Einstaklingsfrelsi til hægri Frosti Logason skrifar 7. maí 2015 07:00 Glöggur bankastarfsmaður vakti í vikunni athygli á meintri vinstrislagsíðu í félagsfræðikennslu Fjölbrautaskólans í Ármúla. Birti hann skjáskot af námsefninu á Facebook-síðu sinni þar fjöldi þekktra hægri- og vinstrimanna tjáði sig svo í athugasemdum. Við myndina skrifar viðkomandi: „Glósur kennara í stjórnmálafræðikúrs í ónefndum framhaldsskóla! Gott að vita að börnunum eru kennd fræðin af hlutleysi og yfirvegun.“ Mér finnst svo sem ekkert skrýtið að einhverjum hægrimönnum hafi misboðið framsetningin, en á skjáskotinu mátti sjá glæru með grunngildum vinstrimanna stilltum upp á móti gildum hægrimanna. Fólki sem flokkað er til vinstri voru þarna eignuð hugtök eins og mannréttindi, félagshyggja og jafnrétti, á meðan hægrafólkið var látið sitja uppi með eignarréttinn, einstaklingshyggjuna og ójöfnuðinn. Vinstrið fyrir réttlætið, hægrið um óréttlætið, gæti hafa verið slagorð glærunnar. Alþjóðahyggja og trú á rökhyggju voru einnig mál vinstrimanna í þessu námsefni á meðan þjóðernishyggja og vantrú á rökhyggju voru eignaðar hægrinu. Sjálfur hef ég talið mig lengst af hallast frekar á hægrivæng stjórnmála en vinstri þar sem ég er til að mynda hlynntur öllu einkaframtaki og frábið mér alla forræðishyggju stjórnvalda í hvaða mynd sem hún kann að birtast. Sennilega yrði ég best flokkaður sem frjálshyggjumaður. Þó næ ég ekki að skilgreina mig í þann flokk hægrimanna sem birtist á umræddri glæru félagsfræðikennarans í Ármúla. En í því felst kannski einmitt vandamálið. Hægristefnan á Íslandi í dag á fátt skylt við einstaklingsfrelsið og í raun gera þeir flokkar sem teljast vera á hægrivæng stjórnmála á Íslandi í dag lítið til að gera mér auðveldara að haga lífi mínu eins og ég myndi kjósa. Fáir útvaldir vinir og vandamenn helstu stjórnmálaleiðtoga fá að kaupa félög í eigu ríkisins á spottprís eingöngu til þess að greiða sér hundruð milljóna í arð augnablikum síðar. Matvörur, klæðnaður og aðrar nauðsynjar að utan fást ekki nema á okurverði sökum tolla og skatta því eins og allir vita er nauðsynlegt að vernda þá miklu gæðavöru sem framleidd er hér á landi. Að lokum megum við svo vera þakklát fyrir trúfrelsið og rökhyggjuna sem fylgt hefur miðaldastofnunum á borð við þjóðkirkjuna. Þar er hornsteinninn auðvitað einstaklingsfrelsi. Guði sé lof fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun
Glöggur bankastarfsmaður vakti í vikunni athygli á meintri vinstrislagsíðu í félagsfræðikennslu Fjölbrautaskólans í Ármúla. Birti hann skjáskot af námsefninu á Facebook-síðu sinni þar fjöldi þekktra hægri- og vinstrimanna tjáði sig svo í athugasemdum. Við myndina skrifar viðkomandi: „Glósur kennara í stjórnmálafræðikúrs í ónefndum framhaldsskóla! Gott að vita að börnunum eru kennd fræðin af hlutleysi og yfirvegun.“ Mér finnst svo sem ekkert skrýtið að einhverjum hægrimönnum hafi misboðið framsetningin, en á skjáskotinu mátti sjá glæru með grunngildum vinstrimanna stilltum upp á móti gildum hægrimanna. Fólki sem flokkað er til vinstri voru þarna eignuð hugtök eins og mannréttindi, félagshyggja og jafnrétti, á meðan hægrafólkið var látið sitja uppi með eignarréttinn, einstaklingshyggjuna og ójöfnuðinn. Vinstrið fyrir réttlætið, hægrið um óréttlætið, gæti hafa verið slagorð glærunnar. Alþjóðahyggja og trú á rökhyggju voru einnig mál vinstrimanna í þessu námsefni á meðan þjóðernishyggja og vantrú á rökhyggju voru eignaðar hægrinu. Sjálfur hef ég talið mig lengst af hallast frekar á hægrivæng stjórnmála en vinstri þar sem ég er til að mynda hlynntur öllu einkaframtaki og frábið mér alla forræðishyggju stjórnvalda í hvaða mynd sem hún kann að birtast. Sennilega yrði ég best flokkaður sem frjálshyggjumaður. Þó næ ég ekki að skilgreina mig í þann flokk hægrimanna sem birtist á umræddri glæru félagsfræðikennarans í Ármúla. En í því felst kannski einmitt vandamálið. Hægristefnan á Íslandi í dag á fátt skylt við einstaklingsfrelsið og í raun gera þeir flokkar sem teljast vera á hægrivæng stjórnmála á Íslandi í dag lítið til að gera mér auðveldara að haga lífi mínu eins og ég myndi kjósa. Fáir útvaldir vinir og vandamenn helstu stjórnmálaleiðtoga fá að kaupa félög í eigu ríkisins á spottprís eingöngu til þess að greiða sér hundruð milljóna í arð augnablikum síðar. Matvörur, klæðnaður og aðrar nauðsynjar að utan fást ekki nema á okurverði sökum tolla og skatta því eins og allir vita er nauðsynlegt að vernda þá miklu gæðavöru sem framleidd er hér á landi. Að lokum megum við svo vera þakklát fyrir trúfrelsið og rökhyggjuna sem fylgt hefur miðaldastofnunum á borð við þjóðkirkjuna. Þar er hornsteinninn auðvitað einstaklingsfrelsi. Guði sé lof fyrir það.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun