Landsvirkjun hljóð og minnir á samninginn Svavar Hávarðsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Í kerskálum í Straumsvík eru samtals 480 ker og mjög kostnaðarsamt ef vinnsla raskast. fréttablaðið/hari Landsvirkjun aftekur með öllu að tjá sig um kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík og samningsskyldur RTA fari svo að álverið verði ekki endurræst. Sérfræðingur í orkumálum telur nánast útilokað að álverið geti losnað einhliða undan orkusamningi vegna vinnudeilu við sína eigin starfsmenn. „Fulltrúar Landsvirkjunar vilja á þessu stigi ekki tjá sig um viðkvæma kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík. Landsvirkjun hefur verið spurð út í rafmagnssamning fyrirtækjanna. Því er til að svara að rafmagnssamningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan gildir til ársins 2036.“ Svo hljóðar svar Landsvirkjunar við fyrirspurn um þann möguleika, sem talsmaður fyrirtækisins hefur ámálgað, að álverið verði ekkert endilega endurræst vegna verkfalls 300 starfsmanna sem hefst 2. desember að óbreyttu. Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners ehf. og ritstjóri Icelandic Energy Portal, segir á orkubloggi sínu að það „sé nánast útilokað að álverið í Straumsvík geti, með vísan til verkfalls hjá álverinu og tjóns af völdum slíks verkfalls, losnað einhliða undan orkusamningi sínum til frambúðar.“ Ketill segir [sjá http://askja.blog.is/] einnig að fyrirtækið vísi til samningsákvæðis (force majeur) um að kaupskylda á raforku falli niður vegna óviðráðanlegra ytri atvika – undir það geti verkfall innan fyrirtækisins vart fallið nema samningur Landsvirkjunar RTA sé í grundvallaratriðum ólíkur öðrum viðlíka samningum sem gerðir hafa verið. Landsvirkjun vísar til fréttaflutnings síns frá því fyrir tæpu ári. Samningurinn var undirritaður árið 2010 og endurskoðaður í desember 2014 með óbreyttum samningstíma – til 2036. Samið var að nýju vegna þess að álverið gat ekki fullnýtt þá orku sem samningurinn frá 2010 fól í sér, en Landsvirkjun reisti Búðarhálsvirkjun til að efna samninginn. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði meðal annars í fréttatilkynningunni sem Landsvirkjun vísar í: „Samkomulagið við Landsvirkjun er enn ein staðfesting þess að viðskiptasamband áliðnaðar og orkuframleiðslu á Íslandi einkennist af gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum ávinningi.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þá: „Samkomulagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæmum viðskiptahagsmunum.“ Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Landsvirkjun aftekur með öllu að tjá sig um kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík og samningsskyldur RTA fari svo að álverið verði ekki endurræst. Sérfræðingur í orkumálum telur nánast útilokað að álverið geti losnað einhliða undan orkusamningi vegna vinnudeilu við sína eigin starfsmenn. „Fulltrúar Landsvirkjunar vilja á þessu stigi ekki tjá sig um viðkvæma kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík. Landsvirkjun hefur verið spurð út í rafmagnssamning fyrirtækjanna. Því er til að svara að rafmagnssamningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan gildir til ársins 2036.“ Svo hljóðar svar Landsvirkjunar við fyrirspurn um þann möguleika, sem talsmaður fyrirtækisins hefur ámálgað, að álverið verði ekkert endilega endurræst vegna verkfalls 300 starfsmanna sem hefst 2. desember að óbreyttu. Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners ehf. og ritstjóri Icelandic Energy Portal, segir á orkubloggi sínu að það „sé nánast útilokað að álverið í Straumsvík geti, með vísan til verkfalls hjá álverinu og tjóns af völdum slíks verkfalls, losnað einhliða undan orkusamningi sínum til frambúðar.“ Ketill segir [sjá http://askja.blog.is/] einnig að fyrirtækið vísi til samningsákvæðis (force majeur) um að kaupskylda á raforku falli niður vegna óviðráðanlegra ytri atvika – undir það geti verkfall innan fyrirtækisins vart fallið nema samningur Landsvirkjunar RTA sé í grundvallaratriðum ólíkur öðrum viðlíka samningum sem gerðir hafa verið. Landsvirkjun vísar til fréttaflutnings síns frá því fyrir tæpu ári. Samningurinn var undirritaður árið 2010 og endurskoðaður í desember 2014 með óbreyttum samningstíma – til 2036. Samið var að nýju vegna þess að álverið gat ekki fullnýtt þá orku sem samningurinn frá 2010 fól í sér, en Landsvirkjun reisti Búðarhálsvirkjun til að efna samninginn. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði meðal annars í fréttatilkynningunni sem Landsvirkjun vísar í: „Samkomulagið við Landsvirkjun er enn ein staðfesting þess að viðskiptasamband áliðnaðar og orkuframleiðslu á Íslandi einkennist af gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum ávinningi.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þá: „Samkomulagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæmum viðskiptahagsmunum.“
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira