Ljósi varpað á uppbyggingu ráðuneyta ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 10:30 Skjölin hafa veitt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem leitt er af Bandaríkjunum, upplýsingar um skotmörk og veikleika í uppbyggingu samtakanna og í olíuvinnslu þeirra. Vísir/AFP Íslamska ríkið hefur komið á legg sérstökum stofnunum til að halda utan um herföng eins og þræla, sölu fornminja, olíu og fleira. Það auðveldar þeim að halda yfirráðum á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak. Skjöl sem bandarískir sérsveitarmenn komu höndum yfir þegar Abu Sayyaf var felldur hafa varpað nýju ljósi á uppbyggingu ISIS.Abu Sayyaf var í raun yfirmaður fjármála ISIS og var hann felldur í maí. Gíslinum Kayla Mueller var um tíma haldið á heimili hans auk fjölmargra þræla samtakanna.Sjá einnig: Bandarískir hermenn felldu háttsettan leiðtoga ISIS í Sýrlandi Í samtali við Reuters fréttaveituna segja bandarískir embættismenn að skjölin hafi veitt þeim nýja innsýn í uppbyggingu hryðjuverkasamtakanna. ISIS hafa komið mörgum á óvart með getu sinni í að stjórna svæðum og að byggja um embættismannakerfi á yfirráðasvæðum sínum. Blaðamenn Reuters hafa fengið aðgang að hluta skjalanna, en sérsveitarmenn fundu umfangsmikið magn í árásinni gegn Sayyaf. Þá hafa skjölin einnig veitt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem leitt er af Bandaríkjunum, upplýsingar um skotmörk og veikleika í uppbyggingu samtakanna og olíuvinnslu þeirra. Í skjölunum kemur fram að diwan, sem er í raun ráðuneyti, voru stofnuð til að halda utan um ýmsa þætti ISIS. Sérstök deild sér um sölu fornminja á svörtum mörkuðum. Abu Sayyaf var yfir því ráðuneyti. „Íslamska ríkið hefur fjárfest meira en nokkur önnur hryðjuverkasamtök í þeirri hugmynd að þeir séu í raun eigið ríki. Formleg skipulagning þeirra styrkir þá ímynd samtakanna auk þess að nýtast vel þegar yfirráðasvæði þeirra er jafn stórt og raun er,“ segir Aymenn al-Tamimi, frá hugveitunni Middle East Forum og sérfræðingur í uppbyggingu ISIS.Áhyggjur af líffærasölu Meðal þess sem uppgötvaðist í skjölunum var dómsúrskurður þar sem vígamönnum var gert heimilt að taka líffæri úr föngum samtakanna. Í úrskurðinum segir að löglegt sé að taka líffæri úr fanga til að bjarga lífi múslima, þó það muni leiða til dauða fangans. Enska þýðingu af úrskurðinum má sjá hér. Mið-Austurlönd Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Íslamska ríkið hefur komið á legg sérstökum stofnunum til að halda utan um herföng eins og þræla, sölu fornminja, olíu og fleira. Það auðveldar þeim að halda yfirráðum á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak. Skjöl sem bandarískir sérsveitarmenn komu höndum yfir þegar Abu Sayyaf var felldur hafa varpað nýju ljósi á uppbyggingu ISIS.Abu Sayyaf var í raun yfirmaður fjármála ISIS og var hann felldur í maí. Gíslinum Kayla Mueller var um tíma haldið á heimili hans auk fjölmargra þræla samtakanna.Sjá einnig: Bandarískir hermenn felldu háttsettan leiðtoga ISIS í Sýrlandi Í samtali við Reuters fréttaveituna segja bandarískir embættismenn að skjölin hafi veitt þeim nýja innsýn í uppbyggingu hryðjuverkasamtakanna. ISIS hafa komið mörgum á óvart með getu sinni í að stjórna svæðum og að byggja um embættismannakerfi á yfirráðasvæðum sínum. Blaðamenn Reuters hafa fengið aðgang að hluta skjalanna, en sérsveitarmenn fundu umfangsmikið magn í árásinni gegn Sayyaf. Þá hafa skjölin einnig veitt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem leitt er af Bandaríkjunum, upplýsingar um skotmörk og veikleika í uppbyggingu samtakanna og olíuvinnslu þeirra. Í skjölunum kemur fram að diwan, sem er í raun ráðuneyti, voru stofnuð til að halda utan um ýmsa þætti ISIS. Sérstök deild sér um sölu fornminja á svörtum mörkuðum. Abu Sayyaf var yfir því ráðuneyti. „Íslamska ríkið hefur fjárfest meira en nokkur önnur hryðjuverkasamtök í þeirri hugmynd að þeir séu í raun eigið ríki. Formleg skipulagning þeirra styrkir þá ímynd samtakanna auk þess að nýtast vel þegar yfirráðasvæði þeirra er jafn stórt og raun er,“ segir Aymenn al-Tamimi, frá hugveitunni Middle East Forum og sérfræðingur í uppbyggingu ISIS.Áhyggjur af líffærasölu Meðal þess sem uppgötvaðist í skjölunum var dómsúrskurður þar sem vígamönnum var gert heimilt að taka líffæri úr föngum samtakanna. Í úrskurðinum segir að löglegt sé að taka líffæri úr fanga til að bjarga lífi múslima, þó það muni leiða til dauða fangans. Enska þýðingu af úrskurðinum má sjá hér.
Mið-Austurlönd Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira