Spilar á dótapíanó og ber höfuðið hátt Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2015 10:30 Tinna hefur haft áhuga á dótapíanóum undanfarin ár. Vísir/Stefán „Ég hef haft áhuga á dótapíanóum undanfarin ár og fannst upplagt að tefla þessu saman,“ segir Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari. Hún fékk sex tónskáld til þess að semja fyrir sig verk fyrir píanó og dótapíanó sem flutt verða á Myrkum Músíkdögum. „Þau fengu alveg frjálsar hendur við að gera þetta, verður svona keppni á milli hljóðfæranna,“ segir hún. Áhugi Tinnu á hljóðfærinu kviknaði út frá tónskáldinu John Cage. „Hann samdi fyrsta alvöruverkið fyrir dótapíanó árið 1948. Þegar ég byrjaði að grúska í því þá var ekkert aftur snúið,“ segir Tinna glöð í bragði og bætir við: „Hann tekur dótapíanóið alveg mjög alvarlega.“ Á tónleikunum mun Tinna notast við þrjú dótapíanó og einn flygil. „Ég á tvö og fæ eitt lánað, ég veit hvar öll aðaldótapíanóin eru í bænum,“ segir hún og er óhrædd við að fullyrða að hún sé mesta áhugakona landsins um hljóðfærið. „Flygillinn er svo stór og svo færðu þetta litla dótapíanó sem er algjörlega andstæðan við hann. Það er auðveldara að nálgast það, svona ákveðin slökun frá stóra skrímslinu, ef svo má segja,“ segir hún og hlær. Dótapíanóin eru smá í sniðum og hljóðfæraleikarinn þarf að bera sig öðruvísi að en þegar leikið er á flygil. „Maður lítur náttúrulega hálf skringilega út þegar maður situr við dótapíanóið, en maður verður bara að taka því og bera höfuðið hátt.“ Tinna segist ekki hafa kennt sér meins í baki við það að leika á hljóðfærið en lykilinn segir hún að taka pásur á milli. Sjálf safnar hún tónverkum fyrir dótapíanó og er í sambandi við tónskáld um allan heim. „Ein af þessum ástríðum sem ég hef, að safna dótapíanóverkum. Ætli þetta dugi ekki bara í bili þangað til næsta kemur upp,“ segir Tinna hlæjandi aðspurð að því hvort hún eigi einhver önnur óvenjuleg áhugamál. Tónskáldin sem Tinna fékk til liðs við sig eru þau Einar Torfi Einarsson, Hallvarður Ásgeirsson, Haukur Þór Harðarson, Ingibjörg Friðriksdóttir, Páll Ragnar Pálsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir.Tónleikarnir fara fram fyrsta febrúar í Kaldalónssal Hörpu og eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkir Músíkdagar sem hefst tuttugasta og níunda janúar. Hér má sjá verk John Cage leikið á dótapíanó: Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég hef haft áhuga á dótapíanóum undanfarin ár og fannst upplagt að tefla þessu saman,“ segir Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari. Hún fékk sex tónskáld til þess að semja fyrir sig verk fyrir píanó og dótapíanó sem flutt verða á Myrkum Músíkdögum. „Þau fengu alveg frjálsar hendur við að gera þetta, verður svona keppni á milli hljóðfæranna,“ segir hún. Áhugi Tinnu á hljóðfærinu kviknaði út frá tónskáldinu John Cage. „Hann samdi fyrsta alvöruverkið fyrir dótapíanó árið 1948. Þegar ég byrjaði að grúska í því þá var ekkert aftur snúið,“ segir Tinna glöð í bragði og bætir við: „Hann tekur dótapíanóið alveg mjög alvarlega.“ Á tónleikunum mun Tinna notast við þrjú dótapíanó og einn flygil. „Ég á tvö og fæ eitt lánað, ég veit hvar öll aðaldótapíanóin eru í bænum,“ segir hún og er óhrædd við að fullyrða að hún sé mesta áhugakona landsins um hljóðfærið. „Flygillinn er svo stór og svo færðu þetta litla dótapíanó sem er algjörlega andstæðan við hann. Það er auðveldara að nálgast það, svona ákveðin slökun frá stóra skrímslinu, ef svo má segja,“ segir hún og hlær. Dótapíanóin eru smá í sniðum og hljóðfæraleikarinn þarf að bera sig öðruvísi að en þegar leikið er á flygil. „Maður lítur náttúrulega hálf skringilega út þegar maður situr við dótapíanóið, en maður verður bara að taka því og bera höfuðið hátt.“ Tinna segist ekki hafa kennt sér meins í baki við það að leika á hljóðfærið en lykilinn segir hún að taka pásur á milli. Sjálf safnar hún tónverkum fyrir dótapíanó og er í sambandi við tónskáld um allan heim. „Ein af þessum ástríðum sem ég hef, að safna dótapíanóverkum. Ætli þetta dugi ekki bara í bili þangað til næsta kemur upp,“ segir Tinna hlæjandi aðspurð að því hvort hún eigi einhver önnur óvenjuleg áhugamál. Tónskáldin sem Tinna fékk til liðs við sig eru þau Einar Torfi Einarsson, Hallvarður Ásgeirsson, Haukur Þór Harðarson, Ingibjörg Friðriksdóttir, Páll Ragnar Pálsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir.Tónleikarnir fara fram fyrsta febrúar í Kaldalónssal Hörpu og eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkir Músíkdagar sem hefst tuttugasta og níunda janúar. Hér má sjá verk John Cage leikið á dótapíanó:
Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“