Biðin reynist erfiðust fyrir hælisleitendur viktoría hermannsdóttir skrifar 29. janúar 2015 07:00 Hælisleitendurnir sem rætt var við í rannsókninni upplifðu mikið vonleysi og valdleysi yfir eigin lífi. Fréttablaðið/Vilhelm Hælisleitendum á Íslandi finnst erfiðast að bíða í óvissu og iðjuleysi eftir svörum um það hvort þeir fái landvistarleyfi hérlendis. Þetta kemur fram í meistararitgerð Lilju Ingvarsson iðjuþjálfa um heilsu og aðstæður hælisleitenda. Í rannsókninni talaði hún við sex hælisleitendur, allt karlmenn sem voru hér á landir einir. Þeir voru á aldrinum 23 til 38 ára, frá Íran, Írak og Afganistan og höfðu verið hér í 6 til 30 mánuði. Auk þess talaði hún við þrjá einstaklinga sem starfað höfðu með hælisleitendum til þess að fá dýpri innsýn í heim þeirra. „Það voru fjögur meginþemu sem komu í ljós í rannsókninni sem lýstu reynslu hælisleitenda og búsetu, tækifærum til þátttöku, upplifun valdleysis og framtíðarsýn,“ segir Lilja.LILJA INGVARSSON (ERNIR)Þátttakendur bjuggu ýmist á Fit hosteli í Reykjanesbæ, í íbúð á vegum Reykjanesbæjar eða í Reykjavík. Þeir sem bjuggu í Reykjavík höfðu það betra en þeir sem bjuggu í Reykjanesbæ. Aðstaðan á Fit hosteli var mjög slæm að þeirra sögn. Einn þeirra fór til að mynda aldrei í sturtu þar heldur fór frekar í sund þar sem aðstaðan á hostelinu var svo slæm. Einnig upplifðu þeir sig meira utanveltu í Reykjanesbæ þar sem þeim fannst þeir skera sig meira úr en í Reykjavík þar sem þeir féllu betur inn í fjöldann. „Biðin reyndist þeim erfiðust,“ segir Lilja. Meðan á bið stendur fá hælisleitendur ekki atvinnuleyfi og segir Lilja að iðjuleysið reynist þeim einnig mjög erfitt. „Þeir töluðu allir um það að þeir hefðu ekkert að gera. Þeir vildu vinna og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeim fannst þetta taka allt of langan tíma og töluðu um hvað það væri dýrt fyrir íslenskt samfélag að þeir mættu ekki vinna. Þeir reyndu samt að drepa tímann á ýmsan hátt, fóru í sund og voru í tvo til þrjá tíma, fóru í langa göngutúra og elduðu mat sem tók langan tíma að útbúa. En það var ekki iðja sem var þeim mikilvæg, þeir vildu koma að gagni,“ segir hún. Það er þeim einnig þungbært að hafa ekki stjórn á eigin lífi. „Þeir töluðu um að þetta væri ekkert líf. Þeim fannst tíminn líða frá sér og upplifðu mikið valdleysi. Þeim fannst erfitt að vera þiggjendur á húsnæði, fæði og vasapeninga.“ Hælisleitendurnir áttu einnig erfitt með að hugsa til framtíðar þar sem þeir vissu ekki hvað tæki við og hvort þeir fengju að vera á Íslandi. „Þeir óskuðu sér allir að samlagast íslensku samfélagi. Þeir vildu læra íslensku en höfðu efasemdir um gagnsemi þess ef þeir yrðu sendir úr landi. Einn þeirra sagði við mig að hann ætti sér engan draum núna því hann vissi ekki hvað framtíðin bæri í skauti sér, 23 ára gamall.