Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu II: Hver er reynslan? Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 12:00 Nýlega skrifaði ég grein um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem ég rakti hinar ýmsu afleiðingar einkavæðingar fyrir skattgreiðendur, sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Í stuttu máli má segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé dýrara, verra og ójafnara en opinbert heilbrigðiskerfi - og að einkavætt heilbrigðiskerfi hafi þann eina „kost“ að skapa gróða fyrir eigendur hina einkavæddu stofnana. Í ljósi þess að enn þráast sumir heitir hægrimenn við að reyna að réttlæta einkavæðingu heilbrigðisstofnana er ekki úr vegi að skoða aðeins betur eitt tiltekið dæmi um einkavæðingu á undanförnum árum - einkavæðinguna í Svíþjóð á undanförnum áratug eða svo, undir forystu sænska hægriflokksins sem þar var við völd þar til nýlega.Starfsfólki sagt upp Eitt af því fyrsta sem gerðist í Svíþjóð eftir að einkavæðingin fór á fullt var að einkareknar stofnanir ákváðu að „hagræða“ (les: skera niður) til að ná fram hámarks gróða fyrir eigendur sína, sem fólst fyrst og fremst í því að segja upp almennu starfsfólki í stórum stíl. Hluti af þessu starfsfólki var svo leigt aftur inn í einkavæddu heilbrigðisstofnanirnar í gegnum sérstök fyrirtæki sem sérhæfa sig í að leigja út starfsfólk til ýmissa verkefna. Þannig losnuðu einkavæddu stofnanirnar við að bera ábyrgð á starfsfólki sínu, sem missti mörg af þeim réttindum sem opinberir starfsmenn njóta. Nú var hægt að reka starfsfólk alveg eins og eigendum einkavæddu stofnananna hentaði án þess að verkalýðsfélögin fengju rönd við reist. Þessi þróun náði að vísu ekki til yfirmanna hinna einkavæddu stofnana, sem fjölgaði ört og hækkuðu um leið myndarlega í launum.Gróðinn sendur úr landi Einkavæddu stofnanirnar náðu vissulega umtalsverðum árangri í niðurskurði sínum, þótt hann hafi að vísu bitnað allverulega á þjónustunni sem veitt var. En hvert fór þá gróðinn af niðurskurðinum? Hvert fór mismunurinn á því að sem skattgreiðendur greiddu áður til heilbrigðisþjónustunnar og því sem þeir greiddu eftir einkavæðinguna? Hann fór að sjálfsögðu þráðbeint til eigenda þessara stofnana, sem fjárfest höfðu í einkavæddum heilbrigðisstofnunum í þeirri von að taka út úr rekstrinum myndarlegan arð. Allt var þetta í fyrirséð því það er auðvitað tilgangur og yfirlýst markmið einkafyrirtækja að skila hagnaði til eigenda sinna. Fljótlega kom þó í ljós dálítið sem ekki var jafn fyrirséð: Eigendur hinna nýju einkavæddu heilbrigðisstofnana létu sér ekki nægja að taka gróðann út úr rekstrinum, heldur komu þeir sér undan því að greiða skatta með því að senda hagnaðinn beint í skattaskjól. Til þessa voru notaðar aðferðir á borð við að láta fjárfestingafyrirtæki í skattaskjólum „lána“ dótturfyrirtækjum sínum í Svíþjóð á háum vöxtum til að hagnaðurinn yrði ekki skattskyldur í Svíþjóð. Með þessu móti tókst fimm stærstu einkavæddu velferðarfyrirtækjum Svíþjóðar að greiða aðeins rétt rúmlega 2% skatt af hagnaði sínum, eins og afhjúpað var í dagblaðinu Dagens Nyheter.Sænska einkavæðingin er víti til varnaðar Hægrimenn hafa gjarnan tekið Svíþjóð sem dæmi um sérlega vel heppnaða einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja jafnvel að við tökum okkur sænsku einkavæðinguna til fyrirmyndar. Þetta er undarlegt í ljósi þess hve misheppnuð sænska einkavæðingin var og er í raun og veru, en líka hjákátlegt í ljósi þess að sænska þjóðin kaus þessa stefnu burt með afgerandi hætti síðastliðið haust. Segja má að ekkert mál hafi skipað jafn stóran sess í sænsku kosningabaráttunni og einmitt gróðavæðing heilbrigðiskerfisins, og að það hafi í raun orðið sænsku hægristjórninni að falli. Nú bendir margt til þess að íslenska hægristjórnin ætli sér að lauma inn aukinni einkavæðingu án þess að fram fari opin og hreinskiptin umræða í samfélaginu.