Madonna hélt óvænta samstöðutónleika á Lýðveldistorginu í París Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 08:10 Madonna ásamt syni sínum David Banda og gítarleikaranum Monte Pittman á Lýðveldistorginu í París í gærkvöldi. Vísir/Youtube Bandaríska tónlistarkonan Madonna hélt óvænta samstöðutónleika á Lýðveldistorginu, Place de la Republique, í París, Frakklandi, í gærkvöldi. Hún hafði nýlokið við að spila á uppseldum tónleikum á AccorHotels-leikvanginum þegar hún sendi út boð til aðdáenda sinna á Twitter um að mæta við minnisvarða á torginu um hryðjuverkaárásir í borginni 13. nóvember síðastliðinn.Im singing some songs in place de la republique. Meet me there now #Paris . #rightnow #aftershow#rebelheartour pic.twitter.com/MJekIHtUTI— Madonna (@Madonna) December 10, 2015 Fljótlega myndaðist stór hópur á torginu og tóku myndbönd og ljósmyndir að birtast á samfélagsmiðlum þar sem Madonna sást syngja sín eigin lög og einnig Imagine ef John Lennon. @Madonna love for Paris... #imagine A video posted by Guy Oseary (@guyoseary) on Dec 9, 2015 at 4:05pm PST Á Instagram-síðu sinni sagðist Madonna hafa sungið friðarlög með syni sínum David Banda og gítarleikaranum Monte Pittman. Singing songs for Peace with David and Monte after my show in Paris! at Place de la Republique #rebelheartour @jr A video posted by Madonna (@madonna) on Dec 9, 2015 at 5:44pm PST Á tónleikum í Stokkhólmi í Svíþjóð, skömmu eftir árásirnar í París, greindi Madonna frá því hvers vegna hún ætlaði að halda Evróputúr sínum áfram. „Ég er á báðum áttum. Ég er hugsi yfir því hvers vegna ég er hér að dansa og skemmta mér á meðan aðrir syrgja ástvini sína. Það er hins vegar ætlunarverk þessa fólks. Það vill þagga niður í okkur. Og við megum ekki láta það gerast.“ Hún bað því næst um mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásanna í París áður en hún hóf að syngja lag sitt Like a Prayer. Hún söng það lag einmitt í gærkvöldi en eftir flutninginn sendi hún fingurkossa til áhorfenda og hrópaði: Friður! Tónlist Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Madonna hélt óvænta samstöðutónleika á Lýðveldistorginu, Place de la Republique, í París, Frakklandi, í gærkvöldi. Hún hafði nýlokið við að spila á uppseldum tónleikum á AccorHotels-leikvanginum þegar hún sendi út boð til aðdáenda sinna á Twitter um að mæta við minnisvarða á torginu um hryðjuverkaárásir í borginni 13. nóvember síðastliðinn.Im singing some songs in place de la republique. Meet me there now #Paris . #rightnow #aftershow#rebelheartour pic.twitter.com/MJekIHtUTI— Madonna (@Madonna) December 10, 2015 Fljótlega myndaðist stór hópur á torginu og tóku myndbönd og ljósmyndir að birtast á samfélagsmiðlum þar sem Madonna sást syngja sín eigin lög og einnig Imagine ef John Lennon. @Madonna love for Paris... #imagine A video posted by Guy Oseary (@guyoseary) on Dec 9, 2015 at 4:05pm PST Á Instagram-síðu sinni sagðist Madonna hafa sungið friðarlög með syni sínum David Banda og gítarleikaranum Monte Pittman. Singing songs for Peace with David and Monte after my show in Paris! at Place de la Republique #rebelheartour @jr A video posted by Madonna (@madonna) on Dec 9, 2015 at 5:44pm PST Á tónleikum í Stokkhólmi í Svíþjóð, skömmu eftir árásirnar í París, greindi Madonna frá því hvers vegna hún ætlaði að halda Evróputúr sínum áfram. „Ég er á báðum áttum. Ég er hugsi yfir því hvers vegna ég er hér að dansa og skemmta mér á meðan aðrir syrgja ástvini sína. Það er hins vegar ætlunarverk þessa fólks. Það vill þagga niður í okkur. Og við megum ekki láta það gerast.“ Hún bað því næst um mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásanna í París áður en hún hóf að syngja lag sitt Like a Prayer. Hún söng það lag einmitt í gærkvöldi en eftir flutninginn sendi hún fingurkossa til áhorfenda og hrópaði: Friður!
Tónlist Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist