Eignarréttarfyrirvarinn og makrílfrumvarpið Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl og virðist veigamesti tilgangur frumvarpsins að koma á skipulagi við stjórn makrílveiða sem líkist um margt meginreglum aflamarkskerfisins. Sá munur er þó á fyrirliggjandi frumvarpi og meginreglum „kvótakerfisins“ að aflahlutdeildir í makríl eiga að vera tímabundnar en að mínu mati er auðsýnt að réttindi sem eru ótímabundin samkvæmt lögum, veiti betri tryggingu en réttindi sem búið er að binda fastmælum um að hægt sé að fella niður með sex ára umþóttunartíma. Með öðrum orðum, samkvæmt fyrirliggjandi lagafrumvarpi á að búa til sérstakar aflahlutdeildir í makríl sem hafa lakari eiginleika en aflahlutdeildir í öðrum tegundum nytjastofna. Stjórn makrílveiða og umdeilt lagafrumvarp Frá árinu 2009 hefur stjórn makrílveiða stuðst við umdeilanlegan lagagrundvöll og er helsta ástæða þessa sú að makríll er deilistofn en af því leiðir að 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands nr. 151/1996, um úthlutun aflahlutdeilda, á við um stjórn veiðanna, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 átti téð lagaákvæði að gilda um stjórn makrílveiða í síðasta lagi á vertíðinni 2011. Þar sem stjórnvöld hafa ekki stjórnað makrílveiðum samkvæmt nefndri lagagrein, heldur reist hana á öðrum lagagrundvelli, er a.m.k. umdeilanlegt að stjórnvöld geti haldið áfram að stjórna makrílveiðum með þeim hætti. Það getur því vart verið vafa undirorpið að nauðsynlegt sé að fara eftir fyrirmælum áðurnefndrar 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða setja sérlög um efnið. Þrátt fyrir áðurrakta forsögu er fyrirliggjandi frumvarp um stjórn makrílveiða umdeilt. Í ljósi þeirra hagsmuna sem um er að tefla er það eðlilegt í lýðræðisríki. Eigi að síður er mikilvægt að framsetning upplýsinga um þetta efni byggi á traustum grundvelli, þ.m.t. frá lagalegum sjónarhóli. Makrílfrumvarpið og eignarréttarfyrirvarinn Skúli Magnússon lögfræðingur birti grein í Fréttablaðinu 6. maí síðastliðinn þar sem fram kom sú skoðun hans að ekki verði annað ráðið en að í fyrirliggjandi makrílfrumvarpi verði úthlutun kvóta í makríl ekki háð þeim eignarréttarfyrirvörum sem fram koma í 3. ml. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og 2. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þessu er ég ósammála. Vissulega er það rétt sem fram kemur í grein Skúla að 3. gr. makrílfrumvarpsins mælir fyrir um sérstaka tímabindingu aflahlutdeilda í makríl en það ákvæði frumvarpsins er ekki í andstöðu við áðurnefnda eignarréttarfyrirvara laga um stjórn fiskveiða og laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þvert á móti, leiðir það af 1. gr. makrílfrumvarpsins, að fyrirvararnir gilda fullum fetum. Lokaorð Með þessu greinarkorni tek ég ekki afstöðu til efnislegra verðleika makrílfrumvarpsins, það er annarra að meta kosti þess og galla. Á hinn bóginn er ljóst að full ástæða er til að huga að setningu sérlaga um veiðarnar. Jafnframt tel ég að lagafrumvarpið, verði það óbreytt að lögum, tryggi með fullnægjandi hætti að áðurraktir eignarréttarfyrirvarar hafa gildi við stjórn makrílveiða. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl og virðist veigamesti tilgangur frumvarpsins að koma á skipulagi við stjórn makrílveiða sem líkist um margt meginreglum aflamarkskerfisins. Sá munur er þó á fyrirliggjandi frumvarpi og meginreglum „kvótakerfisins“ að aflahlutdeildir í makríl eiga að vera tímabundnar en að mínu mati er auðsýnt að réttindi sem eru ótímabundin samkvæmt lögum, veiti betri tryggingu en réttindi sem búið er að binda fastmælum um að hægt sé að fella niður með sex ára umþóttunartíma. Með öðrum orðum, samkvæmt fyrirliggjandi lagafrumvarpi á að búa til sérstakar aflahlutdeildir í makríl sem hafa lakari eiginleika en aflahlutdeildir í öðrum tegundum nytjastofna. Stjórn makrílveiða og umdeilt lagafrumvarp Frá árinu 2009 hefur stjórn makrílveiða stuðst við umdeilanlegan lagagrundvöll og er helsta ástæða þessa sú að makríll er deilistofn en af því leiðir að 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands nr. 151/1996, um úthlutun aflahlutdeilda, á við um stjórn veiðanna, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 átti téð lagaákvæði að gilda um stjórn makrílveiða í síðasta lagi á vertíðinni 2011. Þar sem stjórnvöld hafa ekki stjórnað makrílveiðum samkvæmt nefndri lagagrein, heldur reist hana á öðrum lagagrundvelli, er a.m.k. umdeilanlegt að stjórnvöld geti haldið áfram að stjórna makrílveiðum með þeim hætti. Það getur því vart verið vafa undirorpið að nauðsynlegt sé að fara eftir fyrirmælum áðurnefndrar 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða setja sérlög um efnið. Þrátt fyrir áðurrakta forsögu er fyrirliggjandi frumvarp um stjórn makrílveiða umdeilt. Í ljósi þeirra hagsmuna sem um er að tefla er það eðlilegt í lýðræðisríki. Eigi að síður er mikilvægt að framsetning upplýsinga um þetta efni byggi á traustum grundvelli, þ.m.t. frá lagalegum sjónarhóli. Makrílfrumvarpið og eignarréttarfyrirvarinn Skúli Magnússon lögfræðingur birti grein í Fréttablaðinu 6. maí síðastliðinn þar sem fram kom sú skoðun hans að ekki verði annað ráðið en að í fyrirliggjandi makrílfrumvarpi verði úthlutun kvóta í makríl ekki háð þeim eignarréttarfyrirvörum sem fram koma í 3. ml. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og 2. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þessu er ég ósammála. Vissulega er það rétt sem fram kemur í grein Skúla að 3. gr. makrílfrumvarpsins mælir fyrir um sérstaka tímabindingu aflahlutdeilda í makríl en það ákvæði frumvarpsins er ekki í andstöðu við áðurnefnda eignarréttarfyrirvara laga um stjórn fiskveiða og laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þvert á móti, leiðir það af 1. gr. makrílfrumvarpsins, að fyrirvararnir gilda fullum fetum. Lokaorð Með þessu greinarkorni tek ég ekki afstöðu til efnislegra verðleika makrílfrumvarpsins, það er annarra að meta kosti þess og galla. Á hinn bóginn er ljóst að full ástæða er til að huga að setningu sérlaga um veiðarnar. Jafnframt tel ég að lagafrumvarpið, verði það óbreytt að lögum, tryggi með fullnægjandi hætti að áðurraktir eignarréttarfyrirvarar hafa gildi við stjórn makrílveiða. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun