Lifandi undirleikur í fyrsta sinn en vonandi ekki það síðasta Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. nóvember 2015 11:00 Apparat Organ Quartet leikur lifandi tónlist við þögla pólska mynd í Bíó Paradís. mynd/AntjeTaiga „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem við gerum þetta en við höfum samt oft talað um að gera þetta,“ segir Úlfur Eldjárn, meðlimur í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet. Sveitin mun opna kvikmyndahátíðina Perlur úr kvikmyndasögu Póllands með lifandi undirleik við pólsku myndina Harðjaxl en hátíðin hefst í kvöld í Bíó Paradís. Apparat Organ Quartet kemur sjaldan saman og er því um sérstakan tónlistarviðburð að ræða þar sem sveitin flytur frumsamda tónlist við opnunarmynd hátíðarinnar. „Þetta verður mjög skemmtilegt, þessi kvikmynd er alveg stórkostleg. Hún er í raun algjör svona týndur demantur, eða öllu heldur fundinn demantur, því hún hvarf í seinni heimsstyrjöldinni og var um tíma talið að hún hefði glatast að eilífu. Þrátt fyrir að vera svarthvít og þögul þá höfðar efni myndarinnar sterkt til nútímamanna: Eiturlyf, framhjáhald, morð og kapítalistar, það er allt í þessari mynd. Við erum búnir að horfa á hana nokkrum sinnum því við höfum verið að undirbúa okkur,“ segir Úlfur fullur tilhlökkunar. Sveitin ætlar að leika nýtt efni við myndina en Úlfur segir að þó sé pláss fyrir ýmislegt spontant á sýningunni. „Þetta er mjög lifandi flutningur, við fylgjum myndinni en það er líka pláss til að vera mjög spontant. Þetta verður mjög skemmtilegt fyrir okkur, þetta er í fyrsta sinn sem við gerum þetta en vonandi ekki það síðasta.“ Úlfur hefur unnið við að semja kvikmyndatónlist en segir hljómsveitina í heild sinni alltaf hafa haft mikinn áhuga á að búa til kvikmyndatónlist saman. „Ég er enginn sérfræðingur en hef aðeins verið að gera kvikmyndatónlist og hef mikinn áhuga á þeirri hlið. Við höfum oft talað um að okkur langi til þess að búa til kvikmyndatónlist saman. Það er líka skemmtileg pæling að fá hljómsveit til að semja tónlist við heila mynd,“ segir Úlfur. Myndin sem sveitin spilar tónlist við er svarthvít og þögul en Úlfur segir þetta einmitt henta orgelkvartettinum vel. „Í gamla daga voru notuð risavaxin bíóorgel til að leika undir þöglu myndunum. Í Bandaríkjunum er hægt að finna risavaxin bíóorgel sem eru með alveg fjórum eða fimm nótnaborðum og alls konar tökkum. Þöglar myndir og lifandi tónlist er eitthvað sem mér finnst virka mjög vel. Það gefur manni tækifæri á að gera öðruvísi hluti,“ útskýrir Úlfur. Meðlimir Apparat Organ Quartet ætla einmitt að grafa upp alls kyns eldri hljóðfæri, sem þeir hafa ekki notað mikið, til þess að nota á sýningunni í kvöld. Þetta verða fyrstu og einu tónleikar Apparats um nokkurt skeið, en hljómsveitin kemur næst fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í febrúar á næsta ári. Á hátíðinni í Bíó Paradís verður boðið upp á perlur úr kvikmyndasögu Póllands, fimmtán kvikmyndir, en pólsk kvikmyndalist á sér langa og ríka sögu. Hátíðin er hluti af samstarfsverkefninu Ultima Thule: At the End of the World, sem Kvikmyndasafn Póllands í Varsjá, Bíó Paradís og Reykjavík Film Academy standa að. Verkefninu er ætlað að auðga skilning og vitund á milli pólskrar og íslenskrar kvikmyndamenningar. Á undan hverri sýningu mun Michal Chacinksi reifa sögulegt samhengi hverrar myndar fyrir sig. Tveir viðburðir verða í boði fyrir börn og unglinga, annars vegar vinnusmiðja þar sem kenndar eru nokkrar sniðugar leiðir til að gera hreyfimyndir án myndavélar og sýningar á költ-klassíkinni Mr. Blot's Academy. Aðgangur að öllum viðburðum er opinn öllum og ókeypis. Tónlist Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
„Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem við gerum þetta en við höfum samt oft talað um að gera þetta,“ segir Úlfur Eldjárn, meðlimur í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet. Sveitin mun opna kvikmyndahátíðina Perlur úr kvikmyndasögu Póllands með lifandi undirleik við pólsku myndina Harðjaxl en hátíðin hefst í kvöld í Bíó Paradís. Apparat Organ Quartet kemur sjaldan saman og er því um sérstakan tónlistarviðburð að ræða þar sem sveitin flytur frumsamda tónlist við opnunarmynd hátíðarinnar. „Þetta verður mjög skemmtilegt, þessi kvikmynd er alveg stórkostleg. Hún er í raun algjör svona týndur demantur, eða öllu heldur fundinn demantur, því hún hvarf í seinni heimsstyrjöldinni og var um tíma talið að hún hefði glatast að eilífu. Þrátt fyrir að vera svarthvít og þögul þá höfðar efni myndarinnar sterkt til nútímamanna: Eiturlyf, framhjáhald, morð og kapítalistar, það er allt í þessari mynd. Við erum búnir að horfa á hana nokkrum sinnum því við höfum verið að undirbúa okkur,“ segir Úlfur fullur tilhlökkunar. Sveitin ætlar að leika nýtt efni við myndina en Úlfur segir að þó sé pláss fyrir ýmislegt spontant á sýningunni. „Þetta er mjög lifandi flutningur, við fylgjum myndinni en það er líka pláss til að vera mjög spontant. Þetta verður mjög skemmtilegt fyrir okkur, þetta er í fyrsta sinn sem við gerum þetta en vonandi ekki það síðasta.“ Úlfur hefur unnið við að semja kvikmyndatónlist en segir hljómsveitina í heild sinni alltaf hafa haft mikinn áhuga á að búa til kvikmyndatónlist saman. „Ég er enginn sérfræðingur en hef aðeins verið að gera kvikmyndatónlist og hef mikinn áhuga á þeirri hlið. Við höfum oft talað um að okkur langi til þess að búa til kvikmyndatónlist saman. Það er líka skemmtileg pæling að fá hljómsveit til að semja tónlist við heila mynd,“ segir Úlfur. Myndin sem sveitin spilar tónlist við er svarthvít og þögul en Úlfur segir þetta einmitt henta orgelkvartettinum vel. „Í gamla daga voru notuð risavaxin bíóorgel til að leika undir þöglu myndunum. Í Bandaríkjunum er hægt að finna risavaxin bíóorgel sem eru með alveg fjórum eða fimm nótnaborðum og alls konar tökkum. Þöglar myndir og lifandi tónlist er eitthvað sem mér finnst virka mjög vel. Það gefur manni tækifæri á að gera öðruvísi hluti,“ útskýrir Úlfur. Meðlimir Apparat Organ Quartet ætla einmitt að grafa upp alls kyns eldri hljóðfæri, sem þeir hafa ekki notað mikið, til þess að nota á sýningunni í kvöld. Þetta verða fyrstu og einu tónleikar Apparats um nokkurt skeið, en hljómsveitin kemur næst fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í febrúar á næsta ári. Á hátíðinni í Bíó Paradís verður boðið upp á perlur úr kvikmyndasögu Póllands, fimmtán kvikmyndir, en pólsk kvikmyndalist á sér langa og ríka sögu. Hátíðin er hluti af samstarfsverkefninu Ultima Thule: At the End of the World, sem Kvikmyndasafn Póllands í Varsjá, Bíó Paradís og Reykjavík Film Academy standa að. Verkefninu er ætlað að auðga skilning og vitund á milli pólskrar og íslenskrar kvikmyndamenningar. Á undan hverri sýningu mun Michal Chacinksi reifa sögulegt samhengi hverrar myndar fyrir sig. Tveir viðburðir verða í boði fyrir börn og unglinga, annars vegar vinnusmiðja þar sem kenndar eru nokkrar sniðugar leiðir til að gera hreyfimyndir án myndavélar og sýningar á költ-klassíkinni Mr. Blot's Academy. Aðgangur að öllum viðburðum er opinn öllum og ókeypis.
Tónlist Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira