Heitir því að finna sökudólgana Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2015 11:03 Putin á fundi vegna málsins í gærkvöldi. Vísir/AFP Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að þeir sem séu sekir um að hafa komið sprengju fyrir í flugvélinni sem grandað var yfir Sinaiskaga verði refsað, hvar sem þeir feli sig á hnettinum. Rússar ætla að biðja önnur ríki um aðstoða við að hafa upp á sökudólgunum. Rússar hafa heitið 50 milljón dölum fyrir upplýsingar um sökudólgana. „Þetta morð á löndum okkar yfir Sinaiskaga er meðal blóðugustu glæpa. Við munum ekki þurrka tárin af sálum okkar og hjörtum. Þetta verður með okkur að eilífu,“ sagði Putin á fundi í gærkvöldi. „Það mun hins vegar ekki koma í veg fyrir að við munum finna og refsa þessum glæpamönnum.“ Flugvélin sem var gerð út af Metrojet í Rússlandi var á leið frá Sharm el-Sheikh í Egyptalandi til St. Pétursborgar þegar sprengja sprakk um borð skömmu eftir flugtak. Alls voru 224 um borð í vélinni og allir létu lífið. Íslamska ríkið segist hafa grandað vélinni.Sjá einnig: Rússneska vélin var sprengd í loft upp.AP fréttaveitan segir frá því að Putin hafi beðið hershöfðingja sína um að finna leiðir til að auka loftárásir þeirra í Sýrlandi. Hins vegar standi ekki til að senda hermenn þangað. Rússar hafa nú gert loftárásir í Sýrlandi frá því í september, en Íslamska ríkið sagði sprengjunni hafa verið komið fyrir vegna þessa. Í gær sagði Francois Hollande, forseti Frakklands, að hann mundi funda með Putin og Barack Obama á næstu dögum um næstu skref í baráttunni gegn ISIS. Mið-Austurlönd Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að þeir sem séu sekir um að hafa komið sprengju fyrir í flugvélinni sem grandað var yfir Sinaiskaga verði refsað, hvar sem þeir feli sig á hnettinum. Rússar ætla að biðja önnur ríki um aðstoða við að hafa upp á sökudólgunum. Rússar hafa heitið 50 milljón dölum fyrir upplýsingar um sökudólgana. „Þetta morð á löndum okkar yfir Sinaiskaga er meðal blóðugustu glæpa. Við munum ekki þurrka tárin af sálum okkar og hjörtum. Þetta verður með okkur að eilífu,“ sagði Putin á fundi í gærkvöldi. „Það mun hins vegar ekki koma í veg fyrir að við munum finna og refsa þessum glæpamönnum.“ Flugvélin sem var gerð út af Metrojet í Rússlandi var á leið frá Sharm el-Sheikh í Egyptalandi til St. Pétursborgar þegar sprengja sprakk um borð skömmu eftir flugtak. Alls voru 224 um borð í vélinni og allir létu lífið. Íslamska ríkið segist hafa grandað vélinni.Sjá einnig: Rússneska vélin var sprengd í loft upp.AP fréttaveitan segir frá því að Putin hafi beðið hershöfðingja sína um að finna leiðir til að auka loftárásir þeirra í Sýrlandi. Hins vegar standi ekki til að senda hermenn þangað. Rússar hafa nú gert loftárásir í Sýrlandi frá því í september, en Íslamska ríkið sagði sprengjunni hafa verið komið fyrir vegna þessa. Í gær sagði Francois Hollande, forseti Frakklands, að hann mundi funda með Putin og Barack Obama á næstu dögum um næstu skref í baráttunni gegn ISIS.
Mið-Austurlönd Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira