Bjóða í leikhús Magnús Guðmundsson skrifar 6. maí 2015 10:00 Tilgátumynd af Hallgrími ungum eftir Sigurbjörgu A. Eiðsdóttur. Stoppleikhópurinn hefur í vetur farið víða um landið við góðar undirtektir en nú er komið að síðustu sýningu á „Upp, upp“ – Æskusaga Hallgríms Péturssonar og segir Eggert Kaaber leikari og einn af forsvarsmönnum hópsins að upphaflegt tilefni verksins hafi verið 400 ára afmæli Hallgríms. „Leikritið segir æskusögu Hallgríms Péturssonar og er að stærstum hluta byggt á bókinni Heimanfylgju eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem öðrum fremur hefur gert Hallgrími Péturssyni og konu hans, Guðríði Símonardóttur, skil í verkum sínum.“ Leikarar í sýningunni eru auk Eggerts þau Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð en sá síðastnefndi er einnig höfundur handrits og leikstjóri. Eggert segir verkið sniðið að ungum áhorfendum og miða að því að veita börnum og unglingum innsýn í lífsbaráttu Íslendinga á 17. öld og hvaða merkingu það hafði fyrir ungan dreng eins og Hallgrím Pétursson að alast upp í Skagafirði á þeim tíma. „Hvaða áhrif hafði það á hann að dvelja á biskupssetrinu að Hólum í Hjaltadal og ganga í skóla á æðsta menntasetri landsins og kynnast því merka fólki sem þar bjó? Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdrabrennur og Tyrkjaránið settu svip sinn á uppvöxt þessa mesta stórskálds þjóðarinnar. Þetta er mikið að melta fyrir þá sem eru á unglingsárum í dag. Krökkunum finnst einnig gaman að sjá og heyra að Hallgrímur þótti vera baldinn og hrekkjóttur þegar hann var á þeirra aldri, en við fylgjum honum fram til þess tíma sem hann heldur til Danmerkur í nám. Þess má geta að Stoppleikhúsið, sem samanstendur alfarið af atvinnuleikurum, er tuttugu ára um þessar mundir. Á þessum tuttugu árum höfum við sett upp 25 íslensk leikverk og við erum stolt af þessum árangri. Okkur finnst því sérstaklega skemmtilegt að geta boðið fólki í leikhúsið í kvöld því það er enginn aðgangseyrir. Hins vegar hvetjum við fólk til þess að panta sér miða í síma 898-7205 svo það komi ekki að yfirfullu húsi í Gerðubergi í kvöld og þurfi frá að hverfa því það verður aðeins þessi eina sýning.“ Menning Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Stoppleikhópurinn hefur í vetur farið víða um landið við góðar undirtektir en nú er komið að síðustu sýningu á „Upp, upp“ – Æskusaga Hallgríms Péturssonar og segir Eggert Kaaber leikari og einn af forsvarsmönnum hópsins að upphaflegt tilefni verksins hafi verið 400 ára afmæli Hallgríms. „Leikritið segir æskusögu Hallgríms Péturssonar og er að stærstum hluta byggt á bókinni Heimanfylgju eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem öðrum fremur hefur gert Hallgrími Péturssyni og konu hans, Guðríði Símonardóttur, skil í verkum sínum.“ Leikarar í sýningunni eru auk Eggerts þau Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð en sá síðastnefndi er einnig höfundur handrits og leikstjóri. Eggert segir verkið sniðið að ungum áhorfendum og miða að því að veita börnum og unglingum innsýn í lífsbaráttu Íslendinga á 17. öld og hvaða merkingu það hafði fyrir ungan dreng eins og Hallgrím Pétursson að alast upp í Skagafirði á þeim tíma. „Hvaða áhrif hafði það á hann að dvelja á biskupssetrinu að Hólum í Hjaltadal og ganga í skóla á æðsta menntasetri landsins og kynnast því merka fólki sem þar bjó? Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdrabrennur og Tyrkjaránið settu svip sinn á uppvöxt þessa mesta stórskálds þjóðarinnar. Þetta er mikið að melta fyrir þá sem eru á unglingsárum í dag. Krökkunum finnst einnig gaman að sjá og heyra að Hallgrímur þótti vera baldinn og hrekkjóttur þegar hann var á þeirra aldri, en við fylgjum honum fram til þess tíma sem hann heldur til Danmerkur í nám. Þess má geta að Stoppleikhúsið, sem samanstendur alfarið af atvinnuleikurum, er tuttugu ára um þessar mundir. Á þessum tuttugu árum höfum við sett upp 25 íslensk leikverk og við erum stolt af þessum árangri. Okkur finnst því sérstaklega skemmtilegt að geta boðið fólki í leikhúsið í kvöld því það er enginn aðgangseyrir. Hins vegar hvetjum við fólk til þess að panta sér miða í síma 898-7205 svo það komi ekki að yfirfullu húsi í Gerðubergi í kvöld og þurfi frá að hverfa því það verður aðeins þessi eina sýning.“
Menning Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“