Það má ekki gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði ég grein um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem ég rakti hinar ýmsu afleiðingar einkavæðingar fyrir skattgreiðendur, sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Í stuttu máli má segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé dýrara, verra og ójafnara en opinbert heilbrigðiskerfi - og að einkavætt heilbrigðiskerfi hafi þann eina „kost“ að skapa gróða fyrir eigendur hina einkavæddu stofnana. Í ljósi þess að enn þráast sumir heitir hægrimenn við að reyna að réttlæta einkavæðingu heilbrigðisstofnana er ekki úr vegi að skoða aðeins betur eitt tiltekið dæmi um einkavæðingu á undanförnum árum - einkavæðinguna í Svíþjóð á undanförnum áratug eða svo, undir forystu sænska hægriflokksins sem þar var við völd þar til nýlega.Starfsfólki sagt upp Eitt af því fyrsta sem gerðist í Svíþjóð eftir að einkavæðingin fór á fullt var að einkareknar stofnanir ákváðu að „hagræða“ (les: skera niður) til að ná fram hámarks gróða fyrir eigendur sína, sem fólst fyrst og fremst í því að segja upp almennu starfsfólki í stórum stíl. Hluti af þessu starfsfólki var svo leigt aftur inn í einkavæddu heilbrigðisstofnanirnar í gegnum sérstök fyrirtæki sem sérhæfa sig í að leigja út starfsfólk til ýmissa verkefna. Þannig losnuðu einkavæddu stofnanirnar við að bera ábyrgð á starfsfólki sínu, sem missti mörg af þeim réttindum sem opinberir starfsmenn njóta. Nú var hægt að reka starfsfólk alveg eins og eigendum einkavæddu stofnananna hentaði án þess að verkalýðsfélögin fengju rönd við reist. Þessi þróun náði að vísu ekki til yfirmanna hinna einkavæddu stofnana, sem fjölgaði ört og hækkuðu um leið myndarlega í launum.Gróðinn sendur úr landi Einkavæddu stofnanirnar náðu vissulega umtalsverðum árangri í niðurskurði sínum, þótt hann hafi að vísu bitnað allverulega á þjónustunni sem veitt var. En hvert fór þá gróðinn af niðurskurðinum? Hvert fór mismunurinn á því að sem skattgreiðendur greiddu áður til heilbrigðisþjónustunnar og því sem þeir greiddu eftir einkavæðinguna? Hann fór að sjálfsögðu þráðbeint til eigenda þessara stofnana, sem fjárfest höfðu í einkavæddum heilbrigðisstofnunum í þeirri von að taka út úr rekstrinum myndarlegan arð. Allt var þetta í fyrirséð því það er auðvitað tilgangur og yfirlýst markmið einkafyrirtækja að skila hagnaði til eigenda sinna. Fljótlega kom þó í ljós dálítið sem ekki var jafn fyrirséð: Eigendur hinna nýju einkavæddu heilbrigðisstofnana létu sér ekki nægja að taka gróðann út úr rekstrinum, heldur komu þeir sér undan því að greiða skatta með því að senda hagnaðinn beint í skattaskjól. Til þessa voru notaðar aðferðir á borð við að láta fjárfestingafyrirtæki í skattaskjólum „lána“ dótturfyrirtækjum sínum í Svíþjóð á háum vöxtum til að hagnaðurinn yrði ekki skattskyldur í Svíþjóð. Með þessu móti tókst fimm stærstu einkavæddu velferðarfyrirtækjum Svíþjóðar að greiða aðeins rétt rúmlega 2% skatt af hagnaði sínum, eins og afhjúpað var í dagblaðinu Dagens Nyheter.Sænska einkavæðingin er víti til varnaðar Hægrimenn hafa gjarnan tekið Svíþjóð sem dæmi um sérlega vel heppnaða einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja jafnvel að við tökum okkur sænsku einkavæðinguna til fyrirmyndar. Þetta er undarlegt í ljósi þess hve misheppnuð sænska einkavæðingin var og er í raun og veru, en líka hjákátlegt í ljósi þess að sænska þjóðin kaus þessa stefnu burt með afgerandi hætti síðastliðið haust. Segja má að ekkert mál hafi skipað jafn stóran sess í sænsku kosningabaráttunni og einmitt gróðavæðing heilbrigðiskerfisins, og að það hafi í raun orðið sænsku hægristjórninni að falli. Nú bendir margt til þess að íslenska hægristjórnin ætli sér að lauma inn aukinni einkavæðingu án þess að fram fari opin og hreinskiptin umræða í samfélaginu.Það má ekki gerast.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun