Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 1. desember 2015 21:00 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík hefur verið í hnút í margar vikur, en síðasti formlegi samningafundur í deilunni var í gær og var stóð aðeins yfir í tæpa klukkustund. Fréttastofa ræddi í dag við fjölda starfsmanna Álversins og voru þeir flestir sammála um að hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Enginn þeirra vildi aftur á móti koma í viðtal af ótta við að missa vinnuna. Starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu kom hingað til lands í gær til að ræða við starfsfólkið og reyna að koma á sáttum. Deilan snýst að mestu leyti um aukna heimild Rio Tinto til verktöku, en Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, segir það ekki ætla að draga í land með þær kröfur. „Það er aðalmarkmiðið hjá okkur að reyna að semja og við erum enn að reyna að ná samningum. Við erum búin að vera í óformlegum viðræðum og erum líka að ræða saman innbyrðis hér, hvað er hægt að gera og hvernig sé hægt að nálgast þessa stöðu“ segir Rannveig. Mikil óvissa ríkir um framtíð álversins, verði af fyrirhuguðu verkfalli starfsmanna. Ekki verður þó slökkt á öllum kerunum fyrr en 16 desember, en komi til þess eru líkur á að fyrirtækið loki til frambúðar. Rannveig vísar á bug ásökunum um að búið hafi verið að ákveða að loka álverinu hér á landi áður en til deilunnar kom. Fái hún einhverju ráðið sé fyrirtækið ekki á förum. „Við erum að miða við það að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. Þessar kröfur eru sanngjarnar og eðlilegar og okkur munar um allt. Við erum búin að bjóða það sama og á almennum markaði, tugprósenta hækkanir, bónusa og ýmislegt fleira auk þess að vera nýlega búin að fjárfesta hér á landi fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík hefur verið í hnút í margar vikur, en síðasti formlegi samningafundur í deilunni var í gær og var stóð aðeins yfir í tæpa klukkustund. Fréttastofa ræddi í dag við fjölda starfsmanna Álversins og voru þeir flestir sammála um að hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Enginn þeirra vildi aftur á móti koma í viðtal af ótta við að missa vinnuna. Starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu kom hingað til lands í gær til að ræða við starfsfólkið og reyna að koma á sáttum. Deilan snýst að mestu leyti um aukna heimild Rio Tinto til verktöku, en Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, segir það ekki ætla að draga í land með þær kröfur. „Það er aðalmarkmiðið hjá okkur að reyna að semja og við erum enn að reyna að ná samningum. Við erum búin að vera í óformlegum viðræðum og erum líka að ræða saman innbyrðis hér, hvað er hægt að gera og hvernig sé hægt að nálgast þessa stöðu“ segir Rannveig. Mikil óvissa ríkir um framtíð álversins, verði af fyrirhuguðu verkfalli starfsmanna. Ekki verður þó slökkt á öllum kerunum fyrr en 16 desember, en komi til þess eru líkur á að fyrirtækið loki til frambúðar. Rannveig vísar á bug ásökunum um að búið hafi verið að ákveða að loka álverinu hér á landi áður en til deilunnar kom. Fái hún einhverju ráðið sé fyrirtækið ekki á förum. „Við erum að miða við það að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. Þessar kröfur eru sanngjarnar og eðlilegar og okkur munar um allt. Við erum búin að bjóða það sama og á almennum markaði, tugprósenta hækkanir, bónusa og ýmislegt fleira auk þess að vera nýlega búin að fjárfesta hér á landi fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira