Listasafnið á Akureyri í endurnýjun lífdaga Magnús Guðmundsson skrifar 7. janúar 2015 16:00 "Við erum með einar tuttugur og þrjár spennandi sýningar á þessu ári,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnins á Akureyri. Mynd/Auðunn Níelsson „Eftir nokkur mögur ár erum við nú með sanni að koma til baka af miklum krafti. Safnið er að bæta við sig húsakosti sem þýðir aukið sýningarrými og við tökum upp að nýju nafnið Listafnið á Akureyri eftir að hafa kallast Sjónlistamiðstöð Akureyrar í nokkur ár," segir Hlynur Hallsson safnstjóri. Safnið fær af þessu tilefni nýtt merki og einkennislit ásamt nýrri heimasíðu, listak.is, sem fer í loftið í dag, miðvikudag. Að auki kemur ársbæklingurinn okkar út í dag og verður honum dreift í öll hús á Akureyri, áhugasamir geta nálgast hann á stærri listasöfnunum í Reykjavík og jafnvel víðar.“Aftur byrjuð að kaupa myndlist „Það er lykilatriði fyrir okkur að safnið er aftur farið að kaupa myndlist og safna verkum. Þó að þröngt sé í búi og mikils aðhalds þörf í öllum rekstri þá er reglubundin aukning safnkostsins algjörlega nauðsynleg upp á komandi tíma. Nú eru liðin tíu ár síðan safnið keypti síðast verk og það er alltof langur tími. Að vera aftur byrjuð að kaupa myndlist, þótt það sé ekki af miklum efnum, er okkur alveg gríðarlegt fagnaðarefni. Að auki má geta þess að við erum með einar tuttugur og þrjár ólíkar og spennandi sýningar áætlaðar á þessu ári.“Loks í listasafni á 100 ára afmæli! „Fyrstu sýningar ársins verða opnaðar næstkomandi laugardag og eru skemmtilega ólíkar. Í mið- og austursal má sjá yfirlitssýningu á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni. Elísabet var fjölhæf alþýðulistakona, þekktust fyrir höggmyndir, þó gerði hún einnig málverk og teikningar, myndskreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Það er afar viðeigandi að á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og 100 ára fæðingarafmæli Elísabetar skuli vera sett upp yfirlitssýning á verkum hennar. Í huga okkar hér felst í þessu ákveðin endurreisn á þessari merku listakonu þar sem verk hennar hafa ekki verið sýnd áður í listasafni. Sýningin stendur til 8. mars og er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar. Að auki verður fjöldi skemmtilegra viðburða í tengslum við sýninguna.“(Ó)Stöðugleiki í vestursal „Í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)Stöðugleiki. Sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur átta vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Habby Osk býr og starfar í New York en hefur haldið fimm einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Megininntak sýningarinnar tengist hugtökunum um stöðugleika og jafnvægi og er sýningin afar áhugaverð fyrir myndlistarunnendur. Það er því fjölmargt spennandi í gangi hér í safninu og við hlökkum mikið til þess að taka á móti sem allra flestum gestum á árinu.“ Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Eftir nokkur mögur ár erum við nú með sanni að koma til baka af miklum krafti. Safnið er að bæta við sig húsakosti sem þýðir aukið sýningarrými og við tökum upp að nýju nafnið Listafnið á Akureyri eftir að hafa kallast Sjónlistamiðstöð Akureyrar í nokkur ár," segir Hlynur Hallsson safnstjóri. Safnið fær af þessu tilefni nýtt merki og einkennislit ásamt nýrri heimasíðu, listak.is, sem fer í loftið í dag, miðvikudag. Að auki kemur ársbæklingurinn okkar út í dag og verður honum dreift í öll hús á Akureyri, áhugasamir geta nálgast hann á stærri listasöfnunum í Reykjavík og jafnvel víðar.“Aftur byrjuð að kaupa myndlist „Það er lykilatriði fyrir okkur að safnið er aftur farið að kaupa myndlist og safna verkum. Þó að þröngt sé í búi og mikils aðhalds þörf í öllum rekstri þá er reglubundin aukning safnkostsins algjörlega nauðsynleg upp á komandi tíma. Nú eru liðin tíu ár síðan safnið keypti síðast verk og það er alltof langur tími. Að vera aftur byrjuð að kaupa myndlist, þótt það sé ekki af miklum efnum, er okkur alveg gríðarlegt fagnaðarefni. Að auki má geta þess að við erum með einar tuttugur og þrjár ólíkar og spennandi sýningar áætlaðar á þessu ári.“Loks í listasafni á 100 ára afmæli! „Fyrstu sýningar ársins verða opnaðar næstkomandi laugardag og eru skemmtilega ólíkar. Í mið- og austursal má sjá yfirlitssýningu á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni. Elísabet var fjölhæf alþýðulistakona, þekktust fyrir höggmyndir, þó gerði hún einnig málverk og teikningar, myndskreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Það er afar viðeigandi að á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og 100 ára fæðingarafmæli Elísabetar skuli vera sett upp yfirlitssýning á verkum hennar. Í huga okkar hér felst í þessu ákveðin endurreisn á þessari merku listakonu þar sem verk hennar hafa ekki verið sýnd áður í listasafni. Sýningin stendur til 8. mars og er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar. Að auki verður fjöldi skemmtilegra viðburða í tengslum við sýninguna.“(Ó)Stöðugleiki í vestursal „Í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)Stöðugleiki. Sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur átta vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Habby Osk býr og starfar í New York en hefur haldið fimm einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Megininntak sýningarinnar tengist hugtökunum um stöðugleika og jafnvægi og er sýningin afar áhugaverð fyrir myndlistarunnendur. Það er því fjölmargt spennandi í gangi hér í safninu og við hlökkum mikið til þess að taka á móti sem allra flestum gestum á árinu.“
Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“