli Gunnar er árinu yngri. „Arnór er á fyrsta ári í Versló en ég er að klára tíunda bekkinn,“ segir Óli Gunnar. „En ég stefni líka í Versló á næsta ári og vona að það gangi eftir. Um styrkveitinguna segir Óli Gunnar að þetta sé óneitanlega smá pressa en þó fyrst og fremst innblástur og hvatning. „Þetta tiltekna verkefni kom eiginlega þannig til að Bryndís Björgvinsdóttir hafði samband við okkur og kom með þessa hugmynd út frá leikritinu okkar. Þetta verður kannski dálítið sérstök bók sem kemur til með að vera í senn skáldsaga og sagan um okkur að rífast um hvernig bókin eigi að vera. Við erum þó ekki komnir langt með verkefnið þar sem við erum báðir í prófum en förum svo á fullt í sumar. Það hjálpar okkur líka hvað Unglingurinn gekk vel því það hefur gefið okkur sjálfstraust. Óli Gunnar ætlar sér að verða leikari í framtíðinni og telur að það sé nú ekki ólíklegt að Arnór ætli sér það líka þó að hann verði auðvitað að svara fyrir sig. Hann bendir líka á að það fari í raun mjög vel saman við ritstörfin. „Málið er að það er bara svo skemmtilegt að skapa og ef maður lendir kannski í þeirri stöðu að vera atvinnulaus leikari þá getur maður skapað sér vinnu með skrifunum. Í sumar erum við t.d. að fara að leika Unglinginn bæði í Póllandi og Kína og það er alveg rosalega spennandi og skemmtilegt dæmi sem við hlökkum mikið til.“
Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“