Frelsið er yndislegt Frosti Logason skrifar 9. apríl 2015 07:00 Ég er einn af þeim sem hafa alltaf verið frekar vísindalega þenkjandi um leið og ég hef ekki átt mikla samleið með hugmyndum sem byggjast á blindri trú á hið yfirnáttúrulega. Það hefur þó ekki þýtt að ég afneiti öllum andlegum málum enda er það mín skoðun að slík mál heyri fyrst og fremst undir leikfimi hugans og falli því síður undir kreddukenndar hugmyndir rykfallinna trúarbragða. Lengi vel hef ég verið áhugasamur um margs konar austrænar hugleiðsluaðferðir og hugmyndir án þess þó að hafa kynnt mér hvernig þær í raun og veru virka og hvað þær hafa upp á að bjóða. Þó hef ég sótt reglulega hugleiðslufundi og meira að segja tekið þátt í einni hugleiðsluhelgi. Þá var ég lokaður af á afviknum stað úti í sveit ásamt áhugaverðum hópi fólks sem skartaði misjafnlega miklu af slöngulokkakrullum, kyrjaði möntrur og slafraði í sig alls kyns grænmetisréttum í öll mál. Það var áhugavert. En vandamál mitt lengst framan var að ég gaf mér alltaf kolrangar forsendur fyrir því hvað það í raun og veru er að stunda hugleiðslu. Ég gerði mér grein fyrir að best væri að sitja með beint bakið, krossleggja lappirnar og fylgjast svo með andardrættinum dragast inn og út þangað til andinn helltist yfir mig og ég yrði eins og góð íslensk pylsa. Einn með öllu. En þá hófst miskilningurinn. Ég fór nefnilega að hugleiða allt milli himins og jarðar. Hvað ætti að vera í matinn í kvöld, af hverju Sigmundur Davíð og Hanna Birna væru með vinsælli Facebook-síður en X-ið 977 eða hvers konar bjánar það væru sem sáu eitthvað kynferðislegt út úr Free the Nipple-átakinu. Nýverið var mér svo loksins bent á að hugleiðsla gengur ekki út á að hugleiða hlutina heldur hið gagnstæða. Hugleiðsla þegar hún heppnast vel kúplar mig út úr því hugsanaflóði sem ég er að drukkna í á degi hverjum, frá morgni til kvölds. Hugsunum sem ef væri útvarpað á meðal almennings kæmu mér hæglega inn á lokaða stofnun og lyklinum hent á eftir. Þessi uppgötvun færði mér langþráð frelsi og það er innan seilingar fyrir alla. Væmið, en yndislegt ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun
Ég er einn af þeim sem hafa alltaf verið frekar vísindalega þenkjandi um leið og ég hef ekki átt mikla samleið með hugmyndum sem byggjast á blindri trú á hið yfirnáttúrulega. Það hefur þó ekki þýtt að ég afneiti öllum andlegum málum enda er það mín skoðun að slík mál heyri fyrst og fremst undir leikfimi hugans og falli því síður undir kreddukenndar hugmyndir rykfallinna trúarbragða. Lengi vel hef ég verið áhugasamur um margs konar austrænar hugleiðsluaðferðir og hugmyndir án þess þó að hafa kynnt mér hvernig þær í raun og veru virka og hvað þær hafa upp á að bjóða. Þó hef ég sótt reglulega hugleiðslufundi og meira að segja tekið þátt í einni hugleiðsluhelgi. Þá var ég lokaður af á afviknum stað úti í sveit ásamt áhugaverðum hópi fólks sem skartaði misjafnlega miklu af slöngulokkakrullum, kyrjaði möntrur og slafraði í sig alls kyns grænmetisréttum í öll mál. Það var áhugavert. En vandamál mitt lengst framan var að ég gaf mér alltaf kolrangar forsendur fyrir því hvað það í raun og veru er að stunda hugleiðslu. Ég gerði mér grein fyrir að best væri að sitja með beint bakið, krossleggja lappirnar og fylgjast svo með andardrættinum dragast inn og út þangað til andinn helltist yfir mig og ég yrði eins og góð íslensk pylsa. Einn með öllu. En þá hófst miskilningurinn. Ég fór nefnilega að hugleiða allt milli himins og jarðar. Hvað ætti að vera í matinn í kvöld, af hverju Sigmundur Davíð og Hanna Birna væru með vinsælli Facebook-síður en X-ið 977 eða hvers konar bjánar það væru sem sáu eitthvað kynferðislegt út úr Free the Nipple-átakinu. Nýverið var mér svo loksins bent á að hugleiðsla gengur ekki út á að hugleiða hlutina heldur hið gagnstæða. Hugleiðsla þegar hún heppnast vel kúplar mig út úr því hugsanaflóði sem ég er að drukkna í á degi hverjum, frá morgni til kvölds. Hugsunum sem ef væri útvarpað á meðal almennings kæmu mér hæglega inn á lokaða stofnun og lyklinum hent á eftir. Þessi uppgötvun færði mér langþráð frelsi og það er innan seilingar fyrir alla. Væmið, en yndislegt ekki satt?
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun