Skriður en engin lausn Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. október 2015 09:00 Viðræðunefnd SFR, SLFÍ og LL hjá ríkissáttasemjara. vísir/gva Heldur meiri gangur var í samningaviðræðum SFR, Sjúkraliðafélagsins og lögreglumanna við ríkið hjá Ríkissáttasemjara í gær en dagana tvo þar á undan að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. „Við erum á fullu núna og meiri skriður kominn á viðræðurnar,“ sagði Árni í gær. Þó væri lengra til lands í deilunni en svo að von væri til þess að samningar næðust í gær þótt fundað yrði fram á kvöld. Forsvarsmenn félaganna hafa gagnrýnt hægagang í viðræðunum, þótt eitthvað hafi þokast í „rétta“ átt og segjast hafa ýtt á að lausn finnist sem fyrst „svo binda megi enda á þessa erfiðu deilu sem hefur nú þegar haft mikil áhrif á samfélagið allt“ að því er segir í yfirlýsingu. Verkfall SFR og SLFÍ hefur staðið í rúma viku. Fyrsta lota í allsherjarvinnustöðvun stóð fimmtudag og föstudag í síðustu viku og svo mánudag og þriðjudag í þessari og lögðu þá um fimm þúsund ríkisstarfsmenn niður störf. Áfram eru í ótímabundnu verkfalli félagsmenn SFR hjá Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumannsembættunum og Landspítala, auk þess sem sjúkraliðar á dagvöktum á Landspítala, Heilsustofnun Austurlands og Heilsustofnun Suðurnesja eru í verkfalli á dagvöktum alla virka daga. Næsta lota allsherjarvinnustöðvunar hefst 29. þessa mánaðar, fimmtudag og föstudag og svo aftur á mánudag og þriðjudag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Heldur meiri gangur var í samningaviðræðum SFR, Sjúkraliðafélagsins og lögreglumanna við ríkið hjá Ríkissáttasemjara í gær en dagana tvo þar á undan að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. „Við erum á fullu núna og meiri skriður kominn á viðræðurnar,“ sagði Árni í gær. Þó væri lengra til lands í deilunni en svo að von væri til þess að samningar næðust í gær þótt fundað yrði fram á kvöld. Forsvarsmenn félaganna hafa gagnrýnt hægagang í viðræðunum, þótt eitthvað hafi þokast í „rétta“ átt og segjast hafa ýtt á að lausn finnist sem fyrst „svo binda megi enda á þessa erfiðu deilu sem hefur nú þegar haft mikil áhrif á samfélagið allt“ að því er segir í yfirlýsingu. Verkfall SFR og SLFÍ hefur staðið í rúma viku. Fyrsta lota í allsherjarvinnustöðvun stóð fimmtudag og föstudag í síðustu viku og svo mánudag og þriðjudag í þessari og lögðu þá um fimm þúsund ríkisstarfsmenn niður störf. Áfram eru í ótímabundnu verkfalli félagsmenn SFR hjá Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumannsembættunum og Landspítala, auk þess sem sjúkraliðar á dagvöktum á Landspítala, Heilsustofnun Austurlands og Heilsustofnun Suðurnesja eru í verkfalli á dagvöktum alla virka daga. Næsta lota allsherjarvinnustöðvunar hefst 29. þessa mánaðar, fimmtudag og föstudag og svo aftur á mánudag og þriðjudag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00
Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42
Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00