“ Niðurstöður rannsóknar Lilju eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á sömu málefnum. Hún segir mikilvægt að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna til að koma í veg fyrir heilsuspillandi áhrif af völdum langrar biðar í óvissu. Einnig þurfi að gefa gaum að búsetuformi og stuðla að tækifærum til þátttöku í iðju við hæfi, meðal annars atvinnu. Fréttaskýringar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Hælisleitendum á Íslandi finnst erfiðast að bíða í óvissu og iðjuleysi eftir svörum um það hvort þeir fái landvistarleyfi hérlendis. Þetta kemur fram í meistararitgerð Lilju Ingvarsson iðjuþjálfa um heilsu og aðstæður hælisleitenda. Í rannsókninni talaði hún við sex hælisleitendur, allt karlmenn sem voru hér á landir einir. Þeir voru á aldrinum 23 til 38 ára, frá Íran, Írak og Afganistan og höfðu verið hér í 6 til 30 mánuði. Auk þess talaði hún við þrjá einstaklinga sem starfað höfðu með hælisleitendum til þess að fá dýpri innsýn í heim þeirra. „Það voru fjögur meginþemu sem komu í ljós í rannsókninni sem lýstu reynslu hælisleitenda og búsetu, tækifærum til þátttöku, upplifun valdleysis og framtíðarsýn,“ segir Lilja.LILJA INGVARSSON (ERNIR)Þátttakendur bjuggu ýmist á Fit hosteli í Reykjanesbæ, í íbúð á vegum Reykjanesbæjar eða í Reykjavík. Þeir sem bjuggu í Reykjavík höfðu það betra en þeir sem bjuggu í Reykjanesbæ. Aðstaðan á Fit hosteli var mjög slæm að þeirra sögn. Einn þeirra fór til að mynda aldrei í sturtu þar heldur fór frekar í sund þar sem aðstaðan á hostelinu var svo slæm. Einnig upplifðu þeir sig meira utanveltu í Reykjanesbæ þar sem þeim fannst þeir skera sig meira úr en í Reykjavík þar sem þeir féllu betur inn í fjöldann. „Biðin reyndist þeim erfiðust,“ segir Lilja. Meðan á bið stendur fá hælisleitendur ekki atvinnuleyfi og segir Lilja að iðjuleysið reynist þeim einnig mjög erfitt. „Þeir töluðu allir um það að þeir hefðu ekkert að gera. Þeir vildu vinna og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeim fannst þetta taka allt of langan tíma og töluðu um hvað það væri dýrt fyrir íslenskt samfélag að þeir mættu ekki vinna. Þeir reyndu samt að drepa tímann á ýmsan hátt, fóru í sund og voru í tvo til þrjá tíma, fóru í langa göngutúra og elduðu mat sem tók langan tíma að útbúa. En það var ekki iðja sem var þeim mikilvæg, þeir vildu koma að gagni,“ segir hún. Það er þeim einnig þungbært að hafa ekki stjórn á eigin lífi. „Þeir töluðu um að þetta væri ekkert líf. Þeim fannst tíminn líða frá sér og upplifðu mikið valdleysi. Þeim fannst erfitt að vera þiggjendur á húsnæði, fæði og vasapeninga.“ Hælisleitendurnir áttu einnig erfitt með að hugsa til framtíðar þar sem þeir vissu ekki hvað tæki við og hvort þeir fengju að vera á Íslandi. „Þeir óskuðu sér allir að samlagast íslensku samfélagi. Þeir vildu læra íslensku en höfðu efasemdir um gagnsemi þess ef þeir yrðu sendir úr landi. Einn þeirra sagði við mig að hann ætti sér engan draum núna því hann vissi ekki hvað framtíðin bæri í skauti sér, 23 ára gamall.“ Niðurstöður rannsóknar Lilju eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á sömu málefnum. Hún segir mikilvægt að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna til að koma í veg fyrir heilsuspillandi áhrif af völdum langrar biðar í óvissu. Einnig þurfi að gefa gaum að búsetuformi og stuðla að tækifærum til þátttöku í iðju við hæfi, meðal annars atvinnu.
Fréttaskýringar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira