„Eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 15:56 Guðmundur Ragnarsson er formaður VM. vísir/anton Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir ljóst að Rio Tinto ætli ekki að semja við starfsmenn sína, nema með því að þvinga fram umtalsverðar breytingar í þá átt að koma sem flestum fastráðnum starfsmönnum út, og fá verktaka í störfin. Sú hagræðing virki þó einungis í eina átt. „Að finna fólk í störfin á lægri launum, aðallega útlendinga sem ekki eru skráðir hér á landi, eins og var gert hjá ÍSAL á þessu ári og þekkist víða í atvinnulífinu í dag,“ segir Guðmundur á vefsíðu félagsins. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík er enn í hnút og virðist engin lausn í sjónmáli. Að sögn Guðmundar hafa deiluaðilar hist í húsakynnum ríkissáttasemjara tuttugu og átta sinnum. Ljóst sé að starfsfólkið skipti fyrirtækið litlu máli – hagnaðurinn sé aðalatriðið. „Ef láta á eftir þeim að fá vinnuna gefins líka, þá er lítið fyrir okkur að hafa, sem samfélag, af veru þeirra hér. Það verður að stoppa þetta í fæðingu. Hin stóriðjufyrirtækin munu fara sömu leið til að skera niður launakostnað, um leið og þau fá færi til. Eflaust með sömu hótunum að vopni. Hótuinina um að ef þau fái ekki sitt fram, muni þau loka, fara.“„Viðbjóðsleg saga um heim allan“ Guðmundur segir Samtök atvinnulífsins ganga erinda Rio Tinto, sem sé til þess fallið að skaða íslenskt samfélag og verða samtökunum til ævarandi skammar. „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan. Þar sem mannslíf hafa litlu skipt í leit þeirra að auknum hagnaði. Þennan veruleika fáum við nú í andlitið. Við sem samfélag eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur,“ segir hann og bætir við að alþjóðastofnanir hafi varað við þessari þróun. „Skilaboðin frá þessum stofnunum eru; takið á þessu, aukið jöfnuð og greiðið góð laun. Þá mun hagvöxtur aukast.“ Að lokum skorar hann á þingmenn að opna augun og styðja kröfu starfsmanna ÍSAL að fá sömu launahækkanir og aðrir launamenn hafi fengið í undangengnum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. „Ef fyrirtækið er að spila þann ljóta leik að nota starfsfólk sitt, sem margt hefur unnið þar í áratugi, til að fá hagkvæmari raforkusamning þá sýnir það skíteðli eigendanna. Ef þeir ætla að loka, þá ættu stjórnendurinr að hafa kjark til að gera það á réttum forsendum,“ segir Guðmundur. Það sé þó áhyggjuefni, enda afkoma margra í húfi. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir ljóst að Rio Tinto ætli ekki að semja við starfsmenn sína, nema með því að þvinga fram umtalsverðar breytingar í þá átt að koma sem flestum fastráðnum starfsmönnum út, og fá verktaka í störfin. Sú hagræðing virki þó einungis í eina átt. „Að finna fólk í störfin á lægri launum, aðallega útlendinga sem ekki eru skráðir hér á landi, eins og var gert hjá ÍSAL á þessu ári og þekkist víða í atvinnulífinu í dag,“ segir Guðmundur á vefsíðu félagsins. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík er enn í hnút og virðist engin lausn í sjónmáli. Að sögn Guðmundar hafa deiluaðilar hist í húsakynnum ríkissáttasemjara tuttugu og átta sinnum. Ljóst sé að starfsfólkið skipti fyrirtækið litlu máli – hagnaðurinn sé aðalatriðið. „Ef láta á eftir þeim að fá vinnuna gefins líka, þá er lítið fyrir okkur að hafa, sem samfélag, af veru þeirra hér. Það verður að stoppa þetta í fæðingu. Hin stóriðjufyrirtækin munu fara sömu leið til að skera niður launakostnað, um leið og þau fá færi til. Eflaust með sömu hótunum að vopni. Hótuinina um að ef þau fái ekki sitt fram, muni þau loka, fara.“„Viðbjóðsleg saga um heim allan“ Guðmundur segir Samtök atvinnulífsins ganga erinda Rio Tinto, sem sé til þess fallið að skaða íslenskt samfélag og verða samtökunum til ævarandi skammar. „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan. Þar sem mannslíf hafa litlu skipt í leit þeirra að auknum hagnaði. Þennan veruleika fáum við nú í andlitið. Við sem samfélag eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur,“ segir hann og bætir við að alþjóðastofnanir hafi varað við þessari þróun. „Skilaboðin frá þessum stofnunum eru; takið á þessu, aukið jöfnuð og greiðið góð laun. Þá mun hagvöxtur aukast.“ Að lokum skorar hann á þingmenn að opna augun og styðja kröfu starfsmanna ÍSAL að fá sömu launahækkanir og aðrir launamenn hafi fengið í undangengnum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. „Ef fyrirtækið er að spila þann ljóta leik að nota starfsfólk sitt, sem margt hefur unnið þar í áratugi, til að fá hagkvæmari raforkusamning þá sýnir það skíteðli eigendanna. Ef þeir ætla að loka, þá ættu stjórnendurinr að hafa kjark til að gera það á réttum forsendum,“ segir Guðmundur. Það sé þó áhyggjuefni, enda afkoma margra í húfi.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13