Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 10:31 Flestir notendur eru nú komnir með rafmagn á ný. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að flestir notendur séu nú komnir með rafmagn á ný. „Tvær línur í byggðalínuhringnum eru laskaðar og er kerfið nú rekið í minni einingum, eða svokölluðum eyjaresktri. Auk þess eru fimm aðrar línur úti og staðfestar skemmdir á sumum þeirra. Vinnuflokkar frá Landsneti undirbúa viðgerðir og eru ýmist farnir af stað eða fara um leið og færi gefst en ófært er enn víða um land og því erfitt um vik. Rangárvallalína 1, milli Varmahlíðar og Akureyrar, er löskuð í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar féllu vírarnir á þjóðvegi eitt. Á byggðalínuhringnum er einnig Teigarhornslína 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Teigarhorns, ekki í rekstri. Fimm aðrar línur í byggðalínuhringum eru einnig úti og er óvíst um ástand þeirra. Þetta eru Eyvindarárlína 1, milli Hryggstekks og Eyvindarár við Egilsstaði, Kópaskerslína 1, út á Kópasker, og þrjár línur á Vestfjörðum. Þær eru Ísafjarðarlína 1, milli Breiðadals og Ísafjarðar, Breiðadalslína 1, milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals við Önundarfjörð, og Bolungarvíkurlína 1, milli Breiðadals og Bolungarvíkur. Óljóst er með ástandið á línunum fyrir vestan og fá Vestfirðingar nú rafmagn frá Mjólkárvirkjun og varaaflsstöðvum en staðfest er verulegt tjón á Kópaskerslínu, þar sem að minnsta kosti 10 staurastæður eru skemmdar, og fá íbúar á svæðinu rafmagn frá varaaflsstöð. Mesta straumleysið í nótt varð á Norðurlandi, á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri, þegar bæði Rangárvallalína 1 og Kröflulína 1 leystu út, og á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig urðu rafmagnstruflanir víðar um landið, s.s. á Austfjörðum og á Suðurlandi. Orsakir voru fyrst og fremst mjög mikill vindur ásamt ísingu, einkum á Austurlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á raforkukerfi Landsnets í óveðrinu í nótt en aðaláhersla er nú lögð á að viðgerðir. Vinnuflokkar Landsnets hafa verið kanna ástandið í nótt og eru að skipuleggja viðgerðir og taka til varahluti. Víða er erfitt um vik vegna ófærðar en reynt verður að hraða viðgerðum eins og hægt er,“ segir í tilkynningunni. Veður Tengdar fréttir Rafmagnslaust á Vesturlandi Vinnuflokkur frá Borgarnesi hefur hafið bilanaleit. 8. desember 2015 09:42 Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að flestir notendur séu nú komnir með rafmagn á ný. „Tvær línur í byggðalínuhringnum eru laskaðar og er kerfið nú rekið í minni einingum, eða svokölluðum eyjaresktri. Auk þess eru fimm aðrar línur úti og staðfestar skemmdir á sumum þeirra. Vinnuflokkar frá Landsneti undirbúa viðgerðir og eru ýmist farnir af stað eða fara um leið og færi gefst en ófært er enn víða um land og því erfitt um vik. Rangárvallalína 1, milli Varmahlíðar og Akureyrar, er löskuð í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar féllu vírarnir á þjóðvegi eitt. Á byggðalínuhringnum er einnig Teigarhornslína 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Teigarhorns, ekki í rekstri. Fimm aðrar línur í byggðalínuhringum eru einnig úti og er óvíst um ástand þeirra. Þetta eru Eyvindarárlína 1, milli Hryggstekks og Eyvindarár við Egilsstaði, Kópaskerslína 1, út á Kópasker, og þrjár línur á Vestfjörðum. Þær eru Ísafjarðarlína 1, milli Breiðadals og Ísafjarðar, Breiðadalslína 1, milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals við Önundarfjörð, og Bolungarvíkurlína 1, milli Breiðadals og Bolungarvíkur. Óljóst er með ástandið á línunum fyrir vestan og fá Vestfirðingar nú rafmagn frá Mjólkárvirkjun og varaaflsstöðvum en staðfest er verulegt tjón á Kópaskerslínu, þar sem að minnsta kosti 10 staurastæður eru skemmdar, og fá íbúar á svæðinu rafmagn frá varaaflsstöð. Mesta straumleysið í nótt varð á Norðurlandi, á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri, þegar bæði Rangárvallalína 1 og Kröflulína 1 leystu út, og á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig urðu rafmagnstruflanir víðar um landið, s.s. á Austfjörðum og á Suðurlandi. Orsakir voru fyrst og fremst mjög mikill vindur ásamt ísingu, einkum á Austurlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á raforkukerfi Landsnets í óveðrinu í nótt en aðaláhersla er nú lögð á að viðgerðir. Vinnuflokkar Landsnets hafa verið kanna ástandið í nótt og eru að skipuleggja viðgerðir og taka til varahluti. Víða er erfitt um vik vegna ófærðar en reynt verður að hraða viðgerðum eins og hægt er,“ segir í tilkynningunni.
Veður Tengdar fréttir Rafmagnslaust á Vesturlandi Vinnuflokkur frá Borgarnesi hefur hafið bilanaleit. 8. desember 2015 09:42 Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Rafmagnslaust á Vesturlandi Vinnuflokkur frá Borgarnesi hefur hafið bilanaleit. 8. desember 2015 09:42
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10