Legið yfir tillögum á öllum vígstöðvum Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Umtalsverð harka er í kjaradeilum og verkfallsaðgerðir í gangi. Hér mæta Páll Halldórsson og félagar hans í BHM í Félagsdóm um helgina þar sem hluti aðgerða háskólamenntaðra var sleginn af. Fréttablaðið/Ernir kjaramál Fulltrúar nær allra stóru stéttarfélaganna sem í vinnudeilum eiga funduðu með viðsemjendum sínum í Karphúsinu í gær. „Við hittum ríkið og lögðum fram okkar viðbrögð við hluta af því sem það setti fram,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, en í röðum hans félagsmanna eru þeir sem lengst hafa verið í verkfalli, frá 7. apríl. Núna segir Páll að samninganefnd ríkisins fari yfir það sem BHM hafi haft fram að færa, án þess að fara nánar út í hvað fari mönnum á milli við samningaborðið. Hann neitar því þó ekki að enn beri heilmikið í milli deiluaðila. „En viðræður eru í það minnsta í gangi og það er meira en hefur verið hægt að segja um nokkurn tíma. Að því leytinu til eru fréttirnar jákvæðar.“ Páll segir hins vegar ekki í kortunum að lagt verði fram tilboð til allra stéttarfélaga, hvort heldur sem um er að ræða á opinbera eða almenna vinnumarkaðnum. „Það mun ekki leysa þetta starf. Þetta er svo mismunandi að ekki verður búin til nein lausn fyrir almenna og opinbera markaðinn, alla vega ekki fyrir okkur. Ég held að það sé bara of flókið mál.“ Næsti fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins segir Páll að sé boðaður á föstudag.Þá virðist hreyfing á viðræðum á almenna markaðnum, þótt að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar og talsmanns Flóabandalagsins, sé enn talsvert langt í land áður en kjarasamningar nást. Flóabandalagið og VR, ásamt LÍV (Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna) funduðu með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) í gærmorgun. Eftir þann fund sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, að hreyfing væri komin á mál. „Það er í sjálfu sér bara ánægjuefni að menn skuli vera sestir niður og taka þessa umræðu en ég held að menn eigi töluvert langt í land áður en menn hafa hér einhvern mótaðan kjarasamning á borðinu. Þetta eru eingöngu fyrstu skref sem menn eru að taka,“ segir Sigurður við fréttastofu í gær. Flóabandalagið leggist nú yfir útreikninga á þeim hugmyndum sem SA hafi haft fram að færa á fundinum. Þar til því sé lokið geti hann lítið tjáð sig um tillögurnar, en næsti fundur í deilunni er árdegis í dag.Drífa Snædal„Það er mjög lítið að frétta,“ sagði svo Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), eftir fund samninganefndar með SA síðdegis í gær. „Þetta voru mest vangaveltur og lítið sem hönd á festir.“ Hún segist telja að SA viðri svipaðar hugmyndir við SGS og Flóabandalagið. Ekki hafði verið settur tími fyrir næsta samningafund í deilunni og átti Drífa frekar von á að ríkissáttasemjari myndi boða til hans. Næstu verkfallsaðgerðir SGS eru boðaðar 19. og 20. þessa mánaðar. Verkfall 2016 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
kjaramál Fulltrúar nær allra stóru stéttarfélaganna sem í vinnudeilum eiga funduðu með viðsemjendum sínum í Karphúsinu í gær. „Við hittum ríkið og lögðum fram okkar viðbrögð við hluta af því sem það setti fram,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, en í röðum hans félagsmanna eru þeir sem lengst hafa verið í verkfalli, frá 7. apríl. Núna segir Páll að samninganefnd ríkisins fari yfir það sem BHM hafi haft fram að færa, án þess að fara nánar út í hvað fari mönnum á milli við samningaborðið. Hann neitar því þó ekki að enn beri heilmikið í milli deiluaðila. „En viðræður eru í það minnsta í gangi og það er meira en hefur verið hægt að segja um nokkurn tíma. Að því leytinu til eru fréttirnar jákvæðar.“ Páll segir hins vegar ekki í kortunum að lagt verði fram tilboð til allra stéttarfélaga, hvort heldur sem um er að ræða á opinbera eða almenna vinnumarkaðnum. „Það mun ekki leysa þetta starf. Þetta er svo mismunandi að ekki verður búin til nein lausn fyrir almenna og opinbera markaðinn, alla vega ekki fyrir okkur. Ég held að það sé bara of flókið mál.“ Næsti fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins segir Páll að sé boðaður á föstudag.Þá virðist hreyfing á viðræðum á almenna markaðnum, þótt að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar og talsmanns Flóabandalagsins, sé enn talsvert langt í land áður en kjarasamningar nást. Flóabandalagið og VR, ásamt LÍV (Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna) funduðu með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) í gærmorgun. Eftir þann fund sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, að hreyfing væri komin á mál. „Það er í sjálfu sér bara ánægjuefni að menn skuli vera sestir niður og taka þessa umræðu en ég held að menn eigi töluvert langt í land áður en menn hafa hér einhvern mótaðan kjarasamning á borðinu. Þetta eru eingöngu fyrstu skref sem menn eru að taka,“ segir Sigurður við fréttastofu í gær. Flóabandalagið leggist nú yfir útreikninga á þeim hugmyndum sem SA hafi haft fram að færa á fundinum. Þar til því sé lokið geti hann lítið tjáð sig um tillögurnar, en næsti fundur í deilunni er árdegis í dag.Drífa Snædal„Það er mjög lítið að frétta,“ sagði svo Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), eftir fund samninganefndar með SA síðdegis í gær. „Þetta voru mest vangaveltur og lítið sem hönd á festir.“ Hún segist telja að SA viðri svipaðar hugmyndir við SGS og Flóabandalagið. Ekki hafði verið settur tími fyrir næsta samningafund í deilunni og átti Drífa frekar von á að ríkissáttasemjari myndi boða til hans. Næstu verkfallsaðgerðir SGS eru boðaðar 19. og 20. þessa mánaðar.
Verkfall 2016 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira