Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. desember 2015 22:33 Verðlaunahafarnir saman komnir. Á myndina vantar að vísu Tonik Ensemble en Ragga Gísla tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Sex listamenn hlutu í kvöld Kraumsverðlauninn vegna platna sem þau gáfu út á árinu. Að mati dómnefndar áttu þau plötur ársins á Íslandi. Listamennirnir sem þóttu skara fram úr í gæðum og frumleika þetta árið eru Dj flugvél og geimskip fyrir sína þriðju breiðskífu Nótt á hafsbotni, Mr. Silla fyrir samnefnda breiðskífu, Asdfhg fyrir fraumraun sína Steingervingur, Misþyrming fyrir sína fyrstu plötu Söngvar elds og óreiðu, Teitur Magnússon fyrir sína fyrstu sólóplötu 27 og Tonik Ensemble, sem til þessa hefur gefið út smáskífur og endurhljóðblandanir af verkum annarra, fyrir sína fyrstu breiðskífu; Snapshots. Sumir listamannanna hafa einnig hlotið lof fyrir utan landssteinanna en tónlistartímaritið Noisey valdi plötu Misþyrmingar, Söngva elds og óreiðu, níundu bestu plötu ársins þegar það tók saman 50 bestu plötur ársins. Kraumsverðlaunin fylgja engri ákveðinni tónlistarstefnu og ekki eru neinir undirflokkar í verðlaununum. Þau hafa verið veitt árlega frá árinu 2008 og hafa 34 hljómsveitir og listamenn fengið verðlaunin. Þar á meðal má nefna Ásgeir, Mammút, Retro Stefsson, FM Belfast, Gríasalappalísu, Ísafold kammersveit og Samaris. Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sex listamenn hlutu í kvöld Kraumsverðlauninn vegna platna sem þau gáfu út á árinu. Að mati dómnefndar áttu þau plötur ársins á Íslandi. Listamennirnir sem þóttu skara fram úr í gæðum og frumleika þetta árið eru Dj flugvél og geimskip fyrir sína þriðju breiðskífu Nótt á hafsbotni, Mr. Silla fyrir samnefnda breiðskífu, Asdfhg fyrir fraumraun sína Steingervingur, Misþyrming fyrir sína fyrstu plötu Söngvar elds og óreiðu, Teitur Magnússon fyrir sína fyrstu sólóplötu 27 og Tonik Ensemble, sem til þessa hefur gefið út smáskífur og endurhljóðblandanir af verkum annarra, fyrir sína fyrstu breiðskífu; Snapshots. Sumir listamannanna hafa einnig hlotið lof fyrir utan landssteinanna en tónlistartímaritið Noisey valdi plötu Misþyrmingar, Söngva elds og óreiðu, níundu bestu plötu ársins þegar það tók saman 50 bestu plötur ársins. Kraumsverðlaunin fylgja engri ákveðinni tónlistarstefnu og ekki eru neinir undirflokkar í verðlaununum. Þau hafa verið veitt árlega frá árinu 2008 og hafa 34 hljómsveitir og listamenn fengið verðlaunin. Þar á meðal má nefna Ásgeir, Mammút, Retro Stefsson, FM Belfast, Gríasalappalísu, Ísafold kammersveit og Samaris.
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“