Skoraði og svo varð allt svart Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2015 06:30 Arnór Ingvi Traustason fagnar titlinum á heimavelli fráfarandi meistara í Malmö. vísir/Getty Ný íslensk fótboltastjarna er fædd. Smátt og smátt hefur Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason verið að láta vita af sér í sænsku úrvalsdeildinni, en hann spilaði frábærlega fyrir Norrköping á leiktíðinni sem lauk á laugardaginn. Arnór Ingvi setti kirsuberið á sína eigin köku með því að leggja upp og skora í lokaleiknum gegn fráfarandi Svíþjóðarmeisturum Malmö þegar Norrköping vann titilinn í 13. sinn og það fyrsta síðan 1989. Keflvíkingurinn, sem var að klára sína aðra leiktíð í Svíþjóð, skoraði sjö mörk og varð stoðsendingakóngur í deildinni með tíu stykki. Hann kom í heildina að 17 af 60 mörkum liðsins. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég trúi þessu ekki enn þá. Þetta er það stærsta sem ég hef gert,“ segir glaðbeittur Arnór Ingvi við Fréttablaðið. Þegar blaðamaður heyrði í honum í gær var Arnór kominn á ról eftir meistaraskrall nóttina áður. Verðskuldað skrall! Hann var reyndar búinn að týna hleðslutækinu sínu og hófst viðtalið með batteríið á þremur prósentum. Þurfti því að tala hratt – en örugglega.mynd/ifknorrköpingErum ekkert miðlungslið Arnór Ingvi og félagar voru í efsta sætinu fyrir lokaumferðina með 63 stig, stigi á undan Hjálmari Jónssyni og félögum í Gautaborg og þremur stigum á undan Hauki Heiðari Haukssyni og hans mönnum í AIK. Ljóst var að Íslendingalið yrði meistari. Gautaborg og AIK réðu ekki við pressuna og gerðu jafntefli, en Norrköping fór á einn sterkasta útivöllinn í deildinni og vann Malmö, 2-0. Til viðmiðs vann Malmö úkraínska stórliðið Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni á dögunum afar sannfærandi.Sjá einnig:Sjáðu markið og stoðsendinguna hjá Arnóri Ingva | Myndband „Það er ekkert grín að fara á þennan Swedbank-völl. Malmö er gott lið sem vill ekki líta illa út og tapa á heimavelli. Við áttum erfiðasta leikinn en kláruðum þetta,“ segir Arnór Ingvi, en átti Norrköping að eiga séns í ár? „Nei. Okkur var spáð svona áttunda til ellefta sæti. Við áttum að heita miðlungslið en það erum við ekki. Við erum mjög góðir í fótbolta og því var gaman að troða léttum sokk upp í marga.“ Norrköping tók á mikinn sprett þegar tíu leikir voru eftir og vann níu af þeim. „Það var eins og ýtt væri á „ON-takka“. Vélin fór bara að malla og við keyrðum á þetta. Þetta var æðislegt. Ég hef aldrei verið í svona góðu liði,“ segir Arnór Ingvi.Arnór Ingvi skorar annað markið og titillinn tryggður.vísir/gettyMenn í misjöfnu ástandi Keflvíkingurinn innsiglaði sigurinn í uppbótartíma með öðru marki Norrköping. Hann tók á rás út að hornfána til að fagna en meira man hann ekki. „Ef ég á að vera hreinskilinn varð bara allt svart. Ég skoraði og svona í miðjum fagnaðarlátunum hugsaði ég: „shit, við erum að verða meistarar“. Meira man ég ekki. Þetta var samt ótrúleg tilfinning,“ segir Arnór. Fagnaðarlætin segir hann hafa verið mikil inn í klefa en svo tók við fimm tíma rútuferð frá Malmö til Norrköping. „Þar biðu 25 þúsund manns eftir okkur á torgi í bænum. Við vorum kallaðir upp og það var pínu fjör. Svo var bara farið út á lífið. Við áttum það skilið,“ segir Arnór, en lifðu allir af fimm tíma rútuferð heim í svona miklu stuði? „Menn voru í misjöfnu ástandi. Ég segi ekki meir,“ segir hann og hlær. Arnór er eðlilega kampakátur með eigin frammistöðu í sumar, en hverju þakkar hann að koma að næstum þriðjungi marka meistaraliðsins í Svíþjóð? „Ég lagði rosalega hart að mér og tók hausinn líka alveg í gegn. Ég fékk að kynnast sjálfum mér aðeins betur og það hefur hjálpað mér mikið. Ég æfði vel og er heppinn að vera með þjálfara sem treystir mér og gefur mér rosalega stórt hlutverk. Það er mjög mikilvægt,“ segir Arnór Ingvi sem gaf sitt fyrsta viðtal á sænsku undir lok tímabilsins. „Ég er kominn betur inn í hlutina hérna, lífið og tungumálið. Orðaforðinn er svona í 80 prósentum en ég tala alveg sænsku þó það sé stundum hlegið að mér.“Arnór Ingvi var í U21 árs landsliðinu sem komst í umspil um sæti á EM 2015.vísir/gettyLangar í landsliðið Aðspurður um næsta skref segist Arnór ekki vita hvað tekur við. „Ég hef ekkert spáð í því,“ segir hann. „Það gæti verið gaman að taka slaginn með Norrköping á næsta ári þegar liðið er líka í Meistaradeildinni en ef eitthvað spennandi kemur upp sem ekki er hægt að segja nei við er spennandi að sjá hversu langt maður kemst.“ Hann hefur ekki farið leynt með löngun sína að komast í íslenska landsliðið. Næstu leikir eru gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í þessum mánuði. Það má búast við að Lars og Heimir fari að gefa öðrum tækifæri til að breikka hópinn fyrir EM næsta sumar og Arnór vill fá tækifæri. „Auðvitað langar manni að komast þarna inn eftir þetta tímabil og það mun gerast fljótlega. Ég hef trú á því,“ segir Arnór Ingvi sem verður þó fyrst að spila leikinn um sænska ofurbikarinn gegn Gautaborg um næstu helgi. „Það er alveg geðveikt,“ segir hann kaldhæðinn. „Það nennir enginn að spila þann leik.“ Hann á pantað flug heim til Keflavíkur 17. nóvember en það gæti eitthvað tafist fái hann tækifæri hjá landsliðinu. „Þau plön gætu breyst ef ég kemst í landsliðið....“ Batteríið búið. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Ný íslensk fótboltastjarna er fædd. Smátt og smátt hefur Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason verið að láta vita af sér í sænsku úrvalsdeildinni, en hann spilaði frábærlega fyrir Norrköping á leiktíðinni sem lauk á laugardaginn. Arnór Ingvi setti kirsuberið á sína eigin köku með því að leggja upp og skora í lokaleiknum gegn fráfarandi Svíþjóðarmeisturum Malmö þegar Norrköping vann titilinn í 13. sinn og það fyrsta síðan 1989. Keflvíkingurinn, sem var að klára sína aðra leiktíð í Svíþjóð, skoraði sjö mörk og varð stoðsendingakóngur í deildinni með tíu stykki. Hann kom í heildina að 17 af 60 mörkum liðsins. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég trúi þessu ekki enn þá. Þetta er það stærsta sem ég hef gert,“ segir glaðbeittur Arnór Ingvi við Fréttablaðið. Þegar blaðamaður heyrði í honum í gær var Arnór kominn á ról eftir meistaraskrall nóttina áður. Verðskuldað skrall! Hann var reyndar búinn að týna hleðslutækinu sínu og hófst viðtalið með batteríið á þremur prósentum. Þurfti því að tala hratt – en örugglega.mynd/ifknorrköpingErum ekkert miðlungslið Arnór Ingvi og félagar voru í efsta sætinu fyrir lokaumferðina með 63 stig, stigi á undan Hjálmari Jónssyni og félögum í Gautaborg og þremur stigum á undan Hauki Heiðari Haukssyni og hans mönnum í AIK. Ljóst var að Íslendingalið yrði meistari. Gautaborg og AIK réðu ekki við pressuna og gerðu jafntefli, en Norrköping fór á einn sterkasta útivöllinn í deildinni og vann Malmö, 2-0. Til viðmiðs vann Malmö úkraínska stórliðið Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni á dögunum afar sannfærandi.Sjá einnig:Sjáðu markið og stoðsendinguna hjá Arnóri Ingva | Myndband „Það er ekkert grín að fara á þennan Swedbank-völl. Malmö er gott lið sem vill ekki líta illa út og tapa á heimavelli. Við áttum erfiðasta leikinn en kláruðum þetta,“ segir Arnór Ingvi, en átti Norrköping að eiga séns í ár? „Nei. Okkur var spáð svona áttunda til ellefta sæti. Við áttum að heita miðlungslið en það erum við ekki. Við erum mjög góðir í fótbolta og því var gaman að troða léttum sokk upp í marga.“ Norrköping tók á mikinn sprett þegar tíu leikir voru eftir og vann níu af þeim. „Það var eins og ýtt væri á „ON-takka“. Vélin fór bara að malla og við keyrðum á þetta. Þetta var æðislegt. Ég hef aldrei verið í svona góðu liði,“ segir Arnór Ingvi.Arnór Ingvi skorar annað markið og titillinn tryggður.vísir/gettyMenn í misjöfnu ástandi Keflvíkingurinn innsiglaði sigurinn í uppbótartíma með öðru marki Norrköping. Hann tók á rás út að hornfána til að fagna en meira man hann ekki. „Ef ég á að vera hreinskilinn varð bara allt svart. Ég skoraði og svona í miðjum fagnaðarlátunum hugsaði ég: „shit, við erum að verða meistarar“. Meira man ég ekki. Þetta var samt ótrúleg tilfinning,“ segir Arnór. Fagnaðarlætin segir hann hafa verið mikil inn í klefa en svo tók við fimm tíma rútuferð frá Malmö til Norrköping. „Þar biðu 25 þúsund manns eftir okkur á torgi í bænum. Við vorum kallaðir upp og það var pínu fjör. Svo var bara farið út á lífið. Við áttum það skilið,“ segir Arnór, en lifðu allir af fimm tíma rútuferð heim í svona miklu stuði? „Menn voru í misjöfnu ástandi. Ég segi ekki meir,“ segir hann og hlær. Arnór er eðlilega kampakátur með eigin frammistöðu í sumar, en hverju þakkar hann að koma að næstum þriðjungi marka meistaraliðsins í Svíþjóð? „Ég lagði rosalega hart að mér og tók hausinn líka alveg í gegn. Ég fékk að kynnast sjálfum mér aðeins betur og það hefur hjálpað mér mikið. Ég æfði vel og er heppinn að vera með þjálfara sem treystir mér og gefur mér rosalega stórt hlutverk. Það er mjög mikilvægt,“ segir Arnór Ingvi sem gaf sitt fyrsta viðtal á sænsku undir lok tímabilsins. „Ég er kominn betur inn í hlutina hérna, lífið og tungumálið. Orðaforðinn er svona í 80 prósentum en ég tala alveg sænsku þó það sé stundum hlegið að mér.“Arnór Ingvi var í U21 árs landsliðinu sem komst í umspil um sæti á EM 2015.vísir/gettyLangar í landsliðið Aðspurður um næsta skref segist Arnór ekki vita hvað tekur við. „Ég hef ekkert spáð í því,“ segir hann. „Það gæti verið gaman að taka slaginn með Norrköping á næsta ári þegar liðið er líka í Meistaradeildinni en ef eitthvað spennandi kemur upp sem ekki er hægt að segja nei við er spennandi að sjá hversu langt maður kemst.“ Hann hefur ekki farið leynt með löngun sína að komast í íslenska landsliðið. Næstu leikir eru gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í þessum mánuði. Það má búast við að Lars og Heimir fari að gefa öðrum tækifæri til að breikka hópinn fyrir EM næsta sumar og Arnór vill fá tækifæri. „Auðvitað langar manni að komast þarna inn eftir þetta tímabil og það mun gerast fljótlega. Ég hef trú á því,“ segir Arnór Ingvi sem verður þó fyrst að spila leikinn um sænska ofurbikarinn gegn Gautaborg um næstu helgi. „Það er alveg geðveikt,“ segir hann kaldhæðinn. „Það nennir enginn að spila þann leik.“ Hann á pantað flug heim til Keflavíkur 17. nóvember en það gæti eitthvað tafist fái hann tækifæri hjá landsliðinu. „Þau plön gætu breyst ef ég kemst í landsliðið....“ Batteríið búið.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira