Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2015 08:00 Landspítalinn biður um fleiri undanþágur þrátt fyrir að einn af hverjum tíu starfsmönnum í stéttarfélaginu SFR séu nú þegar starfandi í verkfalli félagsins. vísir/vilhelm Á miðstöð um sjúkraskrárritun á Landspítalanum eru sextán læknaritarar að störfum á undanþágu frá verkfalli. Á vinnustaðnum eru venjulega 54 læknaritarar starfandi. Það þýðir að þriðjungur starfsmanna er á undanþágu og mönnunin er svipuð og þegar sumarfrí standa yfir. Alls eru 320 störf innan SFR á undanþágulista vegna öryggis- og heilbrigðismála en það eru um tíu prósent allra starfsmanna SFR. Þetta er mikill fjöldi starfa en Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir mikla neyð ríkja og Landspítalinn hefur óskað eftir miklu fleiri undanþágum en eru á listanum.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR„Deildarstjórar eru að óska eftir mönnun eins og hún er á venjulegum degi. Þeir segja hreinlega að þeir komist ekki af með minna og við sjáum svart á hvítu að spítalinn er rekinn á eða undir öryggismörkum hvern einasta dag.“ Þórarinn segir þetta sýna að undanþágulistinn sé ekki í samræmi við raunveruleikann enda ríkir mikill ágreiningur um listann milli SFR og ríkisvaldsins. „Við gerðum margar athugasemdir áður en undanþágulistinn var auglýstur hjá Lögbirtingarblaðinu í janúar síðastliðnum en það var ekki tekið tillit til þeirra. Það er fráleitt að hafa sum störf á listanum og að okkar mati vantar önnur störf inn á listann til að gæta öryggis,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir ástandið á mörgum deildum Landspítalans alvarlegt í verkfallinu. „Jafnvel þótt það sé undanþága fyrir tvo sjúkraliða á vakt þar sem vanalega eru þrír. Sjúkraliðarnir eru á þönum alla daga þegar það er ekki verkfall þannig að þegar þeir eru einum færri hefur það gífurlegar afleiðingar í för með sér.“ Þórarinn tekur eldhús Landspítalans sem dæmi um of mörg störf á undanþágu. „Það eru fimm þúsund máltíðir framreiddar í eldhúsinu á hverjum degi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Við viljum gjarnan að sjúklingar fái sinn mat en það er fráleitt að starfsmenn fái mat á meðan á verkfalli stendur. Þeir geta bara komið með nesti að heiman.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Á miðstöð um sjúkraskrárritun á Landspítalanum eru sextán læknaritarar að störfum á undanþágu frá verkfalli. Á vinnustaðnum eru venjulega 54 læknaritarar starfandi. Það þýðir að þriðjungur starfsmanna er á undanþágu og mönnunin er svipuð og þegar sumarfrí standa yfir. Alls eru 320 störf innan SFR á undanþágulista vegna öryggis- og heilbrigðismála en það eru um tíu prósent allra starfsmanna SFR. Þetta er mikill fjöldi starfa en Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir mikla neyð ríkja og Landspítalinn hefur óskað eftir miklu fleiri undanþágum en eru á listanum.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR„Deildarstjórar eru að óska eftir mönnun eins og hún er á venjulegum degi. Þeir segja hreinlega að þeir komist ekki af með minna og við sjáum svart á hvítu að spítalinn er rekinn á eða undir öryggismörkum hvern einasta dag.“ Þórarinn segir þetta sýna að undanþágulistinn sé ekki í samræmi við raunveruleikann enda ríkir mikill ágreiningur um listann milli SFR og ríkisvaldsins. „Við gerðum margar athugasemdir áður en undanþágulistinn var auglýstur hjá Lögbirtingarblaðinu í janúar síðastliðnum en það var ekki tekið tillit til þeirra. Það er fráleitt að hafa sum störf á listanum og að okkar mati vantar önnur störf inn á listann til að gæta öryggis,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir ástandið á mörgum deildum Landspítalans alvarlegt í verkfallinu. „Jafnvel þótt það sé undanþága fyrir tvo sjúkraliða á vakt þar sem vanalega eru þrír. Sjúkraliðarnir eru á þönum alla daga þegar það er ekki verkfall þannig að þegar þeir eru einum færri hefur það gífurlegar afleiðingar í för með sér.“ Þórarinn tekur eldhús Landspítalans sem dæmi um of mörg störf á undanþágu. „Það eru fimm þúsund máltíðir framreiddar í eldhúsinu á hverjum degi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Við viljum gjarnan að sjúklingar fái sinn mat en það er fráleitt að starfsmenn fái mat á meðan á verkfalli stendur. Þeir geta bara komið með nesti að heiman.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira