Selja 160 tonn af lambakjöti til Asíu Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2015 00:01 SAH Fyrirtækið er í eigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis á Svalbarðseyri. Fréttablaðið/Pjetur SAH afurðir ehf. á Blönduósi hafa náð samningum við fyrirtæki í Hong Kong um sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70 þúsund gærum. Markmiðið er að senda kjötið og gærurnar úr landi fyrir maílok. Verkfall dýralækna gæti sett strik í reikninginn. Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH afurða, segir samninginn skipta miklu máli fyrir innlenda framleiðslu. „Allt í allt er þetta 21 gámur af lambakjöti og gærum. Samkomulagið snýr að sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70.000 gærum. Þessi samningur er mjög mikilvægur bæði fyrir SAH afurðir sem og aðra á innlendum markaði,“ segir Gunnar Tryggvi. SAH afurðir eru í meirihlutaeigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis. Að mati Gunnars Tryggva er verðið sem félagið fær fyrir afurðirnar gott og í samræmi við verð á innanlandsmarkaði. Virði samningsins, sem undirritaður var í Asíu í síðustu viku, er allt að fjögur hundruð milljónir króna.SAmningur handsalaður Gunnar Tryggvi Halldórsson og fulltrúi asíska fyrirtækisins eftir undirritun í síðustu viku. Fréttablaðið/aðsend mynd „Þetta minnkar spennu á innlendum markaði. Margir eiga bæði kjöt og gærur frá síðustu sláturtíð og því er þetta kærkomið fyrir alla aðila að finna erlenda markaði fyrir framleiðsluna sem tilbúnir eru að greiða gott verð fyrir afurðirnar,“ segir Gunnar Tryggvi. „Það er alveg ljóst að þetta er hagstæðasti samningur sem við höfum náð hjá SAH afurðum um útflutning á kjöti. Þarna erum við að selja kjöt út á sama verði og á innanlandsmarkað sem er nýlunda hvað útflutning á lambakjöti snertir.“ Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun gæti sett strik í reikninginn. Allur útflutningur á kjötafurðum verður að fara í gegnum stofnunina og dýralæknar þurfa að votta afurðir sem fara úr landi. Sú stétt hefur nú verið í verkfalli í yfir mánuð og skiptir miklu fyrir aðila á markaðnum að kjaradeilan leysist sem fyrst. „Við þurfum að geta sent út gærurnar sem fyrst og vonumst eftir því að geta sent allt út í þessum mánuði. Það sem gæti stöðvað það er verkfall dýralækna því það þarf hleðslustaðfestingu og vottorð frá dýralæknum Matvælastofnunar til þess að við getum flutt afurðirnar út. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að tryggja útflutning á afurðum sem þessum og hagur allra.“ Verkfall 2016 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
SAH afurðir ehf. á Blönduósi hafa náð samningum við fyrirtæki í Hong Kong um sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70 þúsund gærum. Markmiðið er að senda kjötið og gærurnar úr landi fyrir maílok. Verkfall dýralækna gæti sett strik í reikninginn. Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH afurða, segir samninginn skipta miklu máli fyrir innlenda framleiðslu. „Allt í allt er þetta 21 gámur af lambakjöti og gærum. Samkomulagið snýr að sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70.000 gærum. Þessi samningur er mjög mikilvægur bæði fyrir SAH afurðir sem og aðra á innlendum markaði,“ segir Gunnar Tryggvi. SAH afurðir eru í meirihlutaeigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis. Að mati Gunnars Tryggva er verðið sem félagið fær fyrir afurðirnar gott og í samræmi við verð á innanlandsmarkaði. Virði samningsins, sem undirritaður var í Asíu í síðustu viku, er allt að fjögur hundruð milljónir króna.SAmningur handsalaður Gunnar Tryggvi Halldórsson og fulltrúi asíska fyrirtækisins eftir undirritun í síðustu viku. Fréttablaðið/aðsend mynd „Þetta minnkar spennu á innlendum markaði. Margir eiga bæði kjöt og gærur frá síðustu sláturtíð og því er þetta kærkomið fyrir alla aðila að finna erlenda markaði fyrir framleiðsluna sem tilbúnir eru að greiða gott verð fyrir afurðirnar,“ segir Gunnar Tryggvi. „Það er alveg ljóst að þetta er hagstæðasti samningur sem við höfum náð hjá SAH afurðum um útflutning á kjöti. Þarna erum við að selja kjöt út á sama verði og á innanlandsmarkað sem er nýlunda hvað útflutning á lambakjöti snertir.“ Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun gæti sett strik í reikninginn. Allur útflutningur á kjötafurðum verður að fara í gegnum stofnunina og dýralæknar þurfa að votta afurðir sem fara úr landi. Sú stétt hefur nú verið í verkfalli í yfir mánuð og skiptir miklu fyrir aðila á markaðnum að kjaradeilan leysist sem fyrst. „Við þurfum að geta sent út gærurnar sem fyrst og vonumst eftir því að geta sent allt út í þessum mánuði. Það sem gæti stöðvað það er verkfall dýralækna því það þarf hleðslustaðfestingu og vottorð frá dýralæknum Matvælastofnunar til þess að við getum flutt afurðirnar út. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að tryggja útflutning á afurðum sem þessum og hagur allra.“
Verkfall 2016 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira