Verndum heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna Starfsfólk mæðraverndar skrifar 13. maí 2015 07:00 Nú hefur verkfall BHM staðið í fimm vikur og sér ekki fyrir endann á því. Við sem stöndum að mæðravernd í heilsugæslunni höfum af þessu verulegar og vaxandi áhyggjur. Verkfall ljósmæðra sem starfa á Kvennadeild LSH hefur orðið til þess að fresta hefur þurft ómskoðunum, framköllunum fæðinga og fyrirfram ákveðnum keisaraskurðum. Þetta veldur skjólstæðingum okkar óþægindum og áhyggjum. Ljósmæður í heilsugæslunni hafa hingað til aðeins farið í hálfsdags verkfall en fari þær í frekara verkfall versnar ástandið enn. Í verkfalli lífeindafræðinga hefur ekki verið skimað fyrir sýkingum í upphafi meðgöngu eins og venja er. Ekki hefur heldur verið skimað fyrir meðgöngusykursýki eða vanstarfsemi skjaldkirtils hjá konum í áhættuhópum en greining og meðferð þessara sjúkdóma snemma á meðgöngutíma geta komið í veg fyrir alvarleg áhrif þeirra á heilsu og þroska ófædda barnsins. Þessar skimanir eru brýnar fyrir heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna þeirra og eru einn af hornsteinum mæðraverndar. Afleiðingar þess að ekki er skimað fyrir ákveðnum sjúkdómum á meðgöngu geta verið ófyrirséðar og jafnvel valdið óafturkræfum skaða með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Á Íslandi hefur heilsufar barnshafandi kvenna og ungbarna verið með því besta sem þekkist í heiminum. Má í því sambandi benda á nýjustu skýrslu skýrslu “Save the Children” * en þar kemur fram að Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem best er að vera móðir. Það er afleitt að starfsfólk mæðraverndar í heilsugæslu geti ekki fylgt þeim klínísku tilmælum og verklagsreglum sem byggðar hafa verið upp á síðastliðnum árum og hafa m.a. stuðlað að því að árangur í mæðravernd er eins góður og raun ber vitni. Leggjum ekki heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna í hættu með því að draga verkfallið á langinn. Við skorum á deiluaðila að ná samningi sem fyrst. Glötum ekki þeim góða árangri í mæðravernd sem við höfum státað af hér á landi. *Skýrsla Save the Children 2015 Karitas Ívarsdóttir ljósmóðir Ósk Ingvarsdóttir fæðingalæknir Ragnheiður Bachmann ljósmóðir Ragnheiður I. Bjarnadóttir fæðingalæknirStarfsfólk mæðraverndar, ÞróunarsviðiHeilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur verkfall BHM staðið í fimm vikur og sér ekki fyrir endann á því. Við sem stöndum að mæðravernd í heilsugæslunni höfum af þessu verulegar og vaxandi áhyggjur. Verkfall ljósmæðra sem starfa á Kvennadeild LSH hefur orðið til þess að fresta hefur þurft ómskoðunum, framköllunum fæðinga og fyrirfram ákveðnum keisaraskurðum. Þetta veldur skjólstæðingum okkar óþægindum og áhyggjum. Ljósmæður í heilsugæslunni hafa hingað til aðeins farið í hálfsdags verkfall en fari þær í frekara verkfall versnar ástandið enn. Í verkfalli lífeindafræðinga hefur ekki verið skimað fyrir sýkingum í upphafi meðgöngu eins og venja er. Ekki hefur heldur verið skimað fyrir meðgöngusykursýki eða vanstarfsemi skjaldkirtils hjá konum í áhættuhópum en greining og meðferð þessara sjúkdóma snemma á meðgöngutíma geta komið í veg fyrir alvarleg áhrif þeirra á heilsu og þroska ófædda barnsins. Þessar skimanir eru brýnar fyrir heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna þeirra og eru einn af hornsteinum mæðraverndar. Afleiðingar þess að ekki er skimað fyrir ákveðnum sjúkdómum á meðgöngu geta verið ófyrirséðar og jafnvel valdið óafturkræfum skaða með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Á Íslandi hefur heilsufar barnshafandi kvenna og ungbarna verið með því besta sem þekkist í heiminum. Má í því sambandi benda á nýjustu skýrslu skýrslu “Save the Children” * en þar kemur fram að Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem best er að vera móðir. Það er afleitt að starfsfólk mæðraverndar í heilsugæslu geti ekki fylgt þeim klínísku tilmælum og verklagsreglum sem byggðar hafa verið upp á síðastliðnum árum og hafa m.a. stuðlað að því að árangur í mæðravernd er eins góður og raun ber vitni. Leggjum ekki heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna í hættu með því að draga verkfallið á langinn. Við skorum á deiluaðila að ná samningi sem fyrst. Glötum ekki þeim góða árangri í mæðravernd sem við höfum státað af hér á landi. *Skýrsla Save the Children 2015 Karitas Ívarsdóttir ljósmóðir Ósk Ingvarsdóttir fæðingalæknir Ragnheiður Bachmann ljósmóðir Ragnheiður I. Bjarnadóttir fæðingalæknirStarfsfólk mæðraverndar, ÞróunarsviðiHeilